Færsluflokkur: Bloggar
Mánudagur, 13. október 2008
Rosalega er þetta sniðugt
Pottakaffi með Vilborgu | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Föstudagur, 3. október 2008
Klukk þú ert´ann
Fjögur störf sem ég hef unnið við um ævina:
1. Vinnuskóli Reykjavíkur skrifstofa
2. Vinnuskóli Reykjavíkur leiðbeinandi
3. Bláfjöll
4. IKEA
Fjórir staðir sem ég hef búið á um ævina:
1. Bergstaðastræti
2. Álfheimar
3. Veghús
4. Dalsel
Fjórar bíómyndir sem ég held upp á:
1. Holiday in Rome
2. Down whit love
3. My best friends wedding
4. Greas
Fjórir sjónvarpsþættir í uppáhaldi:
1. Grey´s anatomy
2. Grey´s anatomy
3. AMNT
4. House
Fjórar bækur sem ég hef lesið oftar en einu sinni:
Les bækur ekki aftur alltaf einhver ný sem bíður eftir að vera lesin
Matur sem er í uppáhaldi:
1. Pítsa
2. Spaghettí bolognes
3. Kjúklingur
4. Gott grillkjöt
Fjórar síður sem ég heimsæki daglega (fyrir utan bloggsíður):
1. ruv.is
2. fa.is
3. mbl.is
4. facebook.com
Fjórir staðir sem ég hef heimsótt í fríum:
1. Kaupmannahöfn
2. Mallorca
3. Svíþjóð
4. verð greinilega að fara oftar í frí
Fjórir staðir sem ég myndi vilja vera á núna:
1. Barcelona
2. Kaupmannahöfn
3. Svíþjóð
4. Á sólarströnd
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (3)
Mánudagur, 29. september 2008
Ef þú kemur ekki heim með fjarstýringuna hleypi ég vatninu úr baðinu.
Bíó kvöldið mitt byrjaði ekki vel að vísu. Elskulegi hátækni spilarinn okkar fraus, með dvd diskinn innanborðs. Ég prófaði að taka hann úr sambandi, hann er nefnilega það tæknilegur að það er ekki rofi sem klífur rafmagnið heldur hátæknilegur rafmagns slökkvari. En á myndina ætlaði ég að horfa, búinn að blanda mér girnilegt appelsínuvatn og pakka mér inn í teppi. Þá var bara eitt sem kom til greina. Ná í skrúfjárn og opna helv.. tækið en nei hátækni spilarinn er með geisladiskadrif þannig ég komst ekki að dvd disknum þá kom hið kvenlega eðli upp í mér ég stakk honum í samband galopnum og vældi í spilaranum þar til hann gafst upp og opnaði sig og skilaði disknum, og lokað sér aftur og opnaði sig aftur og ... Allavegana hann hætti þegar ég tók hann úr sambandi (er viss um að hann er karlkyns) Ákveðin í því að hafa það kósý í hægindastólnum og horfa á myndina í sjónvarpinu en ekki í tölvunni klifraði ég inni í geymslu. Undir þvottagrind, yfir upprúllaða mottu, oná málingadóti með koll á milli lappana náði ég í gamla ótæknivædda dvd spilarann minn. Sigri hrósandi tengdi ég hann og kom mér vel fyrir þegar ég allt í einu mundi að það er ekki hægt að byrja að spila mynd nema með fjarstýringunni!!!! En á ný uppúr stólnum inní geymslu þvottagrind motta málingadót kollur og fjarstýring. Allt þetta príl var vel þess virði.
Vanalega þegar ég horfi á bíómyndir sem eru gerðar eftir bókum finnst mér bókin miklu betri. En ég fann undantekningu sem sannar regluna. Jane Austin book club. Var að klára að horfa á hana og gæsahúðin og fiðrildin sem hafa farið um mig seinustu 2 tímana tæplega eru nánast jafn margir og kvöldið sem ég kynntist mínum heitt elskaða. Mæli klárlega með henni.
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
Sunnudagur, 28. september 2008
Stundum er bara búið að segja það sem ég þarf að segja
|
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Miðvikudagur, 24. september 2008
Sól og borð
Alveg er ég viss um að sólin skein fyrir mig núna áðan. Ég fór á fætur á undan sólinni í morgun, þó ofurlítið of sein og rauk út, ekki klædd eftir veðri. Hélt að ég yrði úti og/eða mundi deyja úr vosbúð í morgun. En sú gula svaraði mér og skein svona líka fallega þegar ég var á leiðinni heim úr skólanum. Skólinn gengur vel, sagði mig úr heimspeki á mánudaginn. Ég er alveg viss um að tími sem ætlaður er til að kenna 16 ára krökkum rökhugsun sé ekki alveg mín krús af mjeði, á 24 árum á ég nú að vera búinn að læra þessa list að hugsa rökrétt. Nú ef ekki þá efast ég um að kennara greyið geti ekki bjargað mér ef einhver. Það getur vel verið að ég fari í heimspeki í framtíðinni en ekki núna, ekki þarna.
En getið þið hjálpað mér með eitt. Ég þarf að skilgreina hugtakið "borð" fyrir smámunasaman og kláran félagsfræðikennara þannig að skilgreiningin þarf að vera skotheld. Ekki er nóg að segja plata með 4 fótum. Þá fæ ég svör eins og er kollur þá borð, en hringborð með einn fót er það þá ekki borð. Hlutur sem maður getur setið við og lagt frá sér hluti á - er gólf, borð. Það sem hönnuðurinn segir að sé borð- get ég smíðað hús og sagt að þetta sé borð. Held svei mér þá að "borð" sé það sem samfélagið skilgreinir sem "borð". En ef í 100 ár eru Reykvíkingar búnir að nota ákveðin stein sem borð til að leggja frá sér gosglasið þegar þeir eru að borða pulsu er steinninn þá borð? Er það þá ekki lengur steinn. Nennir einhver að ræða við Aguste Comte fyrir mig þetta er allt honum að kenna.
Bloggar | Breytt s.d. kl. 12:16 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
Laugardagur, 20. september 2008
Búinn að vera extra löt að blogga.....
eða réttara sagt að klára færslur svo hér kemur viku skammtur. Laugardagurinn seinasti var einkar indæll dagur, þrátt fyrir rigningu og leiðinda veður. (Verður ekki að vera gott veður á öllum góðum dögum ) Vaknaði seint og hljóp útí nýja bílinn minn, bílstjórinn var búinn að hita hann og keyra hann um síðan kl 7 um morguninn. Ég beið bara róleg í skýlinu sem bílstjórinn sett niður fyrir mig, svona til að verja mig fyrir mesta vindinum ef það skildi vera bið í hann. Fór í Hreyfingu og hristi mig og hoppaði, slakaði svo á í heita pottinum ( stundum er eina ástæðan að ég nenni að fara er að ég get farið í pottana á eftir ). Rölti svo yfir til múttu hún býr voðalega stutt frá Glæsibæ enda nauðsynlegt fyrir hana . Ég átti bökunarstefnumót við mömmu og hristum við fram úr erminni svona 2 daga skammt af skinkuhornum og kanilsnúðum. Mmmmm Gott (í hófi náttlega). Fórum svo út að borða á Red chili um kvöldið öll saman mamma, pabbi, Geiri ég og Ómar. Verð að segja að ég varð fyrir miklum vonbrigðum með staðinn. Hef OFT farið þangað en ekki núna í nokkurn tíma og hann er ekki eins góður og flottur og hann var, því miður . Fórum svo í Borgarleikhúsið nema litli fór í bíó. Frekar skondið að við áttum miða á sömu sýnungana en pöntuðum á sitthvorum tímanum án samráðs. Sáum Fló á skinni og jedúdda mía og allir hans bræður hvað ég hló mikið. Mæli pottþétt með henni. Vissuð þið það að þið getið áður en sýningin byrjar pantað ykkur drykki fyrir hléið? Þá bíður eftir ykkur frátekið borð og drykkir. Þá fer hléið ekki í það að bíða í röð (nema eftir WC) og þamba svo í sig. SNEEELD!
Vikan gekk svo stóráfallalaus fyrir sig og aftur er komin laugardagur. Fór á námskeið kl 10 í morgun til 2, beint í ræktina (til að komast í pottana munið þið) og svo í matarboð til Múttu og pabba. Mmmm hvað lífið getur verið yndislegt. Þarf svo að læra á morgun þar til ég fer á annað námskeið kl 15 á morgun. Samantekin ráð hjá kennurunum að hafa próf í sömu vikunni. 6 stk takk fyrir takk.
p.s. Þetta er æðislega falleg bíómynd, er í 2.sæti á eftir Mama Mia hjá mér þessa dagana.
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
Mánudagur, 8. september 2008
Út í heim og heim aftur. Varúð væmni ekki fyrir harða nagla og/eða viðkvæma!!!!!
Mig langar alveg rosalega til Barcelona núna. Ekki bara af því að þar er sól og hiti mældur í tugum en hér er kalt, rok og regn, heldur vegna þess að Ósi brósi og fjölskylda eru þar úti og ég er nú farin að sakna þeirra pínulítið. Það er svo margt að gerast hjá Jóhanni Emil núna sem ég er að missa af. T.d. komnar 2 tönslur, byrjaður að sitja og byrjaður að bruna í göngugrindinni útum allt (eða eins mikið og 7 mánaða gamall gaur getur brunað ) Ef hann ætlar að verða eins og stóri frændi sinn þá verður hann líka farinn að labba áður en hann kemur heim um jólin.
Ég hef í mörg ár haft ánægju af að segja sögu sem átti sér stað á köldum vetrar morgni fyrir 15 árum síðan. Þessi saga gerist þegar 2 systkini eru á leiðinni í skólann. Þeir sem þekkja okkur Óðinn vita hvernig þessi saga er í vel ýktri útgáfu. Ég hef átt mestan þátt í að ýkja þessa sögu og gera hana dramatískari og hryllilegri í gegnum árin. En hér með er ég hætt að segja þessa sögu þar sem ég veit að Óðinn var bara að vera góður og hugulsamur bróðir. Sem hann er nú oftast. En er það ekki þannig að maður á það til að hífa sig upp með því að stíga á aðra? Og til hvers að eiga systkini ef ekki má iðka þá aldargömlu íþrótt systkinaríg. En með þessari færslu gref ég strenginn og hef ákveðið að hætta að öfundast útí Osa fyrir að vera fullkomin, því ég er nú nokkuð nálægt því að vera það líka. Ætli við séum ekki bara fullkomin fjölskylda.
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (5)
Fimmtudagur, 4. september 2008
Nútið, fortíð og drama, and I like it.
Eins og ég hef sagt áður hef ég verið í ævilöngu þrjóskukasti og neitað að verða fullorðin. Þrjósku kastið hefur náð hámarki núna held ég. Meðan jafnaldrar mínir eru að klára B. gráður í háskóla sumir í eða jafnvel búnir með Masterinn, aðrir komnir með 1-3 börn búinn að kaupa sér íbúð og eru að fara að stækka við sig og kaupa eign númer 2 eða jafnvel 3, var ég að byrja í menntaskóla aftur. Mikið rosalega er freistandi að setja bara punkt hér og leyfa öllum að halda ég sé að taka menntaskólann aftur En svo er nú ekki. Ég semsagt hætti í MS þegar ég var rúmlega hálfnuð í öðrum bekk. En stundum er lífið þannig að maður fær ekki að ráða og þarna réði ég engu um, ég veiktist og varð að hætta í skólanum. Þessi ákvörðun var frekar mikill léttir á þeim tíma ég hafði keyrt mig áfram á þrjóskunni alltof lengi. Í kjölfarið og fyrir fyndna tilviljun fékk ég vinnu á skíðasvæðinu í Bláfjöllum. Það er ein mín mesta lukka. Þar gat ég starfað allt að 12-13 klst á sólarhring í fersku fjallalofti og reynt á líkamann meðan hugurinn fékk smá hvíld, fyrir næstu átök. Þar lærði ég að vinna og lærði að meta fjöllin og útiveruna. Vann þar í 3 vetur og það er besti vinnustaður sem ég hef unnið á. Sakna þess en oft á tíðum að vera ekki þar.
Frá Bláfjöllum lá leiðin hlikjót og mis löng, með rándýru stoppi í Flugskóla Íslands, í Iðnskólann í Reykjavík. Þar komst ég að því að nám getur verið hin mesta og besta skemmtun. Ég kláraði Iðnskólann á 3 önnum og útskrifaðist sem Grafískur miðlari af upplýsinga og fjölmiðlafræðibraut. Með náminu vann ég í pökkun og prentsmiðju morgunblaðsins sem þýddi að ég vann oft á tíðum á nóttinni með skólanum. Þegar Iðnskólanum lauk var ég flutt að heiman og farin að leigja hér á Bergstaðastrætinu. Að byrja að búa kostar sitt þess þá heldur þegar maður er í skóla og þrátt fyrir stuðning og innbú frá mömmu og pabba var ég vel skuldug þegar ég var búinn í skólanum þar sem ég ásamt fjölda annarra missti vinnuna þegar morgunblaðið flutti upp í Hádegismóa. Ég reyndi að fá vinnu hjá þeim og nokkrum öðrum sem nemi til að geta klárað sveinsprófið mitt. En engan samning var að fá, "flott mappa en því miður..." hljómuðu svörin sem ég fékk. Nema á einum stað þar var mér sagt að ef ég vild fá samning þyrfti ég virkilega að vilja vera best til að komast áfram. Ég vildi það en hann sá það greinilega ekki. Það var seinasta viðtalið sem ég fór í, þegar ég gekk út var ég búinn að fá nóg. Hversu ferskari getur maður verið en ný skriðin úr skólanum að leita að samning til að vinna í 1 ár á skítalaunum. Ég seti Grafíkina á hilluna um leið og ég var búinn að eignast hana fylltist vonleysi og fór að leita mér að láglauna störfum þess viss um að mér hentaði ekkert betur. Ég meina ég gat ekki klárað námið mitt því engin vildi mig í vinnu, hversu illa er hægt að brjóta niður sjálfstraustið sem var ekki mikið fyrir?
Ég fékk vinnu í IKEA. Þrátt fyrir að yfirmenn mínir hafi farið illa með mig að lokum hugsa ég alltaf vel til IKEA og ársins sem ég vann þar. Þar kynntist ég fullt af frábæru fólki meðal annars 1 af bestu vinkonum mínum og manninum sem ég er að fara að giftast næsta sumar. Eftir nokkrar tilraunir til að komast að því hver ég er komst ég að því að ég er ekki starfstitill. Ég er fjölhæf manneskja með margar dyr og glugga opna sem standa mér til boða að ganga í gegnum þegar ég er tilbúinn til þess.
En nóg af fortíðinni og að nútíðinni. Ég er semsagt byrjuð í menntaskóla aftur að ljúka því sem ég byrjaði á árið 2000 stúdentsprófinu. Ákvað að fara í fjölbrautarskólann við Ármúla og er þar að nema ýmiss fræði sem svo að lokum skila mér hinni virtu, fallegu, hvítu húfu sem tákn um visku mína og hæfileika. Án hennar er ég bara brandari fyrir Háskóla Íslands, umrenningur í augum Háskóla Reykjavíkur og ölmusa í huga Háskólans á Akureyri. Persóna mín verður færð upp á nýtt plan ég mun ganga beinni í baki, bera höfuðið hærra og taka axlirnar úr eyrunum. Hún (húfan) mun gera mig verðuga til að ræða við annað menntafólk og kannski, bara kannski, verða skoðanir mínar eitthvað annað en neyðaróp úr myrkri einstaklings sem á bara vínrauða húfu en ekki hvíta.
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (5)
Laugardagur, 16. ágúst 2008
Laugardagur til lukku og leti
Í dag er ég ekki með ljótuna og ekki feituna. ÉG er með letina og það besta er að ég er bara sátt við það. Hér á heimilinu er mjög jöfn verkaskipting. Í dag fengum við sitthvort verkið til að klára. Ómar er að vinna 12 tíma vakt frá 7-7 ég átti að kaupa Lottómiða. Ég var búinn að liggja í sófanum og reikna það út að líkurnar á að vinna í lottó væru svo litlar að það tæki því ekki að klæða sig til að fara út að kaupa miða. Uppgvötaði svo að það er hægt að kaupa miða á netinu svo dagsverki mínu er lokið og ég ennþá í sófanum. Ekki slæmt það.
Ég er svo lítið tæknivædd að ég var að uppgvöta skypið fyrst núna. Er búinn að vera með fjölskyldunni minni útí í Barcelona í gegnum skypið. Voða kósý sakna þeirra aðeins minna fyrir vikið.
Annars kom pabbi heim í gær og mamma og Geiri koma á föstudaginn. Óðinn, Beta og Jóhann Emil koma ekki fyrr en í desember. Er búinn að halda Jóhanni Emil í stuði með gúsímúsí verst að ég á ekki netmyndavél þannig að hann heldur að þetta sé bara talvan en ekki fyndnasta frænka í heimi.
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (3)
Föstudagur, 15. ágúst 2008
Til hamingju stór fjölskylda
Þessi fallega stóra prinsessa varð stóra systir í gærkvöldi.
Innilega til hamingju Oddný, Siggi og Lára Bryndís megi guð og gæfan vera með litla kút og ykkur öllum. Risa knús frá okkur á Bergstaðastræti hlökkum til að sjá hann og ykkur öll.
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (3)