Laugardagur til lukku og leti

Í dag er ég ekki með ljótuna og ekki feituna. ÉG er með letina og það besta er að ég er bara sátt við það. Hér á heimilinu er mjög jöfn verkaskipting. Í dag fengum við sitthvort verkið til að klára. Ómar er að vinna 12 tíma vakt frá 7-7 ég átti að kaupa Lottómiða. Ég var búinn að liggja í sófanum og reikna það út að líkurnar á að vinna í lottó væru svo litlar að það tæki því ekki að klæða sig til að fara út að kaupa miða. Uppgvötaði svo að það er hægt að kaupa miða á netinu  Grin svo dagsverki mínu er lokið og ég ennþá í sófanum. Ekki slæmt það.

 Ég er svo lítið tæknivædd að ég var að uppgvöta skypið fyrst núna. Er búinn að vera með fjölskyldunni minni útí í Barcelona í gegnum skypið. Voða kósý sakna þeirra aðeins minna fyrir vikið.

Annars kom pabbi heim í gær og mamma og Geiri koma á föstudaginn. Óðinn, Beta og Jóhann Emil koma ekki fyrr en í desember. Er búinn að halda Jóhanni Emil í stuði með gúsímúsí verst að ég á ekki netmyndavél þannig að hann heldur að þetta sé bara talvan en ekki fyndnasta frænka í heimi.

The_Lazy_Girl's_Party_Guide

 

 

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Kristín Katla Árnadóttir

Æi  ég gleymdi að kaupa lottó. Hafðu það gott.

Kristín Katla Árnadóttir, 16.8.2008 kl. 18:15

2 identicon

alltaf dugleg Olla mín :-) en þú veist að maður vinnur ekki nema eiga miða. Við erum fyrir löngu búin að uppgötva lottókaup á netinu og ef ég vinn þá færð þú 1/3 " samþykkt"

Jóhann Emil er alveg sammála því að þú er skemmtilegasta frænka í heimi nú notum við gússímússí orðið mikið og hann hlær alltaf (segir næstum því Olla)

Vertu góð við aumingja Ómar þegar hann kemur heim og nuddaðu á honum tærnar eða eitthvað hann á það nú skilið eftir 12 tíma vakt :-)

Bræður þínir eru núna á Nou Camp að horfa á Barcelona keppa og verða örugglega kátir þegar þeir koma heim. (vonandi vinnur Barcelona og Eiður inná) jæja ætla að hætta núna Beta og Jóhann Emil biðja að heilsa og Beta þakkar fyrir afmæliskveðjuna.

(vertu ekkiert að standa upp úr sófanum, lestu þetta bara liggjandi)

Kv. adios, mamma Barcelona

mamma (IP-tala skráð) 16.8.2008 kl. 18:58

3 identicon

Hey Hey,, það má nú aldeilis ver letinn, bloggið er dautt eftir þennan mikla leti dag. láttu nú eitthvað skemmtilegt frá þér ,,koma nú. kv pabbi 

Pabbi (IP-tala skráð) 1.9.2008 kl. 23:57

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband