Wagga wagga hey hey

Ég misreiknaði aðeins veðrið í morgun þegar ég fór út og fór út í kvartbuxum, stuttermakjól og lopapeysu. Engin trefill, engir vettlingar og engin húfa. Mér var svo kalt á leiðinni heim að ég var að hugsa um að gera eins og dýrin að leggjast á heita gangstéttina og hafa það kósý þar. Hætti við það og jók heldur í gönguna heim.

 

Var hjá sjúkraþjálfara áðan sem meiddi mig frekar mikið og lagði mikla áherslu á að ég ætti að ganga með spotta uppúr hausnum alla daga og búa til undirhöku (ekki að það sé eitthvað erfitt þar sem það eru þrjár þar fyrir)

bad-posture-cartoon 

Kíkti í prufutíma í Stott Pilates í kramhúsinu í gær. Var ekki alveg viss á tímabili hvernig ég snéri eða hvaða útlimur ætti að vera hvar svona dagsdaglega. En að lokum náðu ég að púsla öllu saman og standa upp. En ég er að hugsa um að halda þessu áfram. Var nokkuð sátt við líðanina í skrokknum eftir á bakið virðist ætla að gefa mér grænt ljós.

 

Skólinn er bara í góðum gír. ÉGvar búin að skrá mig í 40 einingar og ætlaði sko að massa þetta en í morgun ákvað ég að láta skynsemina ráða og sagði mig úr einum 10 einingar áfanganum svo núna er ég "bara" í 30 einingum. Er að byrja í aukafaginu sem er Þjóðfræði og er nokkuð sátt við það. Svo einhverntíman c.a. í kringum árið 2090 útskrifast ég með BA í ritlist með þjóðfræði sem aukafag. Þá verður sko PARTÝ á elliheimilinu.

 


« Síðasta færsla

Athugasemdir

1 identicon

Hahaha ég vona nú að þú náir að útskrifast þegar ÉG er á elliheimilinu, þá djömmum við saman á elliheimilinu.

Mamma (IP-tala skráð) 15.9.2010 kl. 17:16

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband