Færsluflokkur: Bloggar
Fimmtudagur, 5. febrúar 2009
Starfsmaður á plani
Nýleg Toyota Yaris rennur til í hálkunni og nær ekki beygjunni útaf bílaplaninu, strákur svo upptekin að horfa á stelpur sem voru að flissa að hann gekk á ljósastaur, ein sem rann á rassinn og dúdi sem fattaði það við bílinn að hann var búinn að týna skólatöskunni sinni með bíllyklunum í, stelpa sem vildi að ljósastaura strákurinn heyrði að hún ætlaði á ballið í næstu viku. Allt þetta gerðist á leið minni útúr skólanum og í bílinn. Ég elska að vera í menntaskóla.
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
Miðvikudagur, 4. febrúar 2009
Paprika og hrukka
Hvernig er það með rétt neytenda um að vita upprunaland vörunar sem það er að kaupa?
Ég hef verið að forðast að kaupa vörur frá Ísrael en það er bara flóknara en það sýnist. Vissuð þið að paprikurnar í Krónunni eru frá Ísrael, og náttlega appelsínurnar? Þessu komst ég að með því að færa allt til í grænmetishillu Krónunnar á granda til að lesa á kassana.
Ég rétt sá glita í frétt á ruv.is þar sem Kata mennta er að brillera ég er rosalega ánægð með hana. Ég var byrjuð í skóla og búinn að gera ráðstafanir til að komast í gegnum menntaskólann svo ég er ekki í slæmum málum þennan veturinn. En með mér í skóla eru einstæðar mæður sem hafa misst vinnuna og tóku þá erfiðu ákvörðun að fara aftur í menntaskóla. Auðvitað þarftu að hugsa þig vel um þegar þú ert með barn á framfæri hvort þú viljir fara á atvinnuleysisbætur eða hækka yfirdráttinn í BOTN og fara í skóla. Það er nefnilega þannig að við sem erum með Iðnskólapróf og ætlum í háskóla þurfum að fara í menntaskóla í amk 2 annir. Meðan við erum í því námi höfum við enga hjálp, ekkert námslán, engin niðurgreidd húsnæði. Það er ég ekki sátt við. Mér finnst að þegar maður er komin yfir vissan aldur og er að fara aftur í skóla ætti maður að minnsta kosti að fá að taka lán.
Annars er ég mjög sátt við að hafa ungt fólk í stórum stöðum. Formaður Framsóknar og menntamálaráðherra eru jafngömul Ómari. Sem þýðir að þau eru að gera svipaða hluti og við eða eru ný búinn að því. Ekki eins og gamla fólkið sem man fortíðina í bleikum skýjum og er búið að tryggja sér gott og áhyggjulaust ævi kvöld og árin fram að því. VÁ við erum ekki farin að huga að ævikvöldinu svo við erum ekki á sama stað og gamla fólkið í pólitík.
En talandi um tík. Ég er að lesa Íslandsklukkuna núna, öll 3 bindin, og ég verð bara að segja það að mér finnst Snæfríður bara algjör tík. Hið ljósa man my ass meira svona ljósin kveikt en engin heima týpa. Íslandsklukku bindið var mjög skemmtilegt, Hið ljósa man svo leiðinlegt og um leið og ég hef sett punkt á eftir þessari færslu byrja ég á Eldur í Kaupinhavn og vona að hún sé betri. Það hlýtur að vera eldur, Danmörk, Jón Hreggviðsson, það getur ekki klikkað.
Hef líka verið að hlusta á To kill a mockingbird, átti að vísu að lesa hana en nennti því ekki svo ég tók hana á hljóðbók og er búinn að vera að hlusta á hana undanfarna daga. Mikið svakalega er það góð saga hef séð myndina en langar að sjá hana aftur núna.
Það er kreppa, líka hjá andlitinu mínu. Ég fann fyrstu hrukkurnar mínar í gær. Á að vísu eftir að rannsaka þetta betur en þegar ég var að þvo mér í framan í gærkvöldi sá ég línur á sitthvoru neðra augnlokinu. Hef ekki litið í spegil í dag en ætla að finna kjarkinn minn og kíkja þegar ég er búinn að gera allan heiminn fyrst. Botox here I come!! Annars er mér nokkuð sama þótt ég fái hrukkur, ég meina hrukkur eru betri en fellingar er það ekki. Vona samt að ég fái ekki jafn margar hrukkur og fellingar, þá meiga hrukkudýrin fara að vara sig.
Ég plokkaði augabrúnirnar mínar í fyrsta skipti í gær, ekki að ég hafi gengið um með dregið fyrir hingað til, en ég hef bara alltaf látið fagfólk um þetta. Ég er voða hissa á því hvað þetta gekk vel, ekki nema ég hafi gert brúnirnar þannig að ég verði bara hissa þar til þær vaxa aftur.
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
Mánudagur, 22. desember 2008
Hvar á ég að byrja
þegar ég man ekki hvar ég hætti?
Ég er komin í jólafrí fyrir nokkrum dögum síðan. Jólafríið hefur ekki farið eins og ég ætlaði mér, stórhreingerningar, tiltektir, daglegar ræktarferðir, bókalestur við kertaljós, kaffiihúsa seta og bæjarrölt var allt á dagskrá ásamt því að heimsækja alla þá sem ég hef ekki séð í lengri og skemmri tíma og að sjálfsögðu að halda jól. Maður fær ekki alltaf að ráða og í þetta sinn ákvað yfirvaldið að ég mundi eiða jólafríinu mínu og prófatímanum í að kippa brjósklosi í liðinn (ja eða hrygginn). Svo hér hef ég legið staðið vælt og emjað milli þess sem ég baka ,versla jólagjafir og pakka þeim inn. Ómar fær að sjá um restina af jólahaldinu s.s. halda á jólatrénu inn og þrífa.
Aðventan hefur engu að síður verið hin fínasta og hátíðlegasta. Við fórum á Frostrósatónleikana og vá gæsahúð og fegurð. Daginn eftir buðum við svo foreldrum og systkinum okkar í laufabrauðaskurð og kjötsúpu. Það var æðislegur dagur í alla staði. Við erum rosalega rík að eiga svona fallega fjölskyldu.
Ég náði öllum prófunum, sum rétt slefaði ég en náði þó. Varð frekar vonsvikin með útkomuna en miðað við það að ég lærði ekki undir neitt af prófunum og hugsaði ekki um neitt annað en að drífa prófin af til að geta staðið upp því það er hell vont að sitja í langan tíma ætti ég að vera þakklát að ná.
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
Þriðjudagur, 25. nóvember 2008
Ísland fékk gullið
Dagurinn í dag hefur æxlast þannig að ég er í fríi í allan dag frá skólanum! Er heima núna að dunda mér og hlakka svo til að komast í jólafrí.
Litli gullið er kominn heim frá Barcelona og jidúda mía hvað maður er orðin stór og óendalega fallegur. Augun gætu brætt vatnajökul á 0,1 sek svo fallega blá og stór. Góð blanda af annars fallegum foreldrum. Hann var dáldið feimin og hissa á öllu þessu fólki og fannst bara öruggast að festa sig við mömmu sína, þegar leið á kvöldið var hann aðeins farin að taka ömmu sína í sátt og samþykkti það að vera í fanginu hennar. Við hin máttum gúsímússa hann meðan hann var í öruggur í fanginu á mömmu sinni.
Hann er farinn að skríða um eins og herforingi, bókstaflega þar sem hann lemur höndunum í gólfið þegar hann skríður og býr til hljóð eins og hann sé að marsera um. Hann er líka farin að geta staðið upp og standa með, gerði fyrstu tilraun til að skemma videóið hjá ömmu sinni og afa í gær, ég er viss um að hann er að skipuleggja hernaðaráætlun as we speak um hvernig hann getur rústaði því smátt og smátt í gegnum árin, eina rúsínu í einu! Híhí
Ég fer svo með þeim mæðginum í ungbarnasund á eftir vííí. Skrítið fyrir hann að fara í sund hér aftur eftir að hafa farið í ungbarnasund á Spáni í heitum potti hjá eldheitum Spánverja.
Annars er bara allt gott að frétta hérna hjá okkur verðandi hjónunum. Kreppan er ekki komin til okkar og hefur en ekki mikil áhrif á okkur. Aukastarfið er að skila ágætum aur, allavegana húsaleigunni.
Prófin byrja í næstu viku og ég er búinn að skipuleggja hvernig ég ætla að læra undir öll prófin svo ég er í gúddí fíling fyrir prófin. Seinasta prófið er 12 des. 13. eru það svo Frostrósir og STS skóli þar sem kemur svaka gella að fara yfir snyrtivörurnar hlakka geggjað til.
Bloggar | Breytt s.d. kl. 11:10 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
Sunnudagur, 23. nóvember 2008
Stjörnuspáin mín fyrir dagin í dag...
Stjörnuspá
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Sunnudagur, 23. nóvember 2008
Váááá....
Ég var þessi týpa sem fannst það hreynlega ekki fóki bjóðandi að vakna fyrr en í fyrsta lagi um hádegi um helgar og aðra frí daga. Þess vegna var ég voðalega hissa þegar ég uppgvötaði í gær á laugardagsmorgni kl 10:30 að ég var vöknuð fyrir meira en 1 1/2klukkutíma síðan, sest á Grand hótel og í geggjuðu stuði. Í næstum því 6 mánuði núna heyrir það undir undantekningar að ég sofi til hádegis og það finnst mér frábært. Ég vakna á morgnana eins og ekkert sé. Foreldrar mínir geta vitnað um það að þannig var ég ekki!!!!
En hvað var ég að gera á Grand hótel?
Ég var á STS skóla Herbalife og þvílíkt stuð. Þetta var nú bara minn 3ji skóli en hreynlega sá magnaðisti. Ég fékk gæsahúð (nokkrum sinnum yfir daginn), setti mér markmið og eignaðist von, allt á einum degi þvílíkur dagur!
Ég settist niður þegar ég kom heim og fór að hugsa, spá og spöglera. Bara í nóvember er ég búinn að búa til 25þús krónur aukapening fyrir heimilið á tveimur kvöldum og ég er bara rétt að byrja. Síðan í október eða á tæpum 6 vikum hef ég misst 22cm af ummáli og 5 kíló og er bara rétt að byrja þar líka. Fyrir utan allt hitt sem ég hef öðlast og misst. Ég hef öðlast meiri orku og jákvæðni, betri húð, ég hef losnað við og sakna ekki magakrampana sem engin gat útskýrt, einbeitinga skortin sem gerði skólann alltaf erfiðari fyrir mér og fyrst og fremst er ég hætt að trúa að það sé bara mitt hlutskipti í lífinu að vera bara feit og orkulaus.
Það besta við þetta allt er að á minni leið í átt að kjörþyngd og betri fjárhags fæ ég tækifæri til að hjálpa öðrum, en það finnst mér ógeðslega gaman.
Til að fyrirbyggja allan misskilning þá er ég ekki "frelsuð" eins og svo margir eru hræddir um að gerist. Ég hef ekki hitt neinn sem er "frelsaður" eða "heilaþveginn" af Herbalife, bara fólk sem er hamingjusamt með að hafa uppgvötað það sama og ég hef uppgvötað. Tækifæri til að láta draumana rætast, sama hverjir þeir eru.
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Mánudagur, 3. nóvember 2008
jóla jóla
ef það eru bara 52 dagar til jóla er ég þá nokkuð mikið klikkuð að setja upp jólagardínur í eldhúsið?
Ég á svo fallega jólagardínur sem mamma gaf mér sem mig er farið að langa að setja upp. Svo keypti ég svo fallegan jóladúk á markaði í perlunni í sumar sem mig er líka farið að langa til að setja upp. Tala nú ekki um jólaóróana frá Georg Jensen sem mig langar að hengja upp. Svo gaf mágkona mín okkur rosa flottan kertastjaka frá Svíþjóð sem mig langar líkja að kveikja á. En mesta uppáhaldið eru samt kakóbollar og jólakanna sem Vallý amma málaði handa okkur það fer ekki upp fyrr en í desember því það er ekta jóla, svona spari jól.
En ég ætla að setja seríuna utan á húsið um þarnæstu helgi. Frostrósirnar fara í i-podin bara núna í þessari viku.
Talandi um frostrósirnar sá auglýsingu um tónleikana þetta árið í mogganum, þrusu tónleikar sem mig langar að fara á. Garðar Þór, frostrósirnar, ég og jólin. Gleðilegan jólaundirbúning
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (5)
Þriðjudagur, 21. október 2008
afsakið meðan ég æli
Mikði rosalega er nýja settið hjá Kastljósi lúmmó. Talandi um fortíðaþrá velkomin til 1990. Ég er að hugsa um að hætta að horfa á eitthvað annað en leikna þætti. Fyrir utan að ég byrja bara að hugsa um skútur þegar ég slysast til að horfa á þannig þætti þá er svo mikið að lummulegu og óheppnu fólki. Hvar er fallega fólkið, finnst eins og það sé verið að sýna fram á það að við gáfað fólkið getum ekki verið falleg. Hvað er málið líka með þessa svaka dramatísku samantekt á FL goup STOÐIR í Kastljóinu á ég að gráta fyrir hrogagikki.is nei veistu held að ég eyði mínum tárum í eitthvað annað.
Hryllilega er ég orðin leið á stælunum í Bresku ríkisstjórninni. Ætla að sniðganga breskar vörur. Uuuu hvað er breskt annað en te? Ætla ekki að sniðganga te, þau eru það sem heldur í mér lifinu (og hitanum) mín te eru heldur ekki bresk jesss!! Mikið er ég fegin að Herbalife er bandarískt en ekki breskt, plíss Bandaríkin ekki láta mig fara í fílu út í ykkur, kjósið Obama ok!
Var að enda við að sporðrenna syndaborgara og minns er bumbult. Hugsa svo oft þegar ég er búinn að taka svona c.a. tvo bita syndaborgaranum "hvern andsk.. er ég að borða" miðaða við óbragðið sem ég fæ á samviskuna hlýtur hann að vera ekkert nema óhollusta sem ég á eftir að eyða mörgum mörgum vikum með. Við komum til með að fara saman í ræktina, deila fötum, og skemta okkur saman þar til önnur okkar gefst upp. HVor okkar gefst upp á undan veit ég ekki endilega fykgist með.
Ég varð mjög skelkuð á leiðinni heim í dag. Var viss um að ég væri að fá flösu oná allt annað ( bókstaflega þar sem hausinn er enþá hæsti punkturinn minn) en þá voru þetta bara snjókorn að kanna markaðinn. Var svo viss um að þeir munu fjárfesta í lóðum hér á landi að ég rak Ómar út að setja nagla undir bílinn. Hann rauk inní skáp náði í hamar og nagla og ég rétt náði að leiðrétta hann með að ég vildi að hann léti setja nagladekk undir bílinn áður en hann var komin á bílinn. Svo núna stendur bílinn upp á rönd hér fyrir utan með nagladekk undir sér.
Ég vill þakka innilega fyrir allar afmæliskveðjur sem ég fékk á föstudaginn. Átti frábæran afmælisdag alveg frá miðnætti fram að miðnætti. Fékk líka margar gjafir og þar af eina sem koma allaleið frá Spáni, yndislega þægilega peysu. Eldhússkáp sem minkaði aðeins draslið í eldhúsinu, leikhúsmiða, íþróttatösku, hárblásara, bók og tæki sem hefur gert uppáhalds tækið mitt enþá meira uppáhalds útvarp á I-podinn minn. Takk takk fyrir mig allir. RISA KNÚS
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
Þriðjudagur, 14. október 2008
Ég bý í 16 ára heimi
,,En það stendur ekki á blaðinu dísess" svaraði 16 ára stelpa sem var að vinna verkefni með mér í lögfræði í dag. Þegar ég ætlaði að svara spurningunni sem við vorum að leysa saman ítarlegri en í einni línu.
,,Nei það er svo erfitt fyrir okkur að fá vörur útaf Evrunni og seðlabankanum þú veist." Svaraði 16 ára starfsstúlkan mér þegar ég spurði hana hvort þau ættu ekki girnilegri gúrkur. Ég vildi ekkert vera að benda henni á að þetta voru íslenskar gúrkur.
,,Ja það er bara allt að hækka svona mikið" sagði 16 ára strákurinn á kassanum þegar ég spurði hvort að 2stk læme kostuðu virkilega þrefalt meira en seinast þegar ég keypti það. Að vísu sá ég hann liggja á vigtinni og dans þar rússneska þjóðdansa með tungunni rétt á meðan hann vigtaði læmið. Sama hversu fallega ég spurðivar hann ekki fáanlegur til að vigta læmið aftur. Full af þrá í ískalt vatn með læme sneiðum borgaði ég helv. læmið en ég stal plastpoka í mótmæla skini
Til allra þeirra sem í hlut eiga biðst ég innilegrar afsökunar á að hafa verið 16 ára.
Bloggar | Breytt s.d. kl. 16:54 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (7)
Mánudagur, 13. október 2008
KALT
Mig langar rosalega að eiga kraftgalla núna. Loðfóðraðann að innan, þá væri ég í honum núna í ullarnærfötum og með húfu og vetlinga lopasokka undir teppi. Mér er svo kalt og er orðin full af ógeði í nefinu og hálsinum. Í þessu ástandi er ég að reyna að afla mér upplýsinga fyrir félagsfræði ritgerð sem ég ætla að skila á fimmtudag. Ransóknarspurningin mín er svo mikið ransökuð að það er erfitt að gera hana að mínu.
Hafa reykingar foreldra í og við heimili áhrif á reykingar unglinga á aldrinum 12-18 ára?
í skjön við allar ransóknir erum við systkinin öll reyklaus þrátt fyrir að það hafi verið reykt á heimilinu okkar í mörg ár. Ætli við séum ekki undantekningin sem sannar regluna.
Mamma og pabbi hættu að reykja fyrir hvað 2-3 árum síðan bæði búinn að vera stórreykingafólk síðan þau voru unglingar. Ég er voðalega stolt af þeim.
Ómar er í Kula Lumpur. Voðalega flott borg víst. Heyrði í honum áðan hann er alvarlega að hugsa um að slipulegja brúðkaupsferðina okkar þangað. Væri alveg til í það.
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)