Færsluflokkur: Bloggar
Miðvikudagur, 23. júlí 2008
Ættarmótið
Alveg hreint var yndislegt á ættarmótinu. Mikið sungið (hefði mátt vera meira þó) mikið hlegið og MIKIÐ talað. Fengum fallegt veður sem gerði fallegan fjörð en fallegri. Það er merkilegt hvernig stemming myndast á ættarmótum, allir knúsa alla hvort sem maður þekkir þá eða ekki. Við Ómar flugum austur á Egilstaði á föstudagsmorguninn. Grunnur minn um að einhver ættingi væri að koma með sama flugi rætist og fengum við far inn á Egilstaði. Fyrsta stopp var í esso (N1) sjoppunni. Þar fékk ég mér einn afréttara (humm staffadjamm sem fór úrskeiðis á fimmtudag) og ostafylltar brauðstangir. En gaman að segja frá því að sumarpartinn sem ég var á Egilstöðum fyrir 5 árum síðan lifði ég á ostafylltu brauðstöngunum (skildi ekkert í því afhverju ég fitnaði það sumarið) Eftir að við vorum búinn að metta okkar stóru maga hófst sýnistúr minn um Egilstaði sem endaði svo í sundlauginni. Lágum í bleyti í hátt í 3 tíma, rúlluðum síðan með mömmu og pabba niður í Borgarfjörð. Síðan tók við stanslaus knús, hlátur, grátur, öskur og spjall það sem eftir lifði helgar.
Þegar ég skrifa bókina mín ætla ég að gera það á Borgarfyrði þetta er svo magnaður staður.
Ég fékk svo mjög skemmtilegar fréttir í dag þegar Salóme mín tilkynti mér að hún væri að koma í heimsókn fljótlega.
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (5)
Fimmtudagur, 17. júlí 2008
Mamma mia!!
Annars erum við að fara á ættarmót á Borgarfjörð Eystri um helgina. Spáð er öllum veðrum allt frá snjókomu yfir í hitabylgju þannig að stór bakpoki var fylltur af hlífðarfötum, teppum, sólarvörn, regngöllum og stuttbuxum í gær og hent í bílinn til mömmu og pabba. Þegar þessi ætt kemur saman er oftast mikið um bús og bíla (þó ekki notað saman) og verður örugglega gaman. Mikið sungið og mikið hlegið.
Ef þið eigið leið um fjörðinn verið velkominn og ekki vera hrædd við erum bara svona skrítin en óskaup meinlaus.
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (4)
Mánudagur, 7. júlí 2008
Við búum í háværum heimi
Veit ekki hvort aðgerðin gekk vel eða ekki. Fínn ennþá mikið til, hljóð eru minn versti óvinur þessa dagana sem er gott þegar maður býr á móti leikskóla, undir lokastefnu, við umferðargötu og á ofvirkan nágranna sem er að smíða pall. En það er hætt að koma blóð í bómullinni og ég er með svaka hjartslátt inn á milli verkja það hlýtur að vera gott. Er það ekki?
Breytti lífstíllinn sem ég tók upp núna fyrr í sumar er alveg að bjarga mér í þessari sjúkralegu. Vill meina að ég væri lengur að jafna mig ef líkaminn væri ekki aðeins, poggupínulítið búinn að byggja sig upp.
Ætla mér í vinnuna á morgun, stefnan var líka tekin á vinnuna í morgun en var bara alltaf (hér átti að koma orðið "þjáð" en fannst það of dramatískt) illt í nótt.
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (4)
Fimmtudagur, 3. júlí 2008
p.s. Ég elska þig
Ég upplifði ein af mínum stærstu vonbrigðum í lífinu í kvöld. Ég er ný búinn að lesa bók sem fór alveg framhjá mér þegar hún kom út. P.s. ég elska þig (p.s. I love you) Falleg bók. Las hana að vísu á íslensku og var ekki sátt við þýðinguna en það er önnur ommeletta. Eftir að hafa eitt mörgum af fallegustu frítímum mínum á þessu fallega sumri og ómælt magn af fallegum tárum í lestur þessarar sögu ákvað ég og vinkona mín að leigja myndina í kvöld. Til að útskýra vonbrigði mín í sem styðstu máli, bókin er evrópsk en bíómyndin amerísk. Amerísk kúkavella verð ég að segja. Breyt um land bætt við persónum, fjölskylduaðstæðum breytt, og bara öllum helv. söguþræðinum. Ef ég hefði skrifað þessa bók hefði ég orðið brjáluð. En þar sem ég las bara bókina er ég hætt að vera brjáluð um leið og ég set punkt fyrir aftan þessa setningu
.
Ég gekk framhjá fréttablaðinu frá því á þriðjudaginn. Gat ekki annað en hlegið þegar ég misskildi hana. Það var risa mynd af hestamannamótinu með pínu myndatexta þar fyrir neðan var fyrirsögn við aðra grein sem hefði alveg geta tengst myndinni "kanna samstarf við SÁÁ". Segi bara svona drykkjan hjá hesta mönnum hefur nú minkað, held ég.
Ég er að fara í viðgerð á morgun. Langþráða viðgerð sem er löngu komin tími á. Það á að gera tilraun til að laga gatið á hljóðhimnunni minni. Þetta gat hefur angrað mig síðan ég man eftir mér, alltaf með óþægindi og verki. Ekki getað synt nema ofurvarlega bringusund annars er það bara vatn inn fyrir hljóðhimnu með tilheyrandi verkjum og sýkingum. En nú á semsagt að reyna að laga þetta gat. Gatið er á mörkunum á að vera of stórt fyrir þessa aðgerð en þeir vilja reyna til að þurfa að skera sem minnst. En þeir ætla að erta alla hljóðhimnuna og gatið, skera svo 2 spora (held að það sé voða lítið) skurð í hársvörðinn til að ná í húðfitu (spurði læknirinn hvort hann gæti ekki tekið fitu af maganum eða lærunum bara í staðin ) sem verðu lögð yfir hljóðhimnuna. Þetta á að hjálpa líkamanum til að lækna sig sjálfur. eardrum=hljóðhimna
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (6)
Föstudagur, 27. júní 2008
Ef það er samið lag um það sem þú ert að hugsa ertu ekki ein um að hugsa það.
Ég hef alltaf verið viss um að ég hefði fæðst á vitlausum áratug. Margt varðandi seinni áratugi seinustu aldar hefur mér líkað og viljað lifa eftir. T.d. fatatíska og húsgagna "tíska" og hraði.
Þetta er eins og sungið úr mínu hjarta.
p.s. er með blóm í hárinu í dag.
gefst upp hér er linkurinn http://www.youtube.com/watch?v=yyapY97ugNk
Bloggar | Breytt s.d. kl. 15:04 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (7)
Fimmtudagur, 19. júní 2008
Ef ég hefði
Ég hef verið að stunda nám í erfiðustu fræðum sem hægt er að nema. Ásóknin var mikil og þurfti að hafna mörgum á umsóknarferlinum. Ferlið var langt og miklar kröfur gerðar til umsækjenda, bæði líkamlega og andlega. Þeir þurftu að vera sterkir á sálinni og líkamlega. Til þess gerðir að þola mikið álag. En umfram allt þurftu þeir að vera mannlegir, geta tekið sorgum og sigrum og hampað því öllu stoltir og meyrir. Ég af mörgum umsækjendum komst inn, ég var valin. Ég er að stunda nám í skóla lífsins að læra að vera Ólöf Anna.
Ef ég hefði fæðst í afríku
Ef ég hefði fæðst fyrir 100 árum
Ef ég hefði fæðst eftir 100 ár
Ef ég hefði ekki trúað á eitthvað mér æðra
Ef ég hefði ekki fengið jákvæðnni í vöggugjöf
Ef ég hefði ekki lífsviljan þótt lítil væri á köflum
Ef ég hefði ekki tekið þá ákvörðun að lifa
Ef ég hefði ekki tekið þá ákvörðun að sigra
Ef ég hefði ekki kyngt stoltinu
Ef ég hefði ekki lokað eyrunum
Ef ég hefði ekki látið undan sársaukanum
Ef ég hefði ekki getað sett upp grímu
Ef ég hefði ekki tekið niður grímuna
Ef ég hefði ekki átt góða fjölskyldu
Ef ég hefði ekki átt trausta vini
Ef ég hefði ekki verið elskuð frá fyrsta andardrætti
Ef ég hefði látið verða að því
Ef allt hefði gengið upp
Væri ég ekki hér í dag.
Ekki sú sem ég er.
Ég mundi
ekki líta til himins,
ekki finna ilminn af sumrinu,
ekki gráta í leikhúsi,
ekki dást af lit blómanna
ekki heyra í læknum
ekki hlæja af kúnstum kattanna
ekki tárast þegar ég hjóla á móti vindinum
ekki brosa þegar ég lít í spegil
ekki læra
ekki sakna
ekki þrá
ekki dreyma
ekki vona
ekki elska
Bloggar | Breytt s.d. kl. 09:29 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
Miðvikudagur, 28. maí 2008
Opinberun
Æji hvað dúddar og dúddur sem sjá um íþróttaþætti eru léleg að finna nöfn á þættina sína. Bang og mark er á Rúv. BANGogMARK ömó dömó nafn.
Punkta blogg.
- Datt á hjólinu mínu á leiðinni heim úr vinnunni í dag, er öll marin og skrámuð á fótunum.
- Það er ekki sniðugt að detta á hjóli þegar maður er í quart leggings.
- Reykjavík er ekki gerð fyrir hjólafólk, það er pirrandi.
- Fórum á Dalvík um helgina í útskriftir hjá feðgum.
- Til hamingju Viggi
- Til hamingju Ívar
- Fórum á ball í félagsheimilinu
- Ég, Erna og Elísabeta mega skutlur á dansgólfinu
- Til hamingju Ísland því að ég fæddist hér
- Það var hlegið að mér á Dalvík þegar ég neitaði að fara á bílnum frá Skíðabraut yfir í Svarfaðabraut
- Sundlaugin á Dalvík er sú besta á landinu
- Á sunnudeginum var svo mikil sól að ég sólbrann á nebbanum
- Vala var í Svarfaðadalnum og fékk far í bæinn
- Komum seint heim.
- Bílinn er geggjað góður í langakstri.
- Ég er með gullbaug á baugfingri
- Ómar er með eins hring
- Settum þá upp í norðurádalnum á leiðinni norður á laugardaginn
- Ég er að fara að gifta mig á næsta ári
- Er ástfanginn upp fyrir haus og rosalega hamingjusöm.
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (6)
Miðvikudagur, 30. apríl 2008
Alveg er ég viss um
að þau eru bara að plata. Það er örugglega geggjað gott veður, vilja bara ekki svekkja okkur í höfuðborginni sem erum (höldum allavegana) að besta veðrið sé hjá okkur þessa dagana. En ætli skíðasvæðin séu þá en opin eða er þetta bundið við Egilsstaðakaupstað?
Við höfum alltaf verið bjartsýn og vorum það líka í maí í fyrra þegar við ætluðum hringinn. Í tjaldútilegu. Fyrsti áfangi var til afa og ömmu á Dalvík fallegt veður á leiðinni. En þegar við vöknuðum daginn eftir var allt á kafi í snjó. Ófært var á Egilstaði og svipað veður og núna. Ég held að það sé ennþá verið að hlæja að borgarbörnunum fyrir norðan.
Allt á kafi í snjó fyrir austan | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
Fimmtudagur, 17. apríl 2008
Hló svo mikið ég pissaði næstum í mig.
Bloggar | Breytt s.d. kl. 18:36 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Miðvikudagur, 16. apríl 2008
Litli snúlli bróðir minn samdi þetta ljóð fyrir nokkrum árum.
Nú er vetur
allt er hvítt
allt er kalt
og borgin mín,
köld og dimm
mér liði betur
ef væri hlítt
og borgin mín
Reykjavík
væri hlí og björt
það kemur bráðum
og ég bíð
og sætti mig við kuldann þangað til.
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)