Færsluflokkur: Bloggar
Miðvikudagur, 16. apríl 2008
Gaman saman
Þeir sem sjá um að markaðsetja og finna slagaorð fyrir vörur bera mikla ábyrgð. Ég var í ónefndri verslun í gær sem er kennd við tvær mismunandi 2stafa tölur. Þegar ég stóð í röðinni var ég bara að minni barnslegu forvitni að skoða í kringum mig og pæla í fegurð vöruumbúða. Þar sem ég stend missi ég andlitið og tek andköf. Það er standur sem selur fullorðins vörur, bleikur voða fallegur standur á honum stendur slagorð sem ég hef oft heyrt ,,GAMAN SAMAN" svo er mér litið á nammipoka frá ónefndu nammi fyrirtæki (ef að gottið er gott.........) þar stendur á pokanum ,,gaman saman"!!!! Skoðaði nammið ekkert nánar þar sem að röðin er komin að mér við kassann. En ég held að það hafi verið með banana bragði.
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
Mánudagur, 14. apríl 2008
Kreppan
Kreppan skall á mig og minn með hörku áðan. Vorum stödd í ónefndri matvöruverslun sem kennd er við verðlítinn gjaldeyri, og ætluðum okkur þann munað að kaupa okkur dós af gulum baunum. En nei. Dósarskrattinn kostaði 135 kr. Er þetta ekkert djók? Svo er ekki lengur svona unit til að rífa upp dósina þannig ég hefði þurft að fjárfesta í dósaupptakara líka. Huhh.
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
Laugardagur, 12. apríl 2008
Omg þetta er bara búið.
Skjálfandi kné, fiðrildi í maga, og öskur. Tónleikarnir voru í gær og það var rosalega gaman. Þeir höfðu nú vit á því að taka gömlu slagarana sína sem betur fer því ég kannast ekkert við þessi nýju. Gelgja margra ára braust út hjá okkur og myndavélin var óspart notuð ásamt barnum en það er önnur saga sem verður ekki sögð. Það sem gerist í Danmörku verður í Danmörku.
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (3)
Fimmtudagur, 10. apríl 2008
Parabara rababara
Helv. ritgerðin komin til kennarans,
búinn að gera það sem ég get til að ala upp brjálæðingana
er hætt því ætla að taka á unglingunum núna,
ÖLL fötin mín komin ofaní tösku.
Köben eftir 6 klst.
ætti að vera sofandi núna.
BACKSTREET BOYS eftir 1 dag
er að farast úr spennu/stressi.
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (5)
Miðvikudagur, 9. apríl 2008
Ég er hrædd...
um að þetta sé seinasti snjór vetrarins. Þá er ekkert annað að gera en að hlaupa út í náttfötunum og
Annars er ég bara hress. Er að þvo fyrir Danmerkurferðina í blautum ullarsokkum að ganga til skó og borða bleikan sunlolly.
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (4)
Mánudagur, 7. apríl 2008
Anda
Stundum gengur allt svo vel. Svo vel að ég þori ekki að anda af hræðslu við að allt hrynji.
En maður uppsker eins og maður sá er það ekki?
Ef svo er, er mér óhætt að anda!
Anda djúpt inn og út.
Minn tími er komin.
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (4)
Mánudagur, 31. mars 2008
Hæ ég heiti Jóhann Emil og fékk nafnið mitt í dag.
Bloggar | Breytt s.d. kl. 11:49 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (5)
Föstudagur, 28. mars 2008
Punktur ís
Já það er ískalt úti. En það skildu litlu elskurnar ekki þegar ég sagði þeim það. "það er sól, svo ég þarf ekki úlpu" og "Það er 5 stiga hiti" svo komu líka nokkrar setningar sem innihéldu orð sem svona litlir tappar eiga ekki að kunna, hvað þá raða saman í heila setningu.
Talandi um orð og setningar. Er í mestum vandræðum að nenna að læra. Lendi alltaf í þessu þegar það fer að birta og heilinn heldur að það sé komið sumar. Ég meina það er bjart þegar ég vakna og en bjart þegar ég fer heim þá bara hlýtur að vera sumar. Finnst þetta alltaf jafn merkilegt á hverju ári gerist það sama. Dagurinn styttist, dagurinn fer, dagurinn lengist, dagurinn er. Alltaf verður maður jafn hissa. Yndislegt að geta glaðst yfir því smáa. Ég er að vísu þannig mér finnst gott að hafa dimmt og gott að hafa bjart. Mæti halda að ég væri Íslendingur.
Hér á bæ standa yfir miklar atvinnubreytingar. Ekki það að það séu neinir atvinnumenn að breyta einhverju hér. (Eða jú maður er svosem orðin atvinnuatvinnuskiptari) En Ómar fékk vinnuna sem hann sótti um og ég er komin með góða vinnu í sumar. Á einum klukkutíma eða svo fékk ég tvennar fréttir og nokkrar ákvarðanir voru teknar sem varð til þess að lífið mitt breytist. Ekki eins og ég var búinn að ráðgera en samt allt á góðan hátt. Eða bara frábæran, er bæði spennt og bjartsýn á framtíðina.
Þann 10. næsta mánaðar ætla ég að taka út gelgjuna. Pakka henni í tösku og hleypa henni lausri í höfn kaupmannanna. 11. ætla ég og hin fagra Vala svo að heiðra Backstreet Boys með nærveru okkar. VÍÍÍÍÍ!!! Vissi ekki að þeir væru ennþá starfandi tók niður plakötin um leið og ég litaði toppinn minn bleikan og tölti inn í Menntaskólann við Sund. 13. apríl kem ég svo heim og stefnan tekin á að verða orðin fullorðin. (Eins og það muni einhvertímann takast )
Litli bróðir minn staðfesti skírnina sína á pálmasunnudag. Falleg athöfn, falleg veisla, fallegur dagur, fallegur drengur og falleg fjölskylda. Á sunnudaginn næsta ætlar hann svo að halda á bróðursyni sínum undir skírn. Komin tími til þá get ég hætt að kalla hann Hrafnkel Atla (held ég).
Fórum á Ivanov um daginn. Vá segi ég nú bara. Ein sú flottasta leikmynd sem ég hef séð, flottar persónur, vel leikið og bara kemst á topp 10 listann minn. Var ekki eins ánægð með Gosa, hann var ekki alveg að virka á mig.
Sá Brúðgumann í bíó nokkrum dögum áður en við fórum í leikhúsið flott mynd alveg að gera sig. Sá líka 27 dresses ekki eins ánægð með hana en samt góð. Bíð bara eftir að McDremy komi á hvíta tjaldið hann er svo sjarmerandi.
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (5)
Þriðjudagur, 11. mars 2008
Gelgjudraumur að rætast
Bloggar | Breytt s.d. kl. 22:05 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (6)
Mánudagur, 10. mars 2008
Af baðferðum og granadeplasafa.
Ég elska að fara í bað. Ég elska Grey´s anatomy. Ég elska að horfa á GA meðan ég er í baði.
Mér var gefin granadeplasafi, hef aldrei smakkað granadeplasafa. Hann er bara nokkuð mikið góður. Hef ekki hugmynd um hvort hann er hollur eða ekki þar sem innihaldslýsingin er á þýsku.
Well minn skamtur af óþarfa upplýsingu til umheimsins er búinn í dag.
Yfir og út
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)