Færsluflokkur: Bloggar

Lygasaga

Var á röltinu niður Laugavegin þegar ég fékk góðar fréttir og eins og vanalega þegar ég fæ góðar fréttir brýst ég út í söng og dans. En einhver ósvífin vegfarandi var með upptökuvél og tók þetta upp og setti á netið. Jæja ég verð bara að sætta mig við það.

 

everEigið góðan


AF HVERJU.....

.. er svona erfitt að skera beyglur???

Er ekki hægt að skera þær bara og hafa í tveimur hlutum í pokanum?


Þvílík hamingja.

Er til eitthvað fallegra?

 photo

Fallegur

000_0001

Hamingja

000_0003

Ástfanginn

Óðinn og Beta ti hamingju með gullið.


Suma daga

untitled1Er bara best að vakna ekki.

Vaknaði pirruð í morgun, og var pirruð. Byrjaði daginn á því að hvæsa á minn heitt elskaða. Hann vissi ekki alveg hvaðan á hann stóð veðrið, tvöfalt óveður hjá honum greyinu. En með hjálp kuldagalla frá 66´norður lifði hann daginn af. Litli bróðir hringdi svo skömmu eftir að ég var vöknuð og spurði í sakleysi sínu hvort ég vildi koma með honum upp í Gerðuberg og skoða dagskrána sem þar var í gangi. Jújú, hvað gerir maður ekki fyrir litla kallinn. Ég rauk af stað og Ómar upplifði sínar styðstu 20 mínútur þar sem ég sagðist verða tilbúinn eftir 20 mín en stóð svo urrandi fyrir framan hann eftir 7 tilbúinn. Að óskapast yfir því afhverju hann getur aldrei verið fljótur að finna sig til. Nú jæja út fórum við og upp á hið breiða holt pirringurinn var ekkert að minnka og jókst um heilan helling þegar við fundum ekki bílastæði og ég dæmdi Ómar vanhæfan bílstjóra.

Dagskráin í Gerðubergi var mjög flott og vel að henni staðið og var greinilegt að margar fjölskyldur áttu þar glaðan dag. Uppúr kl 15 þá fór að koma meira að fólki og húsið fór að skreppa saman og var orðið að pínu litlu dúkkuhúsi. Þá ákváðum við í sameiningu, öll þrjú að fara bara þaðan út.

Að fenginni reynslu veit sá litli að ég verð pirruð þegar ég er svöng (vaknaði ekki svöng en samt pirruð), svo eftir stuttan neyðarfund félagana var ákveðið að halda í Kringluna og gefa pirringshrúgaldinu að borða. Þar hittum við mömmu og snæddum við öll saman. Ég róaðist pínu en þó ekki mikið. En hún mútta kann lausn á flestum vanda (enda besta múttá í heimi InLove). Hún rölti með mér í skóbúð sýndi mér BLEIKA geggjaða skó og sagði "ef þú verður róleg færðu svona skó" og viti menn med de samme róaðist ég og varð svona líka hamingjusöm.

Seinna í kvöld gerði pirringurinn sig líklegan til að brjótast framm aftur en þá bara fór ég í bleiku skónna. Skopandi um í mumu buxum, póst og símapeysu og bleikum hælaskóm brosti ég það sem eftir lifði kvölds

Ég komst að vísu aldrei að því afhverju ég var svona pirruð. En ættli staða himintunglanna og djúpa lægðin hafi ekki haft einhver áhrif, ég er svo viðkvæm sál.LoL

 

p.s. Ómar lifði daginn af og ætli ég verði ekki extra góð við hann á morgun milli þess sem ég lít uppúr skólabókunumWhistlingÞessi er brosir líka í bleikum skóm


Auglýsingar

Ég hef mjög gaman af auglýsingum eins og fram hefur komið. Nú hljómar í útvarpinnu í hverjum auglýsingatíma þær auglýsingar sem hafa virkað minst á mig. Jú jú ég man hvaða fyrirtæki er verið að auglýsa, er takmarkinu þá ekki náð.

NEI!

Virðulegur útvarpsþulur les. "Það er gott að sofa hjá okkur" ok ég hló og hugsaði sem svo að þetta væri léleg tilraun til að vera tvíræðin. Þulurin les fullt af auglýsingum sem enda allar á .is Í næstu umferð er svo komið aftur að þessu ákveðna fyrirtæki, jú þið ættuð að vera búinn að giska að það er hótel sem er að auglýsa. Virðulegur þulur les "Það er svo gott þegar þetta hvít kemur". Þetta er ógeðsleg auglýsing. Ekki langar mig að gista á hóteli sem auglýsir svona. Jájá ég veit það er verið að tala um snjóinn en vá hversu sóðalegt hótel er þetta.

hotel

Lenti í því um daginn....

 ...að vera étin af ketti.

Var ekki með símann minn á mér þannig að ég þurfti að bíða eftir að katturinn skilaði mér út á nátturulega mátann. Sá í sjónvarpinu áðan að það var maður sem lent í þessu líka. Hann var með síman með sér og gat hringt í konuna sína. Hvað ætli hann hafi sagt? Hvað ætli hún hafi gert? Demm hvað ég þoli ekki þessa auglýsingu. Ef þetta væri ekki annað tveggja símafyrirtækjanna hér á Íslandi sem nefnir eða sýnir síma í auglýsingum sínum, hefði ég ekki munað hver væri að auglýsa. Þar sem ég fyllist kjána-, skömmustu-, viðbjóðs- og pirringshrolli klára ég aldrei að horfa.

(+Funny+Pics)++++scary+cat+1

Meðan ég var að skrifa þetta mætti ég gangandi eyra sem var að hlusta á langbylgjuna.
Össs ég er hætt að horfa á sjónvarpið í kvöld. Ætli ég fari ekki bara að hekla þar sem litla krílið hans Óðins fer að koma í heiminn. Held að það komi í næstu viku þótt að það eigi ekki að koma fyrr en í byrjun febrúar. Veit að þetta verður fallegt barn og afskaplega gáfað þar sem foreldrarnir eru afspyrnu gáfuð. Pabbinn er núna í master í alþjóða viðskiptum (er ég búinn að ná þessu?)Wink
c_documents_and_settings_hjordis_desktop_brain_getting_an_idea_hg_clr

Skólaverkefni

Var að fara yfir skjöl í tölvunni minni. Sá þá vel falið undir öllu rykinu möppu nefnda "skólinn". Þar er að finna gull. Margskonar gull. Ritgerðina sem ég fékk fyrstu 10-na mína fyrir, verkefni í textasmíðum, texta úr áfangi sem snerist um það að skrifa fréttir, fyrstu heimasíðuna mína sem var html kóðuð frá grunni og margt fleirra. Það sem var svo sérstakt við öll þessi verkefni að ég gerði þau af brennandi áhuga. Ég hafði ekki verið í skóla síðan ég hætti í MS árið 2001 og þetta var 2003. Ég tók viðtal við Styrmir Gunnarsson sælla minninga og skrifaði fréttir alla daga. Þarna var línan sett ég sætti mig við það að vera lent og fann að þarna lá áhugin og ástríðan.

Hér er texti sem ég er ekkert sérstakega stolt af í dag but....... Hérna var verkefnið að skrifa texta út frá orðinu náttúra.

Að vera Íslendingur og skrifa um náttúruna er ekkert smá mál, þar sem að náttúran er alltaf hluti af lífinu okkar. Hvert sem við förum um heiminn munum við alltaf eftir fjallinu sem stóð við æskuslóðirnar okkar. Þeir sem ólust upp í Reykjavík muna eftir Esjuni og þeir sem ólust upp á Selfossi muna eftir Ingólfsfjalli.   Og hversu langt sem Íslendingar flytjast burt og hversu miklir heimsborgarar þeir telja sig vera í stórborgunum eins og New York eða L.A. býr alltaf lítill Íslendingur í þeim sem fær heimþrá fyrr eða síðar. Þessi litli Íslendingur innra með fólki sannar máltakið “margur er knár þótt hann sé smár” því hann er svo sterkur að fólk sem rekur ættir sínar til Íslands lengst aftur finnur fyrir honum. Þetta má sjá á vestur-Íslendingum, þau búa í Kanada og leggja mikið á sig til að læra það hrafnamál sem íslenskan er og ferðast margar sjómílur frá fæðingarbæ sínum til Íslands, til þess eins að efla tengslin við fortíð forfeðra sína og heimsækja landið sem þeir yfirgáfu. Svo djúp áhrif hefur nátturan á Íslendinga að mörg íslensk tónskáld og textahöfundar semja lög um móðurjörðina og náttúruna frekar en frelsi heimsins. En ást og náttúra haldast oft í hendur í sönglögum og í lífinu sjálfu, margir Íslendingar hafa átt sína rómantískustu stundir úti í náttúrunni og margir jafnvel skellt sér á skeljarnar og beðið sinnar heittelskuðu eða jafnvel gift sig undir berum himni í faðmi náttúrunnar. En hvað er í gangi á Íslandi núna? Hefur hluti Íslendinga dópað litla Íslendinginn sinn niður með peningagræðgi? Búið er að rífa í sundur stóran hluta hálendisins til þess eins að búa til rafmagn, en nóg var til að því áður til að lýsa upp Ísland og vel það. Nú á að selja rafmagnið til útlanda svo Íslensk náttúruspjöll geti lýst upp fleiri þjóðir.   Hinsvegar, er litli Íslendingurinn hugsanlega orðinn of stór og frekur? Af hverju má ekki taka hluta af hálendinu, hluta sem engin vissi af? Frekar á að nota þennan hluta til að byggja upp atvinnu, og atvinna eru jú mikils virði fyrir þjóðina, annars mundum við bara flytja út fólk í stað rafmgns og þá kemur enginn peningur til landsins. Nema þá þegar börn einhversstaðar í heiminum, líklegast í Danmörku, standa í sömu sporum og Kanada menn  gera í dag fara viku túr í kringum landið annaðhvert ár. En þá verður kannski bara engin eftir til að sýna þeim landið. Þá myndi fólkið skoða það sem var, þar sem allir Íslendingar eru flúnir úr landi útaf stór yfirráðum litla Íslendingsins á alþingi. Þau máttu undir það seinasta ekki einu sinni veiða sér rjúpu til að borða á jólunum.   Og af hverju er ráðherra að skipta sér að því hvort fólk veiði sér rjúpu til matar eða ekki? Íslendingar hafa nú gert þetta í tugi ára og alltaf hefur rjúpunni tekist að fjölga sér í dauðatygjunum.  Hvort sem Kárahnjúkarvirkjun stendur undir sínu eða ekki, hafa Ítalirnir skaffað fjölda manns tímabunda vinnu við launasamninga, heilbrigðisstörf og síðast en ekki síst komið í veg fyrir gúrkutíð hjá fjölmiðlum margoft, þá finna Íslendingar alltaf ráð til að lifa af því að Ísland er nú samkvæmt áræðanlegum heimildum “best í heimi”

Er að byrja í kvöldskóla MH á morgun ættla að dusta rykið af heilanum áður en ég ræðst í stóra verkefnið í haust. Vona að ég laumi á einhverjum 10 þar.

 

 


FÓLK

crb408011
Undanfarin ár hef ég stundað mannhegðunarrannsóknir. Þær rannsóknir fela það í sér að manneskja sem samkvæmt öllum pappírum ætti að fara í taugarnar á mér gerir það ekki. Heldur kýs ég að skoða hegðun manneskjunnar frá ýmsum hliðum. Til að mynda fólk sem haldið er ofboðslegri mannfyrirlitningu reyni ég að sjá hvernig hún sér heiminn. Einhver sem ríkur upp af minnsta tilefni. Ég reyni að finna hvar mörkin liggja og dansa svo línudans á mörkunum. Frekar erfitt starf. Reynir á taugarnar og húmorinn. Ég reyni að sjá það góða í hverri manneskju. Photo-Faces-00Því ég vil trúa að í hverri sál sé örlítil arða af góðmennsku.
Í sumum tilfellum er hún svo lítil að hún er vart mælanleg en er þó til staðar. Alltaf er það undantekningin þó sem sannar regluna. Því miður í þessu tilfelli. Því til að sanna kenninguna um að eitthvað gott finnist í öllum hlýtur að vera einn sem ekkert gott finnst í.  Sagt hefur verið að það sé ekki lagt á eina manneskju meira en hún ræður við. Það sé ekki aðalatriði hvað sé á herðar okkar lagt heldur hvernig við vinnum úr því sem á okkur er lagt. Í sumum tilfellum hefur sá sem úthlutar þyngdinni misreiknað sig. Changing%20Faces%20FaceHef ég horft upp á fólk sem ræður ekki við þyngdinni, sligast undan henni og að lokum er þrekið búið. Þá til að lifa, í þeirri merkingu að anda, er gripið í öflugt afl. Afl sem getur drifið þig áfram af þvílíkum krafti að þú telur þér trú um að þú sért lifandi. Þetta afl ber mörg nöfn. Hatur, illska, biturleiki, reiði. Þú ert ekki lifandi ef þú stjórnast af reiði. Þú getur ekki elskað ef þú hatar. Það er illmögulegt að elska þig ef þú er bitur. Hver sú hindrun sem lögð er fyrir okkur er til að sigrast á. Hvert fjall sem verður á vegi þínum er til að klifra. Hver sagði að lífið væri skemmti skokk? Lífið er hindrunarhlaup, hvað er gaman að hindrunarhlaupi án hindrana? faces5

Þroskasaga stúlku

Mikið rosalega er gaman að fylgjast með eigin þroskasögu. Ég var að lesa gamla bloggið mitt. Sem ég byrjaði með þegar ég var í Iðnskólanum 2003. Þar var færsla um þegar komið var inn á heimilið okkar og stolið nokkrum verðmætum. Við vorum vakandi, sátum inn í stofu. Það hvarflaði ekki að okkur fyrr en alltof seint að við værum ekki ein. Við erum nú búinn að jafna okkur á þessu að mestu. En svakalega hló ég þegar ég las þessa færslu sem var skrifuð 13. september 2006. Á ekki lengri tíma en þetta finnst mér ég hafa þroskast þó nokkuð mikið og leyfi sjálfri mér að efast um að ég mundi bregðast eins við í dag. Ákvað að laga færsluna ekkert svo breytingin á mér sjáist en betur.
Mikið hrikalega getur fólk(ef fólk skildi kalla) verið kalt og heimskt. Á sunnudagin sátum ég og Ómar inn í stofu að horfa á þátt um 9/11. Þegar við heyrum eitthvert hljóð frammi. ég lækka niður í sjónvarpinu og hlusta en heyri ekkert meir og geri bara ráð fyrir að þetta hafi verið í konunni uppi. Stuttu seinna heyrum við aftur hljóð ég lækka aftur í sjónvarpinu nema í þetta skiptið rjúkum við bæði fram. Þá hafði einhver eða einhverjir farið inn tekið lyklana sem voru í skránni, myndavélatöskuna með vélinni, aðdráttarlinsunni og öllu sem tilheyrir myndavélinni. Þetta var vél upp á 150þús rúmar. Einnig ákváðu þeirr að fara í innaná vasan á jakkanum hans Ómars sem hékk á snaganum við hliðiná klósetthurðinni og tekið veskið hans með öllum kortunum hans.
Þar sem okkur grunaði ekki að þeirr sem hefðu komið inn hafi farið svona langt datt okkur ekki í hug að athuga með veskin þannig að þetta uppgvötaðist ekki fyrr en kvöldið eftir. Þá létum við loka öllum kortunum en samt hafði þeim tekist að eyða helling m.a. 5000kr á Hlöllabátum hversu mikið af hlölla þarftu að kaupa???

En skítt með peninga og myndavélina.Það fáum við bætt en það sen við fáum ekki bætt er óhugnanlega tilfinningin að einhver hafi komið inn á heimilið mitt óboðinn og óöruggið og vannlíðan sem fylgir því að vera hræddur á eigin heimili. Mér brá svo að mánudag og þriðjudag var ég í rusli og þurfti lítið annað en að bjóða mér góðan daginn til að ég brysti bara í grát.

Það er búið að kæra þetta og löggan er að ransaka málið. En ég held að það sé vonlítið að fá myndavélina aftur eða réttara sagt myndirnar sem voru inn á henni. En ég ákvað að láta ekki einhverja smá sálir sem bera ekki meiri virðingu fyrir fólki en að æða inn á þeirra helgasta stað og skjól sem heimilið er og saurga það, skemma meira fyrir mér en 2 daga. Auðvitað mun maður vera varkárari í framtíðnni að læsa dyrunum ALLTAF þótt að við séum heima (höfum vísu alltaf gert það en greinilega klikkað í þetta skipti) og ganga vel frá öllum gliuggum.

Nú er ég ekki lengur hrædd eða sár er bara svo reið að ef einhver reynir e-h svona aftur heima hjá mér hvar sem það verður er hann í vondum málum.

Sef að vísu enþá með hamar í náttborðsskúffinni :o)

en nóg í bili kv Ólöf ÓGURLEGA

 

Tek það fram að hamarinn er farinn úr náttborðskúfunni. Eigið góða helgi. Og munið að segja þeim sem þið elskið að þið elskið það, með orðum eða gjörðum.bleikblom

 


Lífsgæðakapphlaupið

Ég sogast inn í hringiðju lífsgæðakapphlaupsins. i30_top_image  Er ég að tapa mínum lífsviðmiðum? NEI allt á sér eðlilegar skýringar. Ég datt í lukkupottinn.

blandari

« Fyrri síða | Næsta síða »

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband