Færsluflokkur: Bloggar
Mánudagur, 12. nóvember 2007
ímyndunarafl borgar óttans
Þoli ekki góða staði. Þegar maður er að taka til og ákveður að setja eitthvað á góðan stað. Og man svo ekki hvar þessi góði staður er. Er að hugsa um að búa til skáp sem heitir góður staður. Setja allt þangað sem mér finnst að þurfi að vera á góðum stað.
En mikið rosalega er ég ánægð að það hafi loksins verið eitthvað gert við hinum hörmulega leikfangaskorti sem hefur verið í landinu undanfarna áratugi. Börnin dagsins í dag hafa hreinlega þjáðst sökum þess. Ég get meira að segja ljóstrað því upp núna. Um daginn þegar ég var á leiðinni heim úr vinnunni þá sá ég barn úti að leika og það var að nota ímyndunaraflið. Ég var mjög hissa. Næstum því jafn hissa og þegar ég gekk heim og sá hversu heimskuleg bílaómenningin er hér í borg óttans. Fussum svei að maður skuli vera partur af þessu þegar maður er sjálfur á bíl. Vona að ég geti flutt úr Reykjavík sem fyrst.
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (4)
Fimmtudagur, 1. nóvember 2007
Að gefast upp eða draga sig í hlé.
Að draga sig í hlé er ekki það sama og að gefast upp. Að taka meðvitaða ákvörðun um að stoppa áður en ég gefst upp er ekki það sama og gefast upp. Styrkurinn í að draga sig í hlé er meiri en niðurlægingin við að gefast upp, að geta ekki. Að koma aftur þegar ég er orðin sterkari. Að vinna í því að gera mig sterkari. Að ná yfirhöndinni yfir líkama mínum og sál.
Þótt vinir haldi í sitthvora áttina og lifa sínu lífi með sínum og sínum draumum þarf það engu að breyta. Vinur er alltaf bara einu símtali í burtu, einu sms, einu brosi og alltaf tilbúinn til að hlusta hlæja og gráta með þér. Eða bara þegja saman.
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (4)
Þriðjudagur, 23. október 2007
Gúrkur eru ekki vondar, bara alls ekki góðar.
Er að eta eina núna og hún er bara ekki að gera sig svona eintóm. Kannski ég borði tvær eða þrjár þá er hún ekki ein-tóm.
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (4)
Miðvikudagur, 17. október 2007
ÉG GET ALLT.....
Bloggar | Breytt s.d. kl. 01:07 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (9)
Miðvikudagur, 10. október 2007
Ég er
Ég er botnlaus pyttur hugsana og ótekna ákvarðana framtíðar og fortíðar.
Þegar upp er staðið í lok dags er ég ekki starfstitill. Ég er ég mótuð af fortíð minni til undirbúnings fyrir framtíðina. Ég er vaxandi sál. Rísandi sól og mín eigin leiðarstjarna. Með hjálp góðs fólks sem leiðbeinir mér líkt og áttaviti skila ég mér heilli á áfangastað. Tek nýja stefnu og man eftir að reikna misvísunina með.
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (5)
Þriðjudagur, 25. september 2007
stormur í myrkri
Úti barði rigningin rúðuna og vindurinn gnauðaði. Það var myrkur úti. Klukkan var rúmlega 9 á septemberkvöldi. Hvergi sást til byggða. Ég leit með skelfingu í augu bílstjórans og fann um leið hjarta mitt berjast um í brjósti mér. Með herkjum gat ég stunið upp "hérna". "Já" sagði hann "út og beint áfram". Ég hálf datt út úr háa jeppanum og á eftir mér komu þrjár manneskjur sem ég kunni engin skil á. Við gengum ofurvarlega yfir kindagirðingu. Þegar við vorum komin yfir bakkaði bíllinn og ljósin sem veitu okkur smá birtu í myrkrinu hurfu. Shit hvaða vitleysi er ég búinn að koma mér í?
Svona upplifði ég fyrstu mínúturnar á fyrstu æfingunni minni, sem nýliði 1 hjá hjálparsveit skáta Reykjavík.
Ferðin var farin um seinustu helgi. Námskeiðið rötun og ferðamennska var haldið á Úlfljótsvatni og var frá föstudagskvöldi fram að seinni part sunnudags. Og var alveg hryllilega gaman en jafnframt hryllilega erfitt. Fannst mér allavegana. En fúffen búffen hvað ég var hrædd þegar við fórum útur bílnum á laugardagskvöldinu. Æfingin fólst semsagt í því að okkur var skipt upp í fjögra manna hópa sem fengu svo ákveðna leið sem þeir áttu að ganga. Eina hjálpartækin voru gönguljós, kort og áttaviti. Við gegnum að bænum Krók sem er eyðibýli tókum stefnuna þaðan á Grafningsrétt og síðan á KSÚ. Veðrið lék við okkur og vann. Það var rigning og ROK. Og já svartamyrkur var ég búinn að minnast á það? Tókum svo skriflegt próf á sunnudeginum. Fæ að vita úr því á eftir vonandi.
Ég á svona og veit hvað allar tölurnar þýða.
Bloggar | Breytt s.d. kl. 19:35 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (12)
Miðvikudagur, 19. september 2007
Ég fór í göngutúr í gærkvöldi og mætti fljúgandi húsi
Eða þannig lagað. Fór í göngutúr og ætlaði að bjóða nýjan nágranna velkomin í hverfið, búinn að baka eplaböku og alles, en þá var nýi nágranninn bara úpptekin við að koma sér fyrir. Ég smellti nokkrum myndum af honum á síman minn og fylgdist með eins og margir fleiri íbúar hverfisins. Þegar hann hafðu svo komið sér fyrir klöppuðu allir. Nágranninn nýi var reyndar svo eftir sig eftir flutningana að ég fór bara heim með eplakökuna og borðaði hana sjálf.
Heyrði reyndar fólk vera að tala um að það væri ný fjölskylda að flytja um helgina aðeins ofar í götunni og ætlar fólk að fjölmenna að og fylgjast með þeim koma sér fyrir. Verst að ég kemst ekki til að bjóða þau velkominn. Verð upptekin við að týnast upp á Úlfljótsvatni.
p.s. Svona án gríns afhverju hefur ekkert komið fram hver á þetta hús og afhverju hann valdi að flytja það þangað. Hvernig ætli þeim hafi liðið á meðan flutningunum stóð.
Bloggar | Breytt s.d. kl. 18:32 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
Laugardagur, 15. september 2007
Laugardagur til.....
Mikið rosalega eru laugardagar yndislegir þegar maður er ekki að vinna. Er búinn að vera að dúlla mér við að vakna síðan kl 9:30. bobobob hafragrauturinn er tilbúinn skrifa á eftir. Ættla að skokka út og kaupa mér te og hárnæringu.
Hver sagði að sunnudagar væru til sælu??? Laugardagar eru jafnvel til en meiri sælu.
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (6)
Mánudagur, 3. september 2007
Of ung.
Mikið rosalega fer í taugarnar á mér að heyra orðin "og þú svona ung" við allskonar tilefni.
Oft hef ég heyrt þetta og frá fleiri en einni manneskju þegar ég tilkynni mig veika í vinnu. Ég er ekki með fulla orku það veit ég, og hef reynt að segja yfirmönnum mínum það en margir skilja í einn dag eða svo. Þá hef ég heyrt þessi orð "og þú svona ung" Já ég er svona ung. Mig hefur oft langað til að spyrja fólk sem segir þetta hvert aldurstakmarkið er að fá að vera veikur. En í samviskubitskasti þori ég ekki að segja neitt. Læt yfirmenn niðurlægja mig. Eins og það sé ekki nógu erfitt að hafa ekki fulla orku. Þurfa að sætta sig við það að vera svona ung og þurfa oft að hafa tvisvar sinnum meira en jafnaldrar mínir fyrir einföldum hlutum eins og að vakna, borða og sofa. Þrjóskan, jákvæðnin og lífsgleðin hafa oft gert mig að betri starfsmanni en þeim sem mættir alltaf og vinnur aukavinnu allar helgar en þolir samt ekki starfið sitt. Ef ég ákveð að gera eitthvað, eins og að sækja um ákveðið starf, sinni ég því starfi eins og ég best get. Betur get ég ekki gert.
Tékkið á þessum hann er þó ekki að ljúga.
http://www.hallmark.com/wcsstore/HallmarkStore/images/products/ecards/nfg1969.swf
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (9)
Mánudagur, 27. ágúst 2007
Ljóðasulta
|
Stolið af vefnum Hugleikur.is
Bloggar | Breytt s.d. kl. 21:05 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (3)