Færsluflokkur: Bloggar
Þriðjudagur, 21. ágúst 2007
The end
Ég leit á klukkuna og sá að það var komin tími til að athuga með baðið. Ég hafði beðið eftir þessari stundu frá því mjög snemma í morgun. En ég fékk ekki að njóta þess eins og mig langaði.
Ég rankaði við mér næst inní köldu herbergi í gamaldagsbyggingu. Mér var sagt að rifja upp seinustu klukkutíma. Klukkutíma sem ég vildi að aldrei hefðu liðið. Að þeir hefðu bara hoppað hjá og allt sem átti að gerast á þessum tíma hefði aldrei gerst og líf mitt væri jafn gott og það var fyrir sólarhring síðan."Dagurinn byrjaði mjög snemma."
Byrjaði ég.
"Óvenju snemma því maður minn"
ég hikaði þetta orð olli mér ógleði.
"þurfti að mæta í flug fyrir allar aldir. Ég vaknaði með honum til að sjá til þess að allt væri með og og tryggja að hann mundi ekki vekja börnin"
Börnin hugsaði ég, Ég má ekki hugsa um börnin
" En alltaf tókst honum að laumast inn til þeirra og vekja þau. Til þess eins að kveðja og láta vita að hann væri að fara. Hann fór út þegar leigubíllinn kom. Þá sat ég eftir klukkan fimm að morgni með vakandi börn sem áttu ekkert erindi út í daginn fyrr en leikskólinn opnaði klukkan 7. Með stírurnar í augunum spurði dóttir mín og afmælisbarn dagsins hvort afmælisveislan hennar væri byrjuð hvort hún væri núna orðin fimm ára.Ég svaraði henni að firrst færi hún í leikskólann svo væri afmælisveislan.Þarf að muna að hringja í leikskólann. Ættli það sé kanski til eitthvað sérstakt eiðublað?
Glaðvakandi gekk strákurinn framhjá með eitt snuð í munninum og tvö í hendinni og tilkynnti mér að hann væri farinn út að leika. Klæddur í samfellu með bubba byggir mynd æðir hann inn í forstofu og og byrjar að troða sér í stígvélin. En hvað lífið er notalegt þegar maður er 18 mánaða. Til að láta tímann líða ákvað ég að fara með þeim í sund.
Siðan leið dagurinn eins og allir hinir framan af. Fara með börnin í leikskólann,fara í vinnuna, sækja börnin í leikskólann og fara með heim. Það sem var öðruvísi við þennan dag að það var afmæli eftir leikskóla. Fjórir krakkar úr leikskólanum komu með heim og fengu kökur og fóru í leiki. Hefðbundið fimm ára afmæli. Ein af vinkonunum fékk að gista og svaf inn í herbergi hjá krökkunum. Ég gekk frá eftir afmælið eftir að krakkarnir voru sofnuð . Lét síðan renna í bað og fékk mér ein tebolla meðan ég beið eftir baðinu.
Fórstu einhvern tíman ofaní baðið? spurði hann.
já það gerði ég. Þegar ég var komin ofaní baðið og fann að þreytan var byrjuð að líða úr skrokknum heyrði ég eitthvað þrusk frammi. Ég spenntist öll upp og hlustaði betur. Hélt kannski að eitthvert barnanna væri vaknað. Ég heyrði ekkert meir og reyndi að slaka á aftur. Stuttu seinna var ég komin í minn eigin heim afslöppunar. Skyndilega heyrði ég háværan hvell ég rankaði við mér aftur og hálf reis upp úr baðinu. Ég heyrði annan og fattaði þá hvaða hljóð þetta var. Ég rauk af stað. Ég heyrð þriðja hvellinn og æpti af öllum lífs og sálarkröftum. Það var eins og tíminn hefði hægt á sér. Ég ætlaði aldrei að komast að mér fannst að herbergi barnanna. Þegar ég loksins kom að herberginu stóð hann þarna á miðju gólfinu. Ég þekkti hann varla í daufri skímunni frá næturljósinu. fyrirgefðu var það eina sem hann sagði áður en fjórði hvellurinn kom. Ég kveikti ljósið. Sá fullt af blóði og fjóra fallega líkama sem lágu lífvana, þrjú í rúmum alsetum blóði og fjórði á gólfinu. Það eina sem ég hugsaði þegar ég stóð frosin í dyragættinni var. hvernig segi ég foreldrum frá því að barnið þeirra sé dáið?
vissir þú að maðurinn þinn fór aldrei út á flugvöll?
nei
vissir þú að hann ætti byssu?
nei
voru einhverjir erfiðleikar í hjónabandinu? Ósætti af einhverju tagi?
já við vorum ósamála aðgerð sem ég fór í í seinustu viku
hvaða aðgerð var það?
ég fór í fóstureyðingu hann vildi ekki að ég færi hann vildi eignast fleiri börn
Lögreglumaðurinn stóð upp gekk til mín klappaði mér á öxlina og gekk út. Ætli ég geti grátið núna?
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (10)
Fimmtudagur, 9. ágúst 2007
Alltaf að prófa eitthvað nýtt.
Langaði að gera eins og sumir eru að gera, blogga sögur. Ákvað að skella saman í eina.
Ég sit ein við gluggann í eldhúsinu með tebollann minn. Það er algjört hljóð fyrir utan suðið í ísskápnum og vinalegt tikkið í eldhúsklukkunni. Það er dimmt úti. Eina birtan er frá kertinu í glugganum og skíma af ljósastaurnum hinum megin við götuna. Himinninn er alsettur skýjum svo máninn getur ekki hjálpað ljósastaurnum að lýsa ljósi inn um gluggann minn. Ef máninn hefði krafta til að lýsa í gegnum skýin. Ef ljósastaurinn gæti gefið frá sér hljóð myndu þeir báðir, ljósastaurinn og máninn, láta mig vita af manneskjunni sem hljóðlaust var að nálgast húsið mitt bakdyramegin. Að mér sækir undarleg tilfinning. Tilfinning sem mér sem barn var kennt að væri bara garnagaul eða þreyta. En þessi tilfinning var sterkari en það. Eitthvað sem ég ekki sá né heyrði í var að gefa mér merki. Gefa mér merki um að hlusta, vera tilbúin, hlaupa.
framhald síðar
Bloggar | Breytt s.d. kl. 02:46 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (14)
Miðvikudagur, 8. ágúst 2007
Tebollinn minn
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (3)
Miðvikudagur, 8. ágúst 2007
Takk takk takk
Hef ekki haft tíma til að kíkja inn á bloggið mitt síðan síðasta færsla fór inn. En þegar ég las athugasemdirnar frá ykkur kæru vinir var orðið takk mér efst í huga.
Þar sem ég er á fullu að pakka niður og skoða lestar áætlanir er ég að hugsa um að setja inn eina gamla færslu sem ég er nokkuð ánægð með. Smá þakklætisvottur til ykkar.
Þið eruð frábær.
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Mánudagur, 6. ágúst 2007
Draumurinn
Ég hef alltaf ætlað mér að skrifa bók. Eina bók. Veit ekki ennþá um hvað hún á að vera en skáldsaga skal það vera og nafnið mitt á kápunni. Ég hef oft fengið hugmyndir að sögu, aðalpersónum, aukapersónum og upphafi, en aldrei enda. Oft á dag fæ ég líka hugmyndir að bloggfærslum, smásögum, ljóðum, viðtalsefni, umfjöllunarefni og fréttum. Oftar en ekki er ég búinn að semja textann í huganum. En eins og svo margt annað í þessum hraða heimi týnist það, verður að engu gleymist og hverfur í huga fullan af tannlækna tímum, innkaupalistum og símanúmerum. Ég hef oft velt því fyrir mér að ganga um með upptökutæki eða blokk og blýant og skrifa niður þessar hugmyndir svo ég geti þá unnið úr þessu seinna eða allavegana svo þetta týnist ekki alveg jafn hratt. Hef bara aldrei látið verða að því. Kannski ég geri það í sumar geri svona smá tilraun og athuga hvort hugmyndirnar mínar eru eitthvað til að tala um eða vinna meira úr. Þó það væri ekki nema mér til ánægju og yndisauka.
Frá því að ég var lítil hefur mig langað til að verða fréttakona. Þegar vinkonur mínar litu upp til og vildu verða alveg eins og einhver söng-eða leikkona horfði ég á fréttirnar og vildi verða eins og Elín Hirst, Edda, eða Jóhanna Vigdís. Svo fóru hormónin að flæða í allt of miklu magni um líkamann minn og ég fékk þá flugu í höfuðið að ég gæti bara ekki verið fréttakona. Fyrir því voru þrjár ástæður: 1) Ég var ekki nógu góð í stafsetningu og gæti því aldrei skrifað flottan texta. 2) Ég væri svo ljót að ég gæti aldrei unnið í sjónvarpi. 3) Ég hefði svo ljóta rödd að ég gæti ekki verið í útvarpi. Þá eru nú ekki margir miðlar eftir ef einhver. Þar af leiðandi vissi ég ekkert hvaða stefnu ég ætti að taka og ráfaði um stefnulaus að reyna að finna eitthvað sem ég gæti hugsað mér að vinna við. Vissulega hefur þessi leit mín leitt mig á marga staði og ég hef lært fullt af hlutum og kynnst fólki sem ég hefði aldrei hitt. En nú hef ég fundið stefnuna og hægt og rólega minka sveiflurnar og ég nálagst ákvörðunar stað. Mikið ofboðslega er það mikill léttir að vita hvað maður vill. Að leita aftur í barnssálina og spyrja hana "hvað var það sem við ætluðum að verða" hlusta á svarið og láta drauminn sem hefur alltaf átt heima í hjartanu mínu rætast. Ég ætla að verða fréttakona og rithöfundur.
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (11)
Fimmtudagur, 2. ágúst 2007
Langar að prófa svona punktablogg.
- Byrjaði í gær að vinna á nýjum stað.
- Í gær var ég allan daginn á námskeiði.
- Ákvað í strætó að kíkja til ömmu og afa í Hafnarfirði.
- Gramsaði í öllum gömlu hannyrða blöðunum hjá ömmu að uppskrift að fallegu teppi til að hekla.
- Amma og afi buðu okkur í mat.
- Reynir Örn kom líka
- Það var voða kósý. Takk fyrir okkur Amma og afi.
- Fór í dag í nýja húsið sem nýja vinnan mín er í og var að hamast við að gera allt klárt
- Má ekkert segja um fyrirkomulag nýju vinnunnar fyrr en í október.
- Maturinn er tilbúinn.
- Ég er farin að borða
- Verði mér að góðu.
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (6)
Mánudagur, 30. júlí 2007
Hamingjan og ég
Ég og hamingjan skildum aldrei hvort annað,
og eflaust má kenna það vestfirzkum framburði mínum,
en hún var svo dramblát og menntuð og sunnlenzk í sínum,
og sveitadreng vestan af landi var húsi hennar bannað.
Það hæfir ei neinum að tala um töp sína og hnekki,
og til hvaða gagns myndi verða svo heimskuleg iðja?
Samt þurfti ég rétt eins og hinir mér hjálpar að biðja,
en hamingjan sneri sér frá mér og gengdi mér ekki.
Og loksins varð sunnlenzkan eiginleg munni í mínum,
og málhreimur bernskunnar týndist í rökkur hins liðna.
Ég hélt, að við slíkt myndi þel hennar glúpna og þiðna,
en þá var hún orðin vestfirzk í framburði sínum.
Steinn Steinarr
Ég er svo þreytt. Ég á ekki orku dropa eftir, stundum langar mig til að gefast upp. En það er ekki í boði ætla ekki að gefast upp ekki eftir alla þessa vinnu og allan þennan sársauka.
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (3)
Föstudagur, 20. júlí 2007
Fyrr má nú aldeilis vera vanþakklætið.
Sumir eru svo innilega vanþakklátir að ég get ekki orðum bundist. Sumarið hér á landi er búið að vera yndislegt. Sólin leikið um okkur alla daga og gert okkur glöð og fallegri. Það kemur einn rigningadagur og innra eðli sumra kemur í ljós. Bullandi vanþakklæti.
Þannig var að í dag ákvað ég að fara út og athuga hvort grasið í garðinum væri ekki að jafna sig eftir illa meðferð vinnuskólans. Fyrir tæpri viku dreifði ég blákornum og grasfræjum svo grasinu liði betur. Einnig hef ég samviskusamlega farið út á hverju kvöldi og vökvað allan garðinn. Þannig fyrir hönd garðsins var ég ánægð að það væri komin rigning. Valhoppaði útí garð raulandi mér finnst rigningin góð lalalalala.
Þegar ég er að rýna í grasið sé ég 2 laufblöð liggjandi í grasinu. Í haustlitunum dimm rauðum og haustgulum. Stóra tréð í garðinum er farið í fýlu. Ég meina einn rigningardagur og það fer að fella lauf og láta eins og það sé haust. Það er náttúrulega ekkert nema frekja og vanþakklæti.
En fyrir þá sem höfðu áhyggjur þá heilsast grasinu mínu vel.
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (3)
Miðvikudagur, 18. júlí 2007
Að finna upp hjólið....
Eða allavegana að fatta hjólið aftur. Fengum hjól í láni hjá frænku minni meðan hún er erlendis í orlofi. Mikið rosalega er þetta skemmtilegur ferðamáti. Æðislegt að bruna eftir götunum. Já götunum þar sem hjólreiðastígar eru ekki margir í Rvík. Finna ferska loftið leika um andlitið og telja flugurnar sem þú kremur með andlitinu. Er nefnilega ekkert svo erfitt að hjóla. Kom mér á óvart hvað það er bara létt. Draumurinn er að fá dömu fjallahjól með körfu og bögglabera. Ohh er svo mikil draumóra dama að ég sé mig alveg fyrir mér hjóla heim með blómabúnt og hatt í körfunni. Svo stoppa ég lít í kringum mig og flissa. Sting svo einu blóminu í hárið á mér og hjóla svo heim.
Hef haft miklar áhyggjur af unga fólkinu sem er að vinna með mér í sumar sem eru öll með I-poda í eyrunum. Það eitt er nú í lagi ef þetta væri ekki svona hátt stillt að það bergmálar um allar sveitir. Hef áhyggjur að þau verði hreinlega bara heyrnalaus um tvítugt.
Er reyndar að spá í að fjárfesta mér í I-pod þegar ég fer út seinna í sumar. Langar rosalega í bleikan þar sem ég er voðalega bleik. Fyrir þá sem eru líka mikið fyrir bleikt bendi ég á að kíkja á http://www.pinktoolbox.co.uk/ . Langar rosalega í eins og 1 stk af hverju.
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
Fimmtudagur, 7. júní 2007
Tebollinn minn.
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (3)