Færsluflokkur: Bloggar
Miðvikudagur, 15. september 2010
Wagga wagga hey hey
Ég misreiknaði aðeins veðrið í morgun þegar ég fór út og fór út í kvartbuxum, stuttermakjól og lopapeysu. Engin trefill, engir vettlingar og engin húfa. Mér var svo kalt á leiðinni heim að ég var að hugsa um að gera eins og dýrin að leggjast á heita gangstéttina og hafa það kósý þar. Hætti við það og jók heldur í gönguna heim.
Var hjá sjúkraþjálfara áðan sem meiddi mig frekar mikið og lagði mikla áherslu á að ég ætti að ganga með spotta uppúr hausnum alla daga og búa til undirhöku (ekki að það sé eitthvað erfitt þar sem það eru þrjár þar fyrir)
Kíkti í prufutíma í Stott Pilates í kramhúsinu í gær. Var ekki alveg viss á tímabili hvernig ég snéri eða hvaða útlimur ætti að vera hvar svona dagsdaglega. En að lokum náðu ég að púsla öllu saman og standa upp. En ég er að hugsa um að halda þessu áfram. Var nokkuð sátt við líðanina í skrokknum eftir á bakið virðist ætla að gefa mér grænt ljós.
Skólinn er bara í góðum gír. ÉGvar búin að skrá mig í 40 einingar og ætlaði sko að massa þetta en í morgun ákvað ég að láta skynsemina ráða og sagði mig úr einum 10 einingar áfanganum svo núna er ég "bara" í 30 einingum. Er að byrja í aukafaginu sem er Þjóðfræði og er nokkuð sátt við það. Svo einhverntíman c.a. í kringum árið 2090 útskrifast ég með BA í ritlist með þjóðfræði sem aukafag. Þá verður sko PARTÝ á elliheimilinu.
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
Þriðjudagur, 8. júní 2010
Rithöfundasjálfið mitt, skáldaandinn og ég
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Mánudagur, 7. júní 2010
Húsið og ég
Haustið 2009 byrjaði ég í Ritlist í Háskóla Íslands. Námið snýst um að þjálfa nemendur í að skrifa texta og temja sér skapandi hugsun. Námið byggir á vinnusmiðjum og almennum kúrsum í bókmenntasögu og bókmenntafræði.
Vikulega eða því næst skilum við inn verkefnum sem við höfum samið eftir lauslega gefnum fyrirmælum.
Hérna langar mig að birta það sem ég hef verið að skrifa og biðja ykkur kæru lesendur að skilja eftir smá orð um textann. Ég þarf að læra að taka gagnrýni svo endilega verið hreinskilin ( innan marka skynseminnar þó).
Hér er fyrsta verkefnið. Fyrirmælin voru -göngulag- 2500 orð.
Húsið og ég
Þegar ég geng samhliða sólinni um Þingholtin á morgnana, rétt áður enfuglarnir byrja að syngja, heyri ég fótatak mitt óma. Það er líkt og í hverju skrefi vilji það bjóðaheiminum góðan dag og þakka fyrir að fáað slá taktinn enn á ný.
Þegar ég geng slæ ég taktinn meðfótunum. Jörðin spilar hljóminn. Samanmyndum við göngulag.
Það er misjafn hljómur í hverjuhúsi, í hverjum stíg, takturinn í mér er líka misjafn. Á hverjum degi, á hverri leið, íhverju húsi myndast nýtt göngulag.
Þegar ég geng inní húsin reyni ég aðhlusta eftir því hvernig húsinu líður. Kannski var mikið búið að rífast íhúsinu rétt áður en ég kom og húsið er hrætt, dregur sig í hlés og reynir aðláta sem minnst fyrir sér fara. Þá er húsið lágraddað og hljómurinn varlaheyrist.
Í öðrum húsum ríkir gleði meðal íbúanna oghúsið tekur undir og brakar og ískrar í hverjum takti og hlær.
Verst finnst mér þó að koma inn íhúsið þar sem fyrsti eigandi þess dó. Þó að það sé langt síðan er húsið ennsorgmætt og grætur í hverjum takti sinn fyrsta íbúa sem dekraði við það svo velþegar það var bara ungt nýbyggt hús, ómálað og litlaust. Íbúinn blístraði samalagstúfinn þegar hann málaði húsið áfallegum sumardögum, dyttaði að eldhúsinnréttingunni á haustkvöldum og kveiktiupp í arninum á köldum vetrarmorgnum. Þegar ég slæ taktinn í þessu húsi spilarþað þennan lagstúf og engist um af sorg og söknuði. Í dag syngur enginn í þessuhúsi né hugsar fallega um það. Í dag eru íbúarnir ólánsfólk sem hvorki ég néhúsið getum bjargað.
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Miðvikudagur, 12. ágúst 2009
Ég er eins og ég er, hvernig á ég að vera eitthvað annað, hvað verður um mig ef það sem ég er er bölvað og bannað.
Oft áður hef ég tuðað og sveijað yfir bloggurum sem hefja færslurnar sínar á því að tilkynna að þeir séu andlausir, hafa ekkert að segja eða eitthvað í þá áttina. Þess vegna ætla ég að skrifa heila færslu um mitt andleysi sem hefur ríkt undanfarið.
Frá því að ég man fyrst eftir mér hef ég átt í stanslausum samræðum. Þessar samræður hafa bæði verið einhliða, tvíhliða oft á tíðum jafnvel marghliða. Samræðurnar hafa átt sér stað á milli mín og annars fólks eða jafnvel bara milli mín og mín. Enn í dag stend ég mig af því að vera að tala upphátt við sjálfa mig á meðan ég er út að ganga eða ein heima. Þegar ég man að það sæmir ekki ágætlega heilu fólki að spjalla við sjálfan sig svona útí loftið á almanna færi færast samræðurnar inn á við og ég hef innrispjall um lífsins gagn og nauðsynjar. Ég dett líka í algjör dramaköst og óhugnanlega oft byrja ég að semja sögur í hausnum sem eru í stíl við verstu ástarsögur oft á tíðum.
(Dæmi: Þegar unga stúlkan gekk fram hjá ljósastaurnum tók hún eftir lausum hundi sem augljóslega var týndur þar sem hann var voðalega aumur að sjá. Hröðum en kynþokkafullum skrefum gekk hún til hans og beygði sig niður til að kíkja á rauðu hálsólina hans. Fölbleika sjalið sem hún hafði smeykt yfir axlirnar til að sólbrenna ekki í ágúst sólinni rann til svo sást í fagur mótaðar axlirnar. Hún var dáleidd af brúnum augum hundsins svo hún fann varla fyrir því þegar hann lagði sterklegar hendurnar á axlir hennar og sagði "hæ". (þessar línur hoppuðu í hausinn minn á leið heim úr skólanum í vetur, innblásturinn var gömul kelsa sem var úti að labba í kellingableikri kápu og mætti steratrölli með rottveiler hund í bandi, samskiptin voru enginn þeirra á milli og er ég nokkuð viss um að þau hafa ekki tekið eftir hvort öðru. Pínu geðveiki??) )
Svona hefur hausinn minn virkað síðan ég man eftir mér, en undanfarið hefur verið algjör þögn. Sama hvað ég hef reynt og rembast hefur verið algjör þögn. Kannski er ég að meðtaka allt sem hefur "skeð" undanfarna mánuði eða að undirbúa mig undir það sem framtíðin ætlar mér. Hvort sem það er, er hausinn að taka við sér og ég er að hrökkva í gang mér til mikillar ánægju og foreldra minna til mikillar mæðu.
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
Mánudagur, 6. apríl 2009
af hverju ég er með 2 blogg veit ég ekki, en tékkið á þessu líka
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Sunnudagur, 22. mars 2009
Aftur af stað
Jæja skokk í kringum tjörnina í gær og magaæfingar, á bretti og gólfi í gær
Hjólað á fínum hraða í 10 mín, 3 æfingar með 2kg lóð: tvíhöfði 3x15, þríhöfði 3x15, og brjóst 3x15 í dag.
Og bakið öskrar ekki hátt, smá verkir en ekkert miðað við hvernig það var.
Þyngdin er en of há til að setja inn hér.
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
Sunnudagur, 1. mars 2009
sunnudagsþankar
ég elska
- að fara í laanga sturtu, helst með olíu og salti.
- að bera á mig krem með góðri lykt
- setja Billy Holiday á spilarann, fá mér heit te og stara útum gluggann og láta mig dreyma
- gott hvítvínsglas með góðri vinkonu
- allar þær stundir sem ég á með mínum tilvonandi eiginmanni
- að geta verið í skóla
- að vera búinn að ákveða hvað ég ætla að læra þegar ég verð stór
- tilhugsunina um að eftir smá tíma verði ég gift sálufélaganum, besta vininum og stóru ástinni minni
- heita golu og sól
- að lesa góða bók
- að fara í sund
- bjartan kaldan vetrardag
- að liggja í heitum potti í grenjandi rigningu
en það sem ég mundi samt vilja
- að allir gætu farið í sturtu á hverjum degi og látið sig dreyma yfir tebolla
- að ég væri ekki svona drullustressuð yfir því að fara í Háskóla
- að ég næði af mér tugum kílóa fyrir stóra daginn
- að þvottahúsið, geymslan, og eldhúsið væri ekki eitt og sama herbergið í íbúðinni
- að ég sæi bæði sjó og fjöll útum gluggana mína
- að ég væri aðeins minna löt
- að ég kæmist í heimsókn til vinkvenna minna útum allan heim
- að við kæmumst í brúðkaupsferð í sumar
- að ég kynni að baka brauð og elda góðan mat
Eigið friðsaman hvíldardag
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
Mánudagur, 16. febrúar 2009
Fréttir óskast
Klukkan er 18:45 og ég bíð en eftir að fréttir stöðvar 2 byrji. Búið er að spila stefið og er Edda eitthvað að kynna slúður sem þeir eru að birta. Jæja ég þarf líklegast að skipta yfir á RÚV til að sjá fréttir. Annars er ég orðin frekar leið á fréttum. Hætt að skilja sumt og vill ekki skilja annað.
Ég er annars komin í mína eigin framleiðslu, ég hef stofnað horframleiðsluverksmiðju í nefinu á mér og stefni á útflutning. Svo vel hefur gengið að minn heitt elskaði verðandi eiginmaður hefur gengið til liðs við mig og er að stofnsetja sína verksmiðju.
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
Þriðjudagur, 10. febrúar 2009
Þrætuepli
Sögutíminn í dag breytist í íslenskutíma þegar orðið þrætuepli kom fyrir í textanum. Æi hvað þessu litlu dúllur eru gússí mússí. Í sama hóp var umræða um fatnaðinn föðurland um daginn, þá hafði engin heyrt þetta orð eða munað eftir að nota, ég þagði og klóraði mér undan föðurlandinu á meðan enda óvenju kalt þann dag.
Heyrði í útvarpinu í dag umræður um rafrænt einelti. Ég hef stundum velt því fyrir mér hvað fer úrskeiðis í þroska barna sem fær þau til að stríða og leggja í einelti. Fyrst þegar þau fæðast eru þau svo hrein og falleg eða eins og Þórbergur orðaði það svo nálægt honum guði, seinna rannsaka þau sanleikann og uppgvöta heilann sinn og eru svo falleg á meðan, en einhverstaðar á eftir þessi virðast sum börn breytast í skrímsli með orðaforða og gjarðir sem ég blikna við að hugsa um. Mér er það um megn að skilja þetta, því miður annars gæti ég hafa forðað fullt af börnum þar á meðal sjálfri mér frá einelti.
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Fimmtudagur, 5. febrúar 2009
Aldrei má maður ekki neitt
Ég fór til læknis út af bakverkjum, hún sagði að þetta væri aumingjaskapur í mér, að formæður okkar hafi gengið um óléttar, með barn á bakinu og berandi þungar byrðar og ekki kvörtuðu þær undan bakverkjum.
Mánuði seinna var ég greind með brjósklos!
Það fannst mér ekki fyndið.
Hef samt verið að pæla í því hvernig hún veit þetta með formæðurnar, var hún á staðnum og spjallaði við þær?
Ófyndið læknaskop | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)