Sunnudagur, 1. mars 2009
sunnudagsþankar
ég elska
- að fara í laanga sturtu, helst með olíu og salti.
- að bera á mig krem með góðri lykt
- setja Billy Holiday á spilarann, fá mér heit te og stara útum gluggann og láta mig dreyma
- gott hvítvínsglas með góðri vinkonu
- allar þær stundir sem ég á með mínum tilvonandi eiginmanni
- að geta verið í skóla
- að vera búinn að ákveða hvað ég ætla að læra þegar ég verð stór
- tilhugsunina um að eftir smá tíma verði ég gift sálufélaganum, besta vininum og stóru ástinni minni
- heita golu og sól
- að lesa góða bók
- að fara í sund
- bjartan kaldan vetrardag
- að liggja í heitum potti í grenjandi rigningu
en það sem ég mundi samt vilja
- að allir gætu farið í sturtu á hverjum degi og látið sig dreyma yfir tebolla
- að ég væri ekki svona drullustressuð yfir því að fara í Háskóla
- að ég næði af mér tugum kílóa fyrir stóra daginn
- að þvottahúsið, geymslan, og eldhúsið væri ekki eitt og sama herbergið í íbúðinni
- að ég sæi bæði sjó og fjöll útum gluggana mína
- að ég væri aðeins minna löt
- að ég kæmist í heimsókn til vinkvenna minna útum allan heim
- að við kæmumst í brúðkaupsferð í sumar
- að ég kynni að baka brauð og elda góðan mat
Eigið friðsaman hvíldardag
Athugasemdir
mmmm heitur pottur í slagviðri! Eða jafnvel enn betra, í snjókomu og skafrenningi! Bara rétt hausinn upp úr og stundum jafnvel bara nefið....
Hrönn Sigurðardóttir, 4.3.2009 kl. 19:19
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.