Fréttir óskast

Klukkan er 18:45 og ég bíð en eftir að fréttir stöðvar 2 byrji. Búið er að spila stefið og er Edda eitthvað að kynna slúður sem þeir eru að birta. Jæja ég þarf líklegast að skipta yfir á RÚV til að sjá fréttir. Annars er ég orðin frekar leið á fréttum. Hætt að skilja sumt og vill ekki skilja annað.

Ég er annars komin í mína eigin framleiðslu, ég hef stofnað horframleiðsluverksmiðju í nefinu á mér og stefni á útflutning. Svo vel hefur gengið að minn heitt elskaði verðandi eiginmaður hefur gengið til liðs við mig og er að stofnsetja sína verksmiðju.

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

má ég koma í fyrirtækið með þér ég er að rækta þetta allt saman er búinn að stífla í nefinu og á bara eftir að láta það gossa.

Ég get líka örugglega notað bólgna hálsinn minn til að hjálpa þér

Geiri (IP-tala skráð) 16.2.2009 kl. 20:19

2 identicon

Ég er með tvær svona verksmiðjur í gangi á mínu heimili. Efa það samt stórlega að þær nái að framleiða nóg fyrir útflutning. Margt smátt gerir þó eitt stórt og það er alveg ótrúlegt hvað svona litlar verksmiðjur ná að framleiða í einu.

Erla Dögg (IP-tala skráð) 19.2.2009 kl. 22:30

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband