Paprika og hrukka

Hvernig er það með rétt neytenda um að vita upprunaland vörunar sem það er að kaupa?

Ég hef verið að forðast að kaupa vörur frá Ísrael en það er bara flóknara en það sýnist. Vissuð þið að paprikurnar í Krónunni eru frá Ísrael, og náttlega appelsínurnar? Þessu komst ég að með því að færa allt til í  grænmetishillu Krónunnar á granda til að lesa á kassana.

 

Ég rétt sá glita í frétt á ruv.is þar sem Kata mennta er að brillera ég er rosalega ánægð með hana. Ég var byrjuð í skóla og búinn að gera ráðstafanir til að komast í gegnum menntaskólann svo ég er ekki  í slæmum málum þennan veturinn. En með mér í skóla eru einstæðar mæður sem hafa misst vinnuna og tóku þá erfiðu ákvörðun að fara aftur í menntaskóla. Auðvitað þarftu að hugsa þig vel um þegar þú ert með barn á framfæri hvort þú viljir fara á atvinnuleysisbætur eða hækka yfirdráttinn í BOTN og fara í skóla. Það er nefnilega þannig að við sem erum með Iðnskólapróf og ætlum í háskóla þurfum að fara í menntaskóla í amk 2 annir. Meðan við erum í því námi höfum við enga hjálp, ekkert námslán, engin niðurgreidd húsnæði. Það er ég ekki sátt við. Mér finnst að þegar maður er komin yfir vissan aldur og er að fara aftur í skóla ætti maður að minnsta kosti að fá að taka lán.

Annars er ég mjög sátt við að hafa ungt fólk í stórum stöðum. Formaður Framsóknar og menntamálaráðherra eru jafngömul Ómari. Sem þýðir að þau eru að gera svipaða hluti og við eða eru ný búinn að því. Ekki eins og gamla fólkið sem man fortíðina í bleikum skýjum og er búið að tryggja sér gott og áhyggjulaust ævi kvöld og árin fram að því. VÁ við erum ekki farin að huga að ævikvöldinu svo við erum ekki á sama stað og gamla fólkið í pólitík.

En talandi um tík. Ég er að lesa Íslandsklukkuna núna, öll 3 bindin, og ég verð bara að segja það að mér finnst Snæfríður bara algjör tík. Hið ljósa man my ass meira svona ljósin kveikt en engin heima týpa. Íslandsklukku bindið var mjög skemmtilegt, Hið ljósa man svo leiðinlegt og um leið og ég hef sett punkt á eftir þessari færslu byrja ég á Eldur í Kaupinhavn og vona að hún sé betri. Það hlýtur að vera eldur, Danmörk, Jón Hreggviðsson, það getur ekki klikkað.

Hef líka verið að hlusta á To kill a mockingbird, átti að vísu að lesa hana en nennti því ekki svo ég tók hana á hljóðbók og er búinn að vera að hlusta á hana undanfarna daga. Mikið svakalega er það góð saga hef séð myndina en langar að sjá hana aftur núna.

 

 Það er kreppa, líka hjá andlitinu mínu. Ég fann fyrstu hrukkurnar mínar í gær. Á að vísu eftir að rannsaka þetta betur en þegar ég var að þvo mér í framan í gærkvöldi sá ég línur á sitthvoru neðra augnlokinu. Hef ekki litið í spegil í dag en ætla að finna kjarkinn minn og kíkja þegar ég er búinn að gera allan heiminn fyrst. Botox here I come!! Annars er mér nokkuð sama þótt ég fái hrukkur, ég meina hrukkur eru betri en fellingar er það ekki. Vona samt að ég fái ekki jafn margar hrukkur og fellingar, þá meiga hrukkudýrin fara að vara sig.

nm_wrinkle_080514_mn

Ég plokkaði augabrúnirnar mínar í fyrsta skipti í gær, ekki að ég hafi gengið um með dregið fyrir hingað til, en ég hef bara alltaf látið fagfólk um þetta. Ég er voða hissa á því hvað þetta gekk vel, ekki nema ég hafi gert brúnirnar þannig að ég verði bara hissa þar til þær vaxa aftur.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Loksins ertu farin að blogga aftur  alltaf gaman að lesa það sem þú skrifar.

mamma (IP-tala skráð) 5.2.2009 kl. 13:07

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband