Mánudagur, 22. desember 2008
Hvar á ég að byrja
þegar ég man ekki hvar ég hætti?
Ég er komin í jólafrí fyrir nokkrum dögum síðan. Jólafríið hefur ekki farið eins og ég ætlaði mér, stórhreingerningar, tiltektir, daglegar ræktarferðir, bókalestur við kertaljós, kaffiihúsa seta og bæjarrölt var allt á dagskrá ásamt því að heimsækja alla þá sem ég hef ekki séð í lengri og skemmri tíma og að sjálfsögðu að halda jól. Maður fær ekki alltaf að ráða og í þetta sinn ákvað yfirvaldið að ég mundi eiða jólafríinu mínu og prófatímanum í að kippa brjósklosi í liðinn (ja eða hrygginn). Svo hér hef ég legið staðið vælt og emjað milli þess sem ég baka ,versla jólagjafir og pakka þeim inn. Ómar fær að sjá um restina af jólahaldinu s.s. halda á jólatrénu inn og þrífa.
Aðventan hefur engu að síður verið hin fínasta og hátíðlegasta. Við fórum á Frostrósatónleikana og vá gæsahúð og fegurð. Daginn eftir buðum við svo foreldrum og systkinum okkar í laufabrauðaskurð og kjötsúpu. Það var æðislegur dagur í alla staði. Við erum rosalega rík að eiga svona fallega fjölskyldu.
Ég náði öllum prófunum, sum rétt slefaði ég en náði þó. Varð frekar vonsvikin með útkomuna en miðað við það að ég lærði ekki undir neitt af prófunum og hugsaði ekki um neitt annað en að drífa prófin af til að geta staðið upp því það er hell vont að sitja í langan tíma ætti ég að vera þakklát að ná.
Athugasemdir
Ertu ekki enn búin að finna út hvar þú átt að byrja? Viltu ekki bara byrja á að koma í smá spjall og sækja vestið þitt í leiðinni?
Oddný (IP-tala skráð) 3.2.2009 kl. 22:00
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.