Ísland fékk gullið

Dagurinn í dag hefur æxlast þannig að ég er í fríi í allan dag frá skólanum! Er heima núna að dunda mér og hlakka svo til að komast í jólafrí.

Litli gullið er kominn heim frá Barcelona og jidúda mía hvað maður er orðin stór og óendalega fallegur. Augun gætu brætt vatnajökul á 0,1 sek svo fallega blá og stór. Góð blanda af annars fallegum foreldrum. Hann var dáldið feimin og hissa á öllu þessu fólki og fannst bara öruggast að festa sig við mömmu sína, þegar leið á kvöldið var hann aðeins farin að taka ömmu sína í sátt og samþykkti það að vera í fanginu hennar. Við hin máttum gúsímússa hann meðan hann var í öruggur í fanginu á mömmu sinni.

 

Hann er farinn að skríða um eins og herforingi, bókstaflega þar sem hann lemur höndunum í gólfið þegar hann skríður og býr til hljóð eins og hann sé að marsera um. Hann er líka farin að geta staðið upp og standa með, gerði fyrstu tilraun til að skemma videóið hjá ömmu sinni og afa í gær, ég er viss um að hann er að skipuleggja hernaðaráætlun as we speak um hvernig hann getur rústaði því smátt og smátt í gegnum árin, eina rúsínu í einu! Híhí

Ég fer svo með þeim mæðginum í ungbarnasund á eftir vííí. Skrítið fyrir hann að fara í sund hér aftur eftir að hafa farið í ungbarnasund á Spáni í heitum potti hjá eldheitum Spánverja.

Annars er bara allt gott að frétta hérna hjá okkur verðandi hjónunum. Kreppan er ekki komin til okkar og hefur en ekki mikil áhrif á okkur. Aukastarfið er að skila ágætum aur, allavegana húsaleigunni.

Prófin byrja í næstu viku og ég er búinn að skipuleggja hvernig ég ætla að læra undir öll prófin svo ég er í gúddí fíling fyrir prófin. Seinasta prófið er 12 des. 13. eru það svo Frostrósir og STS skóli þar sem kemur svaka gella að fara yfir snyrtivörurnar hlakka geggjað til.

 

 

untitled
Gullið

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Var að passa gullið , var eins og gull eða eins og þú þegar þú varst fram að árs afmælinu... nei bara grín .

pabbi

Jói Berg (IP-tala skráð) 29.11.2008 kl. 01:28

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband