Sunnudagur, 23. nóvember 2008
Váááá....
Ég var þessi týpa sem fannst það hreynlega ekki fóki bjóðandi að vakna fyrr en í fyrsta lagi um hádegi um helgar og aðra frí daga. Þess vegna var ég voðalega hissa þegar ég uppgvötaði í gær á laugardagsmorgni kl 10:30 að ég var vöknuð fyrir meira en 1 1/2klukkutíma síðan, sest á Grand hótel og í geggjuðu stuði. Í næstum því 6 mánuði núna heyrir það undir undantekningar að ég sofi til hádegis og það finnst mér frábært. Ég vakna á morgnana eins og ekkert sé. Foreldrar mínir geta vitnað um það að þannig var ég ekki!!!!
En hvað var ég að gera á Grand hótel?
Ég var á STS skóla Herbalife og þvílíkt stuð. Þetta var nú bara minn 3ji skóli en hreynlega sá magnaðisti. Ég fékk gæsahúð (nokkrum sinnum yfir daginn), setti mér markmið og eignaðist von, allt á einum degi þvílíkur dagur!
Ég settist niður þegar ég kom heim og fór að hugsa, spá og spöglera. Bara í nóvember er ég búinn að búa til 25þús krónur aukapening fyrir heimilið á tveimur kvöldum og ég er bara rétt að byrja. Síðan í október eða á tæpum 6 vikum hef ég misst 22cm af ummáli og 5 kíló og er bara rétt að byrja þar líka. Fyrir utan allt hitt sem ég hef öðlast og misst. Ég hef öðlast meiri orku og jákvæðni, betri húð, ég hef losnað við og sakna ekki magakrampana sem engin gat útskýrt, einbeitinga skortin sem gerði skólann alltaf erfiðari fyrir mér og fyrst og fremst er ég hætt að trúa að það sé bara mitt hlutskipti í lífinu að vera bara feit og orkulaus.
Það besta við þetta allt er að á minni leið í átt að kjörþyngd og betri fjárhags fæ ég tækifæri til að hjálpa öðrum, en það finnst mér ógeðslega gaman.
Til að fyrirbyggja allan misskilning þá er ég ekki "frelsuð" eins og svo margir eru hræddir um að gerist. Ég hef ekki hitt neinn sem er "frelsaður" eða "heilaþveginn" af Herbalife, bara fólk sem er hamingjusamt með að hafa uppgvötað það sama og ég hef uppgvötað. Tækifæri til að láta draumana rætast, sama hverjir þeir eru.
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.