KALT

Mig langar rosalega að eiga kraftgalla núna. Loðfóðraðann að innan, þá væri ég í honum núna í ullarnærfötum og með húfu  og vetlinga lopasokka undir teppi. Mér er svo kalt og er orðin full af ógeði í nefinu og hálsinum. Í þessu ástandi er ég að reyna að afla mér upplýsinga fyrir félagsfræði ritgerð sem ég ætla að skila á fimmtudag. Ransóknarspurningin mín er svo mikið ransökuð að það er erfitt að gera hana að mínu.

Hafa reykingar foreldra í og við heimili áhrif á reykingar unglinga á aldrinum 12-18 ára?

í skjön við allar ransóknir erum við systkinin öll reyklaus þrátt fyrir að það hafi verið reykt á heimilinu okkar í mörg ár. Ætli við séum ekki undantekningin sem sannar regluna.

Mamma og pabbi hættu að reykja fyrir hvað 2-3 árum síðan bæði búinn að vera stórreykingafólk síðan þau voru unglingar. Ég er voðalega stolt af þeim.

Ómar er í Kula Lumpur. Voðalega flott borg víst. Heyrði í honum áðan hann er alvarlega að hugsa um að slipulegja brúðkaupsferðina okkar þangað. Væri alveg til í það.1185722854main


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Hrönn Sigurðardóttir

Gangi þér vel með ritgerðina! Ég get alveg gefi kraftgallanum meðmæli - á einn slíkan og hann stendur alveg fyrir sínu

Hrönn Sigurðardóttir, 13.10.2008 kl. 20:58

2 Smámynd: Kristín Katla Árnadóttir

Sammála Hrönn kraftgallar eru góðir. Gangi þér vel stórt knús

Kristín Katla Árnadóttir, 14.10.2008 kl. 13:28

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband