Mánudagur, 29. september 2008
Ef þú kemur ekki heim með fjarstýringuna hleypi ég vatninu úr baðinu.
Bíó kvöldið mitt byrjaði ekki vel að vísu. Elskulegi hátækni spilarinn okkar fraus, með dvd diskinn innanborðs. Ég prófaði að taka hann úr sambandi, hann er nefnilega það tæknilegur að það er ekki rofi sem klífur rafmagnið heldur hátæknilegur rafmagns slökkvari. En á myndina ætlaði ég að horfa, búinn að blanda mér girnilegt appelsínuvatn og pakka mér inn í teppi. Þá var bara eitt sem kom til greina. Ná í skrúfjárn og opna helv.. tækið en nei hátækni spilarinn er með geisladiskadrif þannig ég komst ekki að dvd disknum þá kom hið kvenlega eðli upp í mér ég stakk honum í samband galopnum og vældi í spilaranum þar til hann gafst upp og opnaði sig og skilaði disknum, og lokað sér aftur og opnaði sig aftur og ... Allavegana hann hætti þegar ég tók hann úr sambandi (er viss um að hann er karlkyns) Ákveðin í því að hafa það kósý í hægindastólnum og horfa á myndina í sjónvarpinu en ekki í tölvunni klifraði ég inni í geymslu. Undir þvottagrind, yfir upprúllaða mottu, oná málingadóti með koll á milli lappana náði ég í gamla ótæknivædda dvd spilarann minn. Sigri hrósandi tengdi ég hann og kom mér vel fyrir þegar ég allt í einu mundi að það er ekki hægt að byrja að spila mynd nema með fjarstýringunni!!!! En á ný uppúr stólnum inní geymslu þvottagrind motta málingadót kollur og fjarstýring. Allt þetta príl var vel þess virði.
Vanalega þegar ég horfi á bíómyndir sem eru gerðar eftir bókum finnst mér bókin miklu betri. En ég fann undantekningu sem sannar regluna. Jane Austin book club. Var að klára að horfa á hana og gæsahúðin og fiðrildin sem hafa farið um mig seinustu 2 tímana tæplega eru nánast jafn margir og kvöldið sem ég kynntist mínum heitt elskaða. Mæli klárlega með henni.
Athugasemdir
Alltaf gaman að lesa bloggið þitt
Til hamingju með afmæli tilvonadi eiginmanns þíns og verðandi tengdasonar míns Takk fyrir pönnsurnar og kökuveisluna í gær, þetta var mjög gott, hlakka til næstu veislu.
kv. mamma og co.
mamma (IP-tala skráð) 1.10.2008 kl. 23:02
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.