Laugardagur, 20. september 2008
Búinn að vera extra löt að blogga.....
eða réttara sagt að klára færslur svo hér kemur viku skammtur. Laugardagurinn seinasti var einkar indæll dagur, þrátt fyrir rigningu og leiðinda veður. (Verður ekki að vera gott veður á öllum góðum dögum ) Vaknaði seint og hljóp útí nýja bílinn minn, bílstjórinn var búinn að hita hann og keyra hann um síðan kl 7 um morguninn. Ég beið bara róleg í skýlinu sem bílstjórinn sett niður fyrir mig, svona til að verja mig fyrir mesta vindinum ef það skildi vera bið í hann. Fór í Hreyfingu og hristi mig og hoppaði, slakaði svo á í heita pottinum ( stundum er eina ástæðan að ég nenni að fara er að ég get farið í pottana á eftir ). Rölti svo yfir til múttu hún býr voðalega stutt frá Glæsibæ enda nauðsynlegt fyrir hana . Ég átti bökunarstefnumót við mömmu og hristum við fram úr erminni svona 2 daga skammt af skinkuhornum og kanilsnúðum. Mmmmm Gott (í hófi náttlega). Fórum svo út að borða á Red chili um kvöldið öll saman mamma, pabbi, Geiri ég og Ómar. Verð að segja að ég varð fyrir miklum vonbrigðum með staðinn. Hef OFT farið þangað en ekki núna í nokkurn tíma og hann er ekki eins góður og flottur og hann var, því miður . Fórum svo í Borgarleikhúsið nema litli fór í bíó. Frekar skondið að við áttum miða á sömu sýnungana en pöntuðum á sitthvorum tímanum án samráðs. Sáum Fló á skinni og jedúdda mía og allir hans bræður hvað ég hló mikið. Mæli pottþétt með henni. Vissuð þið það að þið getið áður en sýningin byrjar pantað ykkur drykki fyrir hléið? Þá bíður eftir ykkur frátekið borð og drykkir. Þá fer hléið ekki í það að bíða í röð (nema eftir WC) og þamba svo í sig. SNEEELD!
Vikan gekk svo stóráfallalaus fyrir sig og aftur er komin laugardagur. Fór á námskeið kl 10 í morgun til 2, beint í ræktina (til að komast í pottana munið þið) og svo í matarboð til Múttu og pabba. Mmmm hvað lífið getur verið yndislegt. Þarf svo að læra á morgun þar til ég fer á annað námskeið kl 15 á morgun. Samantekin ráð hjá kennurunum að hafa próf í sömu vikunni. 6 stk takk fyrir takk.
p.s. Þetta er æðislega falleg bíómynd, er í 2.sæti á eftir Mama Mia hjá mér þessa dagana.
Athugasemdir
Námskeið í hverju?
Hrönn Sigurðardóttir, 20.9.2008 kl. 21:02
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.