Út í heim og heim aftur. Varúð væmni ekki fyrir harða nagla og/eða viðkvæma!!!!!

Mig langar alveg rosalega til Barcelona núna. Ekki bara af því að þar er sól og hiti mældur í tugum en hér er kalt, rok og regn, heldur vegna þess að Ósi brósi og fjölskylda eru þar úti og ég er nú farin að sakna þeirra pínulítið. Það er svo margt að gerast hjá Jóhanni Emil núna sem ég er að missa af. T.d. komnar 2 tönslur, byrjaður að sitja og byrjaður að bruna í göngugrindinni útum allt (eða eins mikið og 7 mánaða gamall gaur getur brunað LoL) Ef hann ætlar að verða eins og stóri frændi sinn þá verður hann líka farinn að labba áður en hann kemur heim um jólin.

Ég hef í mörg ár haft ánægju af að segja sögu sem átti sér stað á köldum vetrar morgni fyrir 15 árum síðan. Þessi saga gerist þegar 2 systkini eru á leiðinni í skólann. Þeir sem þekkja okkur Óðinn vita hvernig þessi saga er í vel ýktri útgáfu. Ég hef átt mestan þátt í að ýkja þessa sögu og gera hana dramatískari og hryllilegri í gegnum árin. En hér með er ég hætt að segja þessa sögu þar sem ég veit að Óðinn var bara að vera góður og hugulsamur bróðir. Sem hann er nú oftastWink. En er það ekki þannig að maður á það til að hífa sig upp með því að stíga á aðra? Og til hvers að eiga systkini ef ekki má iðka þá aldargömlu íþrótt systkinaríg. En með þessari færslu gref ég strenginn og hef ákveðið að hætta að öfundast útí Osa fyrir að vera fullkomin, því ég er nú nokkuð nálægt því að vera það líkaLoL. Ætli við séum ekki bara fullkomin fjölskylda.

untitled
untitled2
untitled3
untitled4
Sætastur!!!!

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Kristín Katla Árnadóttir

Mjög fallegt barn þú er nú frábær Ólöf mín.

Kristín Katla Árnadóttir, 8.9.2008 kl. 17:29

2 identicon

uuu.. ég var nú orðin frekar spennt yfir því að lesa þessa sögu en jæja..

Lilja (IP-tala skráð) 8.9.2008 kl. 21:54

3 identicon

Þetta er náttúrlega fallegasta barnið :-)

Það hefði nú alveg verið gaman ef þú hefðir klárað söguna þó maður hafi heyrt hana MARGOFT !

Ánægð með lokaorðin.

knús og kossar frá okkur í Barcelona.

Beta og co (IP-tala skráð) 9.9.2008 kl. 21:02

4 identicon

Finally!!

Óðinn Valdimarsson (IP-tala skráð) 9.9.2008 kl. 21:05

5 Smámynd: Hrönn Sigurðardóttir

Ég tala aldrei við þig oftar ef ég fæ ekki að heyra þessa sögu!!

Hrönn Sigurðardóttir, 10.9.2008 kl. 09:27

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband