Fimmtudagur, 17. júlí 2008
Mamma mia!!
Fór í bíó í fyrra dag. Dró Ómar með mér á Mamma mia! Ég ætla hér að setja inn runu af öllum þeim upphrópunum sem ég kann. OMG, VÁ, SHETT, JA HÉRNA HÉR, JIDÚDDAMÍA, MAMMA MÍA, AAAA. Man ekki fleiri eins og er. En þessi mynd er rosalega góð algjör klassík Við vorum bæði rosalega hrifin keyptum okkur geisladiskinn með tónlistinni úr myndinni og dönsuðum eins og bavíanar á öllum okkar 48 fermetrum í gærkvöldi. Mæli með henni (myndinni þeas)
Annars erum við að fara á ættarmót á Borgarfjörð Eystri um helgina. Spáð er öllum veðrum allt frá snjókomu yfir í hitabylgju þannig að stór bakpoki var fylltur af hlífðarfötum, teppum, sólarvörn, regngöllum og stuttbuxum í gær og hent í bílinn til mömmu og pabba. Þegar þessi ætt kemur saman er oftast mikið um bús og bíla (þó ekki notað saman) og verður örugglega gaman. Mikið sungið og mikið hlegið.
Ef þið eigið leið um fjörðinn verið velkominn og ekki vera hrædd við erum bara svona skrítin en óskaup meinlaus.
Athugasemdir
Oo hvað það verður gaman :) Sjáumst á morgun :)
Birna Dís , 17.7.2008 kl. 16:25
Það verður gaman hjá þér ljósið mitt.
Kristín Katla Árnadóttir, 17.7.2008 kl. 21:17
Góða skemmtun skvís! Miðað við sterku fyrirvaraverkina sem ég hef haft síðustu daga þá er aldrei að vita nema ég eignist lítinn gaur á meðan þú ert fyrir austan. Eeeeen svo gæti hann líka bara verið stríðnispúki eins og ég og kúrt mikið lengur í bumbunni. Vona það besta bara
Oddný (IP-tala skráð) 18.7.2008 kl. 00:26
Vonandi skemmtuð þið ykkur vel ;)
Hrönn Sigurðardóttir, 20.7.2008 kl. 22:40
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.