Mánudagur, 7. júlí 2008
Við búum í háværum heimi
Veit ekki hvort aðgerðin gekk vel eða ekki. Fínn ennþá mikið til, hljóð eru minn versti óvinur þessa dagana sem er gott þegar maður býr á móti leikskóla, undir lokastefnu, við umferðargötu og á ofvirkan nágranna sem er að smíða pall. En það er hætt að koma blóð í bómullinni og ég er með svaka hjartslátt inn á milli verkja það hlýtur að vera gott. Er það ekki?
Breytti lífstíllinn sem ég tók upp núna fyrr í sumar er alveg að bjarga mér í þessari sjúkralegu. Vill meina að ég væri lengur að jafna mig ef líkaminn væri ekki aðeins, poggupínulítið búinn að byggja sig upp.
Ætla mér í vinnuna á morgun, stefnan var líka tekin á vinnuna í morgun en var bara alltaf (hér átti að koma orðið "þjáð" en fannst það of dramatískt) illt í nótt.
Athugasemdir
Þjáð er gott orð yfir eyrnaverk! Verri verku held ég að sé ekki til! Vertu eins þjáð og þig lystir. Og blessuð vertu ekki að fara of snemma af stað
Hrönn Sigurðardóttir, 7.7.2008 kl. 23:53
Ekki fara of snemma að vinna láttu þér batna ljósið mitt.
Kristín Katla Árnadóttir, 8.7.2008 kl. 13:24
Tek undir það... ekki fara of snemma á stað.
Gunnar Helgi Eysteinsson, 8.7.2008 kl. 13:33
Tek undir með öllum hér að ofan. Það er ekkert vit í því að fara of snemma af stað. Þú vilt jú ekki taka neina áhættu með heyrnina þína!
Oddný (IP-tala skráð) 8.7.2008 kl. 16:00
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.