p.s. Ég elska þig

Ég upplifði ein af mínum stærstu vonbrigðum í lífinu í kvöld. Ég er ný búinn að lesa bók sem fór alveg framhjá mér þegar hún kom út. P.s. ég elska þig (p.s. I love you) Falleg bók. Las hana að vísu á íslensku og var ekki sátt við þýðinguna en það er önnur ommeletta. Eftir að hafa eitt mörgum af fallegustu frítímum mínum á þessu fallega sumri og ómælt magn af fallegum tárum í lestur þessarar sögu ákvað ég og vinkona mín að leigja myndina í kvöld. Til að útskýra vonbrigði mín í sem styðstu máli, bókin er evrópsk en bíómyndin amerísk. Amerísk kúkavella verð ég að segja. Breyt um land bætt við persónum, fjölskylduaðstæðum breytt, og bara öllum helv. söguþræðinum. Ef ég hefði skrifað þessa bók hefði ég orðið brjáluð. En þar sem ég las bara bókina er ég hætt að vera brjáluð um leið og ég set punkt fyrir aftan þessa setningu                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                         

 

.

Ég gekk framhjá fréttablaðinu frá því á þriðjudaginn. Gat ekki annað en hlegið þegar ég misskildi hana. Það var risa mynd af hestamannamótinu með pínu myndatexta þar fyrir neðan var fyrirsögn við aðra grein sem hefði alveg geta tengst myndinni "kanna samstarf við SÁÁ". Segi bara svona drykkjan hjá hesta mönnum hefur nú minkað, held ég.

Ég er að fara í viðgerð á morgun. Langþráða viðgerð sem er löngu komin tími á. Það á að gera tilraun til að laga gatið á hljóðhimnunni minni. Þetta gat hefur angrað mig síðan ég man eftir mér, alltaf með óþægindi og verki. Ekki getað synt nema ofurvarlega bringusund annars er það bara vatn inn fyrir hljóðhimnu með tilheyrandi verkjum og sýkingum. En nú á semsagt að reyna að laga þetta gat. Gatið er á mörkunum á að vera of stórt fyrir þessa aðgerð en þeir vilja reyna til að þurfa að skera sem minnst. En þeir ætla að erta alla hljóðhimnuna og gatið, skera svo 2 spora (held að það sé voða lítið) skurð í hársvörðinn til að ná í húðfitu (spurði læknirinn hvort hann gæti ekki tekið fitu af maganum eða lærunum bara í staðin ) sem verðu lögð yfir hljóðhimnuna. Þetta á að hjálpa líkamanum til að lækna sig sjálfur. eardrum=hljóðhimna

[19594.jpg]


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Hrönn Sigurðardóttir

hehe ég misskildi líka þessa fyrirsögn.

Gangi þér vel í aðgerð

Hrönn Sigurðardóttir, 3.7.2008 kl. 07:06

2 Smámynd: Kristín Katla Árnadóttir

Gangi þér vel í aðgerðinni Ólöf mín.

Kristín Katla Árnadóttir, 5.7.2008 kl. 12:25

3 Smámynd: Jóna Á. Gísladóttir

vona að aðgerðin hafi gengið eins og í sögu og að þú getir í framtíðinni synt flugsund ef þig langar

Jóna Á. Gísladóttir, 5.7.2008 kl. 13:20

4 Smámynd: Gunnar Helgi Eysteinsson

Vonandi gekk aðgerðin vel.

Gunnar Helgi Eysteinsson, 7.7.2008 kl. 00:09

5 Smámynd: Birna Dís

Vá hvað bókin hlýtur þá að vera góð. Ég var að horfa á myndina og ég held ég hafi bara aldrei grátið svona mikið yfir bíómynd, var komin með ekka á tímabili.

Birna Dís , 12.7.2008 kl. 14:41

6 Smámynd: Ellý Ármannsdóttir

Ég hágrét líka yfir myndinni. Þarf að ná mér í bókina.

Ellý Ármannsdóttir, 15.7.2008 kl. 21:07

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband