Ef ég hefði

Ég hef verið að stunda nám í erfiðustu fræðum sem hægt er að nema. Ásóknin var mikil og þurfti að hafna mörgum á umsóknarferlinum.  Ferlið var langt og miklar kröfur gerðar til umsækjenda, bæði líkamlega og andlega. Þeir þurftu að vera sterkir á sálinni og líkamlega. Til þess gerðir að þola mikið álag. En umfram allt þurftu þeir að vera mannlegir, geta tekið sorgum og sigrum og hampað því öllu stoltir og meyrir. Ég af mörgum umsækjendum komst inn, ég var valin. Ég er að stunda nám í skóla lífsins að læra að vera Ólöf Anna.

Ef ég hefði fæðst í afríku

Ef ég hefði fæðst fyrir 100 árum

Ef ég hefði fæðst eftir 100 ár

Ef ég hefði ekki trúað á eitthvað mér æðra

Ef ég hefði ekki fengið jákvæðnni í vöggugjöf

Ef ég hefði ekki lífsviljan þótt lítil væri á köflum

Ef ég hefði ekki tekið þá ákvörðun að lifa

Ef ég hefði ekki tekið þá ákvörðun að sigra

Ef ég hefði ekki kyngt stoltinu

Ef ég hefði ekki lokað eyrunum

Ef ég hefði ekki látið undan sársaukanum

Ef ég hefði ekki getað sett upp grímu

Ef ég hefði ekki tekið niður grímuna

Ef ég hefði ekki átt góða fjölskyldu

Ef ég hefði ekki átt trausta vini

Ef ég hefði ekki verið elskuð frá fyrsta andardrætti

Ef ég hefði látið verða að því

Ef allt hefði gengið upp

Væri ég ekki hér í dag.

Ekki sú sem ég er.

Ég mundi

ekki líta til himins,

ekki finna ilminn af sumrinu,

ekki gráta í leikhúsi,

ekki dást af lit blómanna

ekki heyra í læknum

ekki hlæja af kúnstum kattanna

ekki tárast þegar ég hjóla á móti vindinum

ekki brosa þegar ég lít í spegil

ekki læra

ekki sakna

ekki þrá

ekki dreyma

ekki vona

ekki elska


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Hrönn Sigurðardóttir

dúlla

Hrönn Sigurðardóttir, 19.6.2008 kl. 09:34

2 Smámynd: Kristín Katla Árnadóttir

Kristín Katla Árnadóttir, 19.6.2008 kl. 10:58

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband