Föstudagur, 28. mars 2008
Punktur ís
Já það er ískalt úti. En það skildu litlu elskurnar ekki þegar ég sagði þeim það. "það er sól, svo ég þarf ekki úlpu" og "Það er 5 stiga hiti" svo komu líka nokkrar setningar sem innihéldu orð sem svona litlir tappar eiga ekki að kunna, hvað þá raða saman í heila setningu.
Talandi um orð og setningar. Er í mestum vandræðum að nenna að læra. Lendi alltaf í þessu þegar það fer að birta og heilinn heldur að það sé komið sumar. Ég meina það er bjart þegar ég vakna og en bjart þegar ég fer heim þá bara hlýtur að vera sumar. Finnst þetta alltaf jafn merkilegt á hverju ári gerist það sama. Dagurinn styttist, dagurinn fer, dagurinn lengist, dagurinn er. Alltaf verður maður jafn hissa. Yndislegt að geta glaðst yfir því smáa. Ég er að vísu þannig mér finnst gott að hafa dimmt og gott að hafa bjart. Mæti halda að ég væri Íslendingur.
Hér á bæ standa yfir miklar atvinnubreytingar. Ekki það að það séu neinir atvinnumenn að breyta einhverju hér. (Eða jú maður er svosem orðin atvinnuatvinnuskiptari) En Ómar fékk vinnuna sem hann sótti um og ég er komin með góða vinnu í sumar. Á einum klukkutíma eða svo fékk ég tvennar fréttir og nokkrar ákvarðanir voru teknar sem varð til þess að lífið mitt breytist. Ekki eins og ég var búinn að ráðgera en samt allt á góðan hátt. Eða bara frábæran, er bæði spennt og bjartsýn á framtíðina.
Þann 10. næsta mánaðar ætla ég að taka út gelgjuna. Pakka henni í tösku og hleypa henni lausri í höfn kaupmannanna. 11. ætla ég og hin fagra Vala svo að heiðra Backstreet Boys með nærveru okkar. VÍÍÍÍÍ!!! Vissi ekki að þeir væru ennþá starfandi tók niður plakötin um leið og ég litaði toppinn minn bleikan og tölti inn í Menntaskólann við Sund. 13. apríl kem ég svo heim og stefnan tekin á að verða orðin fullorðin. (Eins og það muni einhvertímann takast )
Litli bróðir minn staðfesti skírnina sína á pálmasunnudag. Falleg athöfn, falleg veisla, fallegur dagur, fallegur drengur og falleg fjölskylda. Á sunnudaginn næsta ætlar hann svo að halda á bróðursyni sínum undir skírn. Komin tími til þá get ég hætt að kalla hann Hrafnkel Atla (held ég).
Fórum á Ivanov um daginn. Vá segi ég nú bara. Ein sú flottasta leikmynd sem ég hef séð, flottar persónur, vel leikið og bara kemst á topp 10 listann minn. Var ekki eins ánægð með Gosa, hann var ekki alveg að virka á mig.
Sá Brúðgumann í bíó nokkrum dögum áður en við fórum í leikhúsið flott mynd alveg að gera sig. Sá líka 27 dresses ekki eins ánægð með hana en samt góð. Bíð bara eftir að McDremy komi á hvíta tjaldið hann er svo sjarmerandi.
Athugasemdir
Þú ert frábær og svo skynsöm og gaman að lesa bloggið þitt.
Knús inn í nóttina
Kristín Katla Árnadóttir, 28.3.2008 kl. 22:37
Hæ elsku sysystir þetta er frábært blogg hjá þér og takk fyrir að setja staðfestingu mína á skírn minni á veraldarvefinn. :)
Geiri Fermdi (IP-tala skráð) 28.3.2008 kl. 23:04
Búinn að lesa... þessa skemmtilegu og góðu færslu
Gunnar Helgi Eysteinsson, 29.3.2008 kl. 00:37
Takk takk
Ólöf Anna , 29.3.2008 kl. 01:41
Við saman í bíó þegar steaming hot McDreamy kemur á hvíta tjaldið!
Oddný (IP-tala skráð) 30.3.2008 kl. 23:03
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.