Suma daga

untitled1Er bara best að vakna ekki.

Vaknaði pirruð í morgun, og var pirruð. Byrjaði daginn á því að hvæsa á minn heitt elskaða. Hann vissi ekki alveg hvaðan á hann stóð veðrið, tvöfalt óveður hjá honum greyinu. En með hjálp kuldagalla frá 66´norður lifði hann daginn af. Litli bróðir hringdi svo skömmu eftir að ég var vöknuð og spurði í sakleysi sínu hvort ég vildi koma með honum upp í Gerðuberg og skoða dagskrána sem þar var í gangi. Jújú, hvað gerir maður ekki fyrir litla kallinn. Ég rauk af stað og Ómar upplifði sínar styðstu 20 mínútur þar sem ég sagðist verða tilbúinn eftir 20 mín en stóð svo urrandi fyrir framan hann eftir 7 tilbúinn. Að óskapast yfir því afhverju hann getur aldrei verið fljótur að finna sig til. Nú jæja út fórum við og upp á hið breiða holt pirringurinn var ekkert að minnka og jókst um heilan helling þegar við fundum ekki bílastæði og ég dæmdi Ómar vanhæfan bílstjóra.

Dagskráin í Gerðubergi var mjög flott og vel að henni staðið og var greinilegt að margar fjölskyldur áttu þar glaðan dag. Uppúr kl 15 þá fór að koma meira að fólki og húsið fór að skreppa saman og var orðið að pínu litlu dúkkuhúsi. Þá ákváðum við í sameiningu, öll þrjú að fara bara þaðan út.

Að fenginni reynslu veit sá litli að ég verð pirruð þegar ég er svöng (vaknaði ekki svöng en samt pirruð), svo eftir stuttan neyðarfund félagana var ákveðið að halda í Kringluna og gefa pirringshrúgaldinu að borða. Þar hittum við mömmu og snæddum við öll saman. Ég róaðist pínu en þó ekki mikið. En hún mútta kann lausn á flestum vanda (enda besta múttá í heimi InLove). Hún rölti með mér í skóbúð sýndi mér BLEIKA geggjaða skó og sagði "ef þú verður róleg færðu svona skó" og viti menn med de samme róaðist ég og varð svona líka hamingjusöm.

Seinna í kvöld gerði pirringurinn sig líklegan til að brjótast framm aftur en þá bara fór ég í bleiku skónna. Skopandi um í mumu buxum, póst og símapeysu og bleikum hælaskóm brosti ég það sem eftir lifði kvölds

Ég komst að vísu aldrei að því afhverju ég var svona pirruð. En ættli staða himintunglanna og djúpa lægðin hafi ekki haft einhver áhrif, ég er svo viðkvæm sál.LoL

 

p.s. Ómar lifði daginn af og ætli ég verði ekki extra góð við hann á morgun milli þess sem ég lít uppúr skólabókunumWhistlingÞessi er brosir líka í bleikum skóm


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Bwahahaha, aumingja Ómar. Þér er reyndar vorkunn líka, það er skelfilegt að vera svona pirruð og vita ekkert af hverju. 

Hlakka til að sjá fínu bleiku skóna.  Skil reyndar ekkert af hverju þú fórst í mumu buxurnar en ekki fínu BLEIKU náttbuxurnar við fínu nýju skóna

Oddný (IP-tala skráð) 10.2.2008 kl. 11:58

2 Smámynd: Ólöf Anna

Þær bara voru í þvotti.

Ólöf Anna , 10.2.2008 kl. 13:22

3 Smámynd: Kristín Katla Árnadóttir

Það er gott að þú ert komin í gott skap aftur Ólöfu mín.

Kristín Katla Árnadóttir, 10.2.2008 kl. 16:09

4 identicon

Hæ Elskubesta systir í heimi.

Ég var frekar hræddur í gær að vera með þér þangað til að ég gaf þér að borða þá róaðist þú aðeins og þá leið mér mjög vel bara því að þér leið vel .

P.s. Ég er að fara til Manchester

Geiri litli brósi (IP-tala skráð) 10.2.2008 kl. 18:58

5 Smámynd: Ólöf Anna

Hey rassabóla og monthani

Þú ert nú líka bestasti litli bróðir í heimi.

Takk takk Katla.

Ólöf Anna , 10.2.2008 kl. 20:01

6 Smámynd: Gunnar Helgi Eysteinsson

Varstu að hætta að reykja? ... segibarasvona

Gunnar Helgi Eysteinsson, 11.2.2008 kl. 18:43

7 identicon

Þetta heitir ramm Íslensk FREKJA. Og ekkert annað.

Pabbi (IP-tala skráð) 11.2.2008 kl. 22:41

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband