Lenti í því um daginn....

 ...að vera étin af ketti.

Var ekki með símann minn á mér þannig að ég þurfti að bíða eftir að katturinn skilaði mér út á nátturulega mátann. Sá í sjónvarpinu áðan að það var maður sem lent í þessu líka. Hann var með síman með sér og gat hringt í konuna sína. Hvað ætli hann hafi sagt? Hvað ætli hún hafi gert? Demm hvað ég þoli ekki þessa auglýsingu. Ef þetta væri ekki annað tveggja símafyrirtækjanna hér á Íslandi sem nefnir eða sýnir síma í auglýsingum sínum, hefði ég ekki munað hver væri að auglýsa. Þar sem ég fyllist kjána-, skömmustu-, viðbjóðs- og pirringshrolli klára ég aldrei að horfa.

(+Funny+Pics)++++scary+cat+1

Meðan ég var að skrifa þetta mætti ég gangandi eyra sem var að hlusta á langbylgjuna.
Össs ég er hætt að horfa á sjónvarpið í kvöld. Ætli ég fari ekki bara að hekla þar sem litla krílið hans Óðins fer að koma í heiminn. Held að það komi í næstu viku þótt að það eigi ekki að koma fyrr en í byrjun febrúar. Veit að þetta verður fallegt barn og afskaplega gáfað þar sem foreldrarnir eru afspyrnu gáfuð. Pabbinn er núna í master í alþjóða viðskiptum (er ég búinn að ná þessu?)Wink
c_documents_and_settings_hjordis_desktop_brain_getting_an_idea_hg_clr

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Hrönn Sigurðardóttir

jamm..... hvað var aftur verið að auglýsinga? (heimskulegurkall) ;)

Hrönn Sigurðardóttir, 18.1.2008 kl. 22:06

2 Smámynd: Gunnar Helgi Eysteinsson



Ég er búinn að lesa færsluna en hef ekkert að segja.

Gunnar Helgi Eysteinsson, 18.1.2008 kl. 22:55

3 identicon

Vá hvað ég er sammála, þessi auglýsing er virkilega misheppnuð. Á sennilega að vera fyndin... eða hvað?  Ef svo er þá lýsi ég hér með eftir týndum húmor!!!

Oddný (IP-tala skráð) 19.1.2008 kl. 16:04

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband