Sunnudagur, 13. janúar 2008
Skólaverkefni
Var að fara yfir skjöl í tölvunni minni. Sá þá vel falið undir öllu rykinu möppu nefnda "skólinn". Þar er að finna gull. Margskonar gull. Ritgerðina sem ég fékk fyrstu 10-na mína fyrir, verkefni í textasmíðum, texta úr áfangi sem snerist um það að skrifa fréttir, fyrstu heimasíðuna mína sem var html kóðuð frá grunni og margt fleirra. Það sem var svo sérstakt við öll þessi verkefni að ég gerði þau af brennandi áhuga. Ég hafði ekki verið í skóla síðan ég hætti í MS árið 2001 og þetta var 2003. Ég tók viðtal við Styrmir Gunnarsson sælla minninga og skrifaði fréttir alla daga. Þarna var línan sett ég sætti mig við það að vera lent og fann að þarna lá áhugin og ástríðan.
Hér er texti sem ég er ekkert sérstakega stolt af í dag but....... Hérna var verkefnið að skrifa texta út frá orðinu náttúra.
Að vera Íslendingur og skrifa um náttúruna er ekkert smá mál, þar sem að náttúran er alltaf hluti af lífinu okkar. Hvert sem við förum um heiminn munum við alltaf eftir fjallinu sem stóð við æskuslóðirnar okkar. Þeir sem ólust upp í Reykjavík muna eftir Esjuni og þeir sem ólust upp á Selfossi muna eftir Ingólfsfjalli. Og hversu langt sem Íslendingar flytjast burt og hversu miklir heimsborgarar þeir telja sig vera í stórborgunum eins og New York eða L.A. býr alltaf lítill Íslendingur í þeim sem fær heimþrá fyrr eða síðar. Þessi litli Íslendingur innra með fólki sannar máltakið margur er knár þótt hann sé smár því hann er svo sterkur að fólk sem rekur ættir sínar til Íslands lengst aftur finnur fyrir honum. Þetta má sjá á vestur-Íslendingum, þau búa í Kanada og leggja mikið á sig til að læra það hrafnamál sem íslenskan er og ferðast margar sjómílur frá fæðingarbæ sínum til Íslands, til þess eins að efla tengslin við fortíð forfeðra sína og heimsækja landið sem þeir yfirgáfu. Svo djúp áhrif hefur nátturan á Íslendinga að mörg íslensk tónskáld og textahöfundar semja lög um móðurjörðina og náttúruna frekar en frelsi heimsins. En ást og náttúra haldast oft í hendur í sönglögum og í lífinu sjálfu, margir Íslendingar hafa átt sína rómantískustu stundir úti í náttúrunni og margir jafnvel skellt sér á skeljarnar og beðið sinnar heittelskuðu eða jafnvel gift sig undir berum himni í faðmi náttúrunnar. En hvað er í gangi á Íslandi núna? Hefur hluti Íslendinga dópað litla Íslendinginn sinn niður með peningagræðgi? Búið er að rífa í sundur stóran hluta hálendisins til þess eins að búa til rafmagn, en nóg var til að því áður til að lýsa upp Ísland og vel það. Nú á að selja rafmagnið til útlanda svo Íslensk náttúruspjöll geti lýst upp fleiri þjóðir. Hinsvegar, er litli Íslendingurinn hugsanlega orðinn of stór og frekur? Af hverju má ekki taka hluta af hálendinu, hluta sem engin vissi af? Frekar á að nota þennan hluta til að byggja upp atvinnu, og atvinna eru jú mikils virði fyrir þjóðina, annars mundum við bara flytja út fólk í stað rafmgns og þá kemur enginn peningur til landsins. Nema þá þegar börn einhversstaðar í heiminum, líklegast í Danmörku, standa í sömu sporum og Kanada menn gera í dag fara viku túr í kringum landið annaðhvert ár. En þá verður kannski bara engin eftir til að sýna þeim landið. Þá myndi fólkið skoða það sem var, þar sem allir Íslendingar eru flúnir úr landi útaf stór yfirráðum litla Íslendingsins á alþingi. Þau máttu undir það seinasta ekki einu sinni veiða sér rjúpu til að borða á jólunum. Og af hverju er ráðherra að skipta sér að því hvort fólk veiði sér rjúpu til matar eða ekki? Íslendingar hafa nú gert þetta í tugi ára og alltaf hefur rjúpunni tekist að fjölga sér í dauðatygjunum. Hvort sem Kárahnjúkarvirkjun stendur undir sínu eða ekki, hafa Ítalirnir skaffað fjölda manns tímabunda vinnu við launasamninga, heilbrigðisstörf og síðast en ekki síst komið í veg fyrir gúrkutíð hjá fjölmiðlum margoft, þá finna Íslendingar alltaf ráð til að lifa af því að Ísland er nú samkvæmt áræðanlegum heimildum best í heimiEr að byrja í kvöldskóla MH á morgun ættla að dusta rykið af heilanum áður en ég ræðst í stóra verkefnið í haust. Vona að ég laumi á einhverjum 10 þar.
Athugasemdir
Gunnar Helgi Eysteinsson, 13.1.2008 kl. 22:59
Mikið er þetta gott hjá þér þessi ritgerð er ofsalega góð. Til hamingju með hana Ólöf mín.
Kristín Katla Árnadóttir, 14.1.2008 kl. 13:37
Mjög góðar pælingar í þessum texta. Það vantar þó átakanlega greinaskil í þetta ef ég má vera alveg hreinskilin
Oddný (IP-tala skráð) 14.1.2008 kl. 19:19
Oddný: I know. Þetta er nú bara átakanlegur texti. Fann ekki textann sem ég ætlaði að setja inn svo ég setti þennan. Finnst hann bara fyndinn og agalega illa gerður. Enda var Íslensku kunnátta mín á þessum tíma á við 12 ára krakka.
Katla: Takk takk Katla
Gunnar: Þú átt vafalaust flottasta kvittið. Þú ert flottur.
Ólöf Anna , 14.1.2008 kl. 23:00
Geiri (IP-tala skráð) 15.1.2008 kl. 21:32
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.