Miðvikudagur, 2. janúar 2008
FÓLK
Undanfarin ár hef ég stundað mannhegðunarrannsóknir. Þær rannsóknir fela það í sér að manneskja sem samkvæmt öllum pappírum ætti að fara í taugarnar á mér gerir það ekki. Heldur kýs ég að skoða hegðun manneskjunnar frá ýmsum hliðum. Til að mynda fólk sem haldið er ofboðslegri mannfyrirlitningu reyni ég að sjá hvernig hún sér heiminn. Einhver sem ríkur upp af minnsta tilefni. Ég reyni að finna hvar mörkin liggja og dansa svo línudans á mörkunum. Frekar erfitt starf. Reynir á taugarnar og húmorinn. Ég reyni að sjá það góða í hverri manneskju. Því ég vil trúa að í hverri sál sé örlítil arða af góðmennsku.Í sumum tilfellum er hún svo lítil að hún er vart mælanleg en er þó til staðar. Alltaf er það undantekningin þó sem sannar regluna. Því miður í þessu tilfelli. Því til að sanna kenninguna um að eitthvað gott finnist í öllum hlýtur að vera einn sem ekkert gott finnst í. Sagt hefur verið að það sé ekki lagt á eina manneskju meira en hún ræður við. Það sé ekki aðalatriði hvað sé á herðar okkar lagt heldur hvernig við vinnum úr því sem á okkur er lagt. Í sumum tilfellum hefur sá sem úthlutar þyngdinni misreiknað sig. Hef ég horft upp á fólk sem ræður ekki við þyngdinni, sligast undan henni og að lokum er þrekið búið. Þá til að lifa, í þeirri merkingu að anda, er gripið í öflugt afl. Afl sem getur drifið þig áfram af þvílíkum krafti að þú telur þér trú um að þú sért lifandi. Þetta afl ber mörg nöfn. Hatur, illska, biturleiki, reiði. Þú ert ekki lifandi ef þú stjórnast af reiði. Þú getur ekki elskað ef þú hatar. Það er illmögulegt að elska þig ef þú er bitur. Hver sú hindrun sem lögð er fyrir okkur er til að sigrast á. Hvert fjall sem verður á vegi þínum er til að klifra. Hver sagði að lífið væri skemmti skokk? Lífið er hindrunarhlaup, hvað er gaman að hindrunarhlaupi án hindrana?
Athugasemdir
Og þetta er svo satt...
Gunnar Helgi Eysteinsson, 2.1.2008 kl. 21:39
Loksins ertu farin að skrifa aftur , flott hugleiðing hjá þér, alltaf gaman að lesa það sem þú skrifa.
mamma (IP-tala skráð) 2.1.2008 kl. 22:29
Mikið er þetta satt sem þú segir elsku Ólöfu mín þú ert mjög skynsöm mér þykir mjög væntu þig. Takk fyrir þetta.
Kristín Katla Árnadóttir, 2.1.2008 kl. 22:59
Svo satt og rétt.
Oddný (IP-tala skráð) 3.1.2008 kl. 11:26
Hæ, snillinn minn. Gleðilegt ár og takk fyrir gamla!
Guðríður Hrefna Haraldsdóttir, 6.1.2008 kl. 02:27
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.