Laugardagur, 17. nóvember 2007
Þroskasaga stúlku
Mikið rosalega er gaman að fylgjast með eigin þroskasögu. Ég var að lesa gamla bloggið mitt. Sem ég byrjaði með þegar ég var í Iðnskólanum 2003. Þar var færsla um þegar komið var inn á heimilið okkar og stolið nokkrum verðmætum. Við vorum vakandi, sátum inn í stofu. Það hvarflaði ekki að okkur fyrr en alltof seint að við værum ekki ein. Við erum nú búinn að jafna okkur á þessu að mestu. En svakalega hló ég þegar ég las þessa færslu sem var skrifuð 13. september 2006. Á ekki lengri tíma en þetta finnst mér ég hafa þroskast þó nokkuð mikið og leyfi sjálfri mér að efast um að ég mundi bregðast eins við í dag. Ákvað að laga færsluna ekkert svo breytingin á mér sjáist en betur.
Mikið hrikalega getur fólk(ef fólk skildi kalla) verið kalt og heimskt. Á sunnudagin sátum ég og Ómar inn í stofu að horfa á þátt um 9/11. Þegar við heyrum eitthvert hljóð frammi. ég lækka niður í sjónvarpinu og hlusta en heyri ekkert meir og geri bara ráð fyrir að þetta hafi verið í konunni uppi. Stuttu seinna heyrum við aftur hljóð ég lækka aftur í sjónvarpinu nema í þetta skiptið rjúkum við bæði fram. Þá hafði einhver eða einhverjir farið inn tekið lyklana sem voru í skránni, myndavélatöskuna með vélinni, aðdráttarlinsunni og öllu sem tilheyrir myndavélinni. Þetta var vél upp á 150þús rúmar. Einnig ákváðu þeirr að fara í innaná vasan á jakkanum hans Ómars sem hékk á snaganum við hliðiná klósetthurðinni og tekið veskið hans með öllum kortunum hans.
Þar sem okkur grunaði ekki að þeirr sem hefðu komið inn hafi farið svona langt datt okkur ekki í hug að athuga með veskin þannig að þetta uppgvötaðist ekki fyrr en kvöldið eftir. Þá létum við loka öllum kortunum en samt hafði þeim tekist að eyða helling m.a. 5000kr á Hlöllabátum hversu mikið af hlölla þarftu að kaupa???
En skítt með peninga og myndavélina.Það fáum við bætt en það sen við fáum ekki bætt er óhugnanlega tilfinningin að einhver hafi komið inn á heimilið mitt óboðinn og óöruggið og vannlíðan sem fylgir því að vera hræddur á eigin heimili. Mér brá svo að mánudag og þriðjudag var ég í rusli og þurfti lítið annað en að bjóða mér góðan daginn til að ég brysti bara í grát.
Það er búið að kæra þetta og löggan er að ransaka málið. En ég held að það sé vonlítið að fá myndavélina aftur eða réttara sagt myndirnar sem voru inn á henni. En ég ákvað að láta ekki einhverja smá sálir sem bera ekki meiri virðingu fyrir fólki en að æða inn á þeirra helgasta stað og skjól sem heimilið er og saurga það, skemma meira fyrir mér en 2 daga. Auðvitað mun maður vera varkárari í framtíðnni að læsa dyrunum ALLTAF þótt að við séum heima (höfum vísu alltaf gert það en greinilega klikkað í þetta skipti) og ganga vel frá öllum gliuggum.
Nú er ég ekki lengur hrædd eða sár er bara svo reið að ef einhver reynir e-h svona aftur heima hjá mér hvar sem það verður er hann í vondum málum.
Sef að vísu enþá með hamar í náttborðsskúffinni :o)
en nóg í bili kv Ólöf ÓGURLEGA
Þar sem okkur grunaði ekki að þeirr sem hefðu komið inn hafi farið svona langt datt okkur ekki í hug að athuga með veskin þannig að þetta uppgvötaðist ekki fyrr en kvöldið eftir. Þá létum við loka öllum kortunum en samt hafði þeim tekist að eyða helling m.a. 5000kr á Hlöllabátum hversu mikið af hlölla þarftu að kaupa???
En skítt með peninga og myndavélina.Það fáum við bætt en það sen við fáum ekki bætt er óhugnanlega tilfinningin að einhver hafi komið inn á heimilið mitt óboðinn og óöruggið og vannlíðan sem fylgir því að vera hræddur á eigin heimili. Mér brá svo að mánudag og þriðjudag var ég í rusli og þurfti lítið annað en að bjóða mér góðan daginn til að ég brysti bara í grát.
Það er búið að kæra þetta og löggan er að ransaka málið. En ég held að það sé vonlítið að fá myndavélina aftur eða réttara sagt myndirnar sem voru inn á henni. En ég ákvað að láta ekki einhverja smá sálir sem bera ekki meiri virðingu fyrir fólki en að æða inn á þeirra helgasta stað og skjól sem heimilið er og saurga það, skemma meira fyrir mér en 2 daga. Auðvitað mun maður vera varkárari í framtíðnni að læsa dyrunum ALLTAF þótt að við séum heima (höfum vísu alltaf gert það en greinilega klikkað í þetta skipti) og ganga vel frá öllum gliuggum.
Nú er ég ekki lengur hrædd eða sár er bara svo reið að ef einhver reynir e-h svona aftur heima hjá mér hvar sem það verður er hann í vondum málum.
Sef að vísu enþá með hamar í náttborðsskúffinni :o)
en nóg í bili kv Ólöf ÓGURLEGA
Tek það fram að hamarinn er farinn úr náttborðskúfunni. Eigið góða helgi. Og munið að segja þeim sem þið elskið að þið elskið það, með orðum eða gjörðum.
Athugasemdir
Ja, hérna, ekki hefur þetta nú samt verið þægilegt! Arggg. Sumir þroskast seint, aðrir aldri, gott að einhverjir þroskast, elskan. Knús í bæinn.
Guðríður Hrefna Haraldsdóttir, 17.11.2007 kl. 12:57
æj æj, þetta er örugglega ekki þægileg lífsreynsla!! Er ekki bara spurning að fá sér smiðsbelti og hafa hamarinn alltaf tiltækan??
Hrönn Sigurðardóttir, 18.11.2007 kl. 00:21
Ji ég man hvað þú varst í miklu sjokki þegar þetta gerðist, enda eðlilegt að svona hafi áhrif á mann. Knús á þig stelpa, það sem ekki drepur okkur styrkir okkur
Sund í vikunni?
Oddný (IP-tala skráð) 19.11.2007 kl. 09:00
Kveðja til þín elsku Ólöf mín ætla lesa seinna.
Kristín Katla Árnadóttir, 23.11.2007 kl. 11:40
Hi ertu til í að senda mér mailið þitt??
Knús...og kveðja
Katrín Snæhólm Baldursdóttir, 24.11.2007 kl. 09:40
Ég ætla að fletta til baka og skoða gamlar færslur hjá mér... þú ert sniðug
Gunnar Helgi Eysteinsson, 29.11.2007 kl. 19:13
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.