Að gefast upp eða draga sig í hlé.

Að draga sig í hlé er ekki það sama og að gefast upp. Að taka meðvitaða ákvörðun um að stoppa áður en ég gefst upp er ekki það sama og gefast upp. Styrkurinn í að draga sig í hlé er meiri en niðurlægingin við að gefast upp, að geta ekki. Að koma aftur þegar ég er orðin sterkari. Að vinna í því að gera mig sterkari. Að ná yfirhöndinni yfir líkama mínum og sál.

Þótt vinir haldi í sitthvora áttina og lifa sínu lífi með sínum og sínum draumum þarf það engu að breyta. Vinur er alltaf bara einu símtali í burtu, einu sms, einu brosi og alltaf tilbúinn til að hlusta hlæja og gráta með þér. Eða bara þegja saman.

                                                                                                                                20051217212657_hands_friends


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Brynjar Jóhannsson

Sæl Ólöf.

Þú ert alltaf svo einlæg í skrifum þínum og líkar mér það mjög vel.

Leiðréttu mig ef ég er að fara með rangt mál en þú ert að tala um að gera drauma þína að veruleika ? ...

Ef það er rétt þá er það mín reynsla að ég er alltaf mest lifandi þegar ég vinn að gera drauma mína að veruleika. Ég er bæði óuppgvötaður tónlistar og textahöfundur, hef skrifað eina ljóðabók, klárað einn geisladisk, eina smáskífu og er með skáldsögu og geisla disk í bígerð (sama verkefnið). Samt vita sárafáir af mér og það er ekki sjálfgefið að mín verði minnst í framtíðinain fyrir eitt né neitt nema að vera bréfberi. 

Það er rétt hjá þér.. 

Það er munur á að draga sig í hlé og að gefast upp. 

Það er nú einu sinni þannig svo með mig. Ég vona bara að þér gangi vel og þú fylgir þinni kölluun á einn eða annan hátt og lifir því lífi sem þér langar að lifa.  Ég t.d tók eftir að henni Jónu ofurbloggara var hafnað af bókaframleiðendum fyrir skrif sín en ég trúi samt ekki öðru en hún haldi samt áfram að skrifa. Hún er góður penni og fólk á ekki að hætta því sem það er gott í.

Það er allaveganna mín skoðun að fólk á að fylgja sinni köllun ... það er lykillinn að hamingjunni. Reyndar er það lykillin af óhamingjunni líka ef fólk uppsker sífell vonbrigði frá tilverunni.  En lífið er áhættu spil og þú sigrar ekki nema að þú takir þátt. 

Allaveganna hvað sem þú gerir.. Gangi þér vel og ræktaðu það sem þú ert góð í.

með heillaóskum

Brynjar. 

Brynjar Jóhannsson, 1.11.2007 kl. 16:25

2 Smámynd: Kristín Katla Árnadóttir

Ég segi það sama þú ert svo einlæg og góð og þú skrifar svo fallega Ólöf mín ofurknús til þín elskan.

Kristín Katla Árnadóttir, 1.11.2007 kl. 19:32

3 identicon

Alveg hárrétt, eins og við ræddum í heita pottinum um daginn.  Það er betra að fresta þessu aðeins, heldur en að halda áfram núna og gefast upp. Einn daginn verður þetta að veruleika. Svo ég noti orð LB: "ég veit það upp á tár!"

Oddný (IP-tala skráð) 2.11.2007 kl. 12:46

4 Smámynd: Hrönn Sigurðardóttir

Mikill sannleikur í þessu hjá þér. Alltaf betra að draga sig í hlé heldur en gefast upp! Það er svo miklu auðveldara að byrja aftur ef maður hefur dregið sig í hlé.

Gangi þér vel!

Hrönn Sigurðardóttir, 3.11.2007 kl. 08:45

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband