Miðvikudagur, 19. september 2007
Ég fór í göngutúr í gærkvöldi og mætti fljúgandi húsi
Eða þannig lagað. Fór í göngutúr og ætlaði að bjóða nýjan nágranna velkomin í hverfið, búinn að baka eplaböku og alles, en þá var nýi nágranninn bara úpptekin við að koma sér fyrir. Ég smellti nokkrum myndum af honum á síman minn og fylgdist með eins og margir fleiri íbúar hverfisins. Þegar hann hafðu svo komið sér fyrir klöppuðu allir. Nágranninn nýi var reyndar svo eftir sig eftir flutningana að ég fór bara heim með eplakökuna og borðaði hana sjálf.
Heyrði reyndar fólk vera að tala um að það væri ný fjölskylda að flytja um helgina aðeins ofar í götunni og ætlar fólk að fjölmenna að og fylgjast með þeim koma sér fyrir. Verst að ég kemst ekki til að bjóða þau velkominn. Verð upptekin við að týnast upp á Úlfljótsvatni.
p.s. Svona án gríns afhverju hefur ekkert komið fram hver á þetta hús og afhverju hann valdi að flytja það þangað. Hvernig ætli þeim hafi liðið á meðan flutningunum stóð.
Athugasemdir
Skemmtileg saga. Þetta er stór spurning ég veit það ekki. knús
Kristín Katla Árnadóttir, 19.9.2007 kl. 20:51
Góð spurning!
Gunnar Helgi Eysteinsson, 20.9.2007 kl. 08:06
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.