Of ung.

Mikið rosalega fer í taugarnar á mér að heyra orðin "og þú svona ung" við allskonar tilefni.

Oft hef ég heyrt þetta og frá fleiri en einni manneskju þegar ég tilkynni mig veika í vinnu. Ég er ekki með fulla orku það veit ég, og hef reynt að segja yfirmönnum mínum það en margir skilja í einn dag eða svo. Þá hef ég heyrt þessi orð "og þú svona ung" Já ég er svona ung. Mig hefur oft langað til að spyrja fólk sem segir þetta hvert aldurstakmarkið er að fá að vera veikur. En í samviskubitskasti þori ég ekki að segja neitt. Læt yfirmenn niðurlægja mig. Eins og það sé ekki nógu erfitt að hafa ekki fulla orku. Þurfa að sætta sig við það að vera svona ung og þurfa oft að hafa tvisvar sinnum meira en jafnaldrar mínir fyrir einföldum hlutum eins og að vakna, borða og sofa. Þrjóskan, jákvæðnin og lífsgleðin hafa oft gert mig að betri starfsmanni en þeim sem mættir alltaf og vinnur aukavinnu allar helgar en þolir samt ekki starfið sitt. Ef ég ákveð að gera eitthvað, eins og að sækja um ákveðið starf, sinni ég því starfi eins og ég best get. Betur get ég ekki gert.

 Tékkið á þessum hann er þó ekki að ljúga.

http://www.hallmark.com/wcsstore/HallmarkStore/images/products/ecards/nfg1969.swf 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Fishandchips

Haltu áfram ótrauð á þessari braut

Fishandchips, 3.9.2007 kl. 00:31

2 identicon

Allir sem þig þekkja vita að þú gerir þitt besta and then some þó það eigi ekki að vera hægt. Ferð það einmitt á þrjóskunni sem þú nefnir

Þú stendur þig vel elskan, ég er virkilega stolt af þér. Það eru ekki allir sem vinna jafn vel í sínum málum og þú

Oddný (IP-tala skráð) 3.9.2007 kl. 10:37

3 Smámynd: Guðríður Hrefna Haraldsdóttir

Jahhh, ég veit ekki hvenær maður er á réttum aldri. Man eftir þessu kjaftæði þegar ég var 17 - 20 plús. Frá 37-38 ára fór ég að heyra að ég væri svo gömul ... mátti varla fá hausverk án þess að vera spurð hvort ég væri komin með kóf (breytingaraldurinn) ... Kynnti mér málið og komst að því að meðalaldur kvenna sem fara á breytingaskeiðið er 51 árs. Getur ekki verið að fólk noti aldur sem umræðuefni og þá er ekkert gaman að segja: Æ, þú ert á svo mátulegum aldri. Þetta er óþolandi, sendi þér styrk til að berja fólk sem lætur svona.

Guðríður Hrefna Haraldsdóttir, 3.9.2007 kl. 18:47

4 Smámynd: Kristín Katla Árnadóttir

Haltu bara áfram að vera þú.

Kristín Katla Árnadóttir, 3.9.2007 kl. 18:56

5 Smámynd: Gunnar Helgi Eysteinsson

Hvað ertu gömul ?

Gunnar Helgi Eysteinsson, 3.9.2007 kl. 20:11

6 Smámynd: Ólöf Anna

Ég er nú bara 23 ára UNG.  Alveg er þetta merkilegt. Hvað ættli verði svo sagt þegar ég er orðin 97 og í fullu fjöri. "Ættlar þú út að hlaupa OG ÞÚ SVONA GÖMUL!!!!"

Frummp enda er aldur bara hugaástand.

Þið eruð öll æði Knús á línuna

Ólöf Anna , 3.9.2007 kl. 23:40

7 Smámynd: Brynjar Jóhannsson

ÞÚ LÆRIR ÞETTA ÞEGAR ÞÚ ELDIST

Brynjar Jóhannsson, 8.9.2007 kl. 11:59

8 Smámynd: Birna Dís

Vá hvað þetta er kunnulegt.. alltaf svo ung - hef reyndar náð að hefna mín ágætlega með því að benda fólki bara á það á móti hvað það er hrikalega gamalt

Birna Dís , 9.9.2007 kl. 11:31

9 identicon

Ekki láta svona langan tíma líða á milli þess sem þú bloggar. Þú ert alltof ung til þess!

Oddný (IP-tala skráð) 11.9.2007 kl. 15:47

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband