Þriðjudagur, 21. ágúst 2007
The end
Ég leit á klukkuna og sá að það var komin tími til að athuga með baðið. Ég hafði beðið eftir þessari stundu frá því mjög snemma í morgun. En ég fékk ekki að njóta þess eins og mig langaði.
Ég rankaði við mér næst inní köldu herbergi í gamaldagsbyggingu. Mér var sagt að rifja upp seinustu klukkutíma. Klukkutíma sem ég vildi að aldrei hefðu liðið. Að þeir hefðu bara hoppað hjá og allt sem átti að gerast á þessum tíma hefði aldrei gerst og líf mitt væri jafn gott og það var fyrir sólarhring síðan."Dagurinn byrjaði mjög snemma."
Byrjaði ég.
"Óvenju snemma því maður minn"
ég hikaði þetta orð olli mér ógleði.
"þurfti að mæta í flug fyrir allar aldir. Ég vaknaði með honum til að sjá til þess að allt væri með og og tryggja að hann mundi ekki vekja börnin"
Börnin hugsaði ég, Ég má ekki hugsa um börnin
" En alltaf tókst honum að laumast inn til þeirra og vekja þau. Til þess eins að kveðja og láta vita að hann væri að fara. Hann fór út þegar leigubíllinn kom. Þá sat ég eftir klukkan fimm að morgni með vakandi börn sem áttu ekkert erindi út í daginn fyrr en leikskólinn opnaði klukkan 7. Með stírurnar í augunum spurði dóttir mín og afmælisbarn dagsins hvort afmælisveislan hennar væri byrjuð hvort hún væri núna orðin fimm ára.Ég svaraði henni að firrst færi hún í leikskólann svo væri afmælisveislan.Þarf að muna að hringja í leikskólann. Ættli það sé kanski til eitthvað sérstakt eiðublað?
Glaðvakandi gekk strákurinn framhjá með eitt snuð í munninum og tvö í hendinni og tilkynnti mér að hann væri farinn út að leika. Klæddur í samfellu með bubba byggir mynd æðir hann inn í forstofu og og byrjar að troða sér í stígvélin. En hvað lífið er notalegt þegar maður er 18 mánaða. Til að láta tímann líða ákvað ég að fara með þeim í sund.
Siðan leið dagurinn eins og allir hinir framan af. Fara með börnin í leikskólann,fara í vinnuna, sækja börnin í leikskólann og fara með heim. Það sem var öðruvísi við þennan dag að það var afmæli eftir leikskóla. Fjórir krakkar úr leikskólanum komu með heim og fengu kökur og fóru í leiki. Hefðbundið fimm ára afmæli. Ein af vinkonunum fékk að gista og svaf inn í herbergi hjá krökkunum. Ég gekk frá eftir afmælið eftir að krakkarnir voru sofnuð . Lét síðan renna í bað og fékk mér ein tebolla meðan ég beið eftir baðinu.
Fórstu einhvern tíman ofaní baðið? spurði hann.
já það gerði ég. Þegar ég var komin ofaní baðið og fann að þreytan var byrjuð að líða úr skrokknum heyrði ég eitthvað þrusk frammi. Ég spenntist öll upp og hlustaði betur. Hélt kannski að eitthvert barnanna væri vaknað. Ég heyrði ekkert meir og reyndi að slaka á aftur. Stuttu seinna var ég komin í minn eigin heim afslöppunar. Skyndilega heyrði ég háværan hvell ég rankaði við mér aftur og hálf reis upp úr baðinu. Ég heyrði annan og fattaði þá hvaða hljóð þetta var. Ég rauk af stað. Ég heyrð þriðja hvellinn og æpti af öllum lífs og sálarkröftum. Það var eins og tíminn hefði hægt á sér. Ég ætlaði aldrei að komast að mér fannst að herbergi barnanna. Þegar ég loksins kom að herberginu stóð hann þarna á miðju gólfinu. Ég þekkti hann varla í daufri skímunni frá næturljósinu. fyrirgefðu var það eina sem hann sagði áður en fjórði hvellurinn kom. Ég kveikti ljósið. Sá fullt af blóði og fjóra fallega líkama sem lágu lífvana, þrjú í rúmum alsetum blóði og fjórði á gólfinu. Það eina sem ég hugsaði þegar ég stóð frosin í dyragættinni var. hvernig segi ég foreldrum frá því að barnið þeirra sé dáið?
vissir þú að maðurinn þinn fór aldrei út á flugvöll?
nei
vissir þú að hann ætti byssu?
nei
voru einhverjir erfiðleikar í hjónabandinu? Ósætti af einhverju tagi?
já við vorum ósamála aðgerð sem ég fór í í seinustu viku
hvaða aðgerð var það?
ég fór í fóstureyðingu hann vildi ekki að ég færi hann vildi eignast fleiri börn
Lögreglumaðurinn stóð upp gekk til mín klappaði mér á öxlina og gekk út. Ætli ég geti grátið núna?
Athugasemdir
Loksins kom framhaldið mjög góð saga hjá þér haltu svo áfram ég hlakka til að heyra meira af þessari sögu þú er frábær ekki The end.
Kristín Katla Árnadóttir, 21.8.2007 kl. 23:43
Vá! Orðlaus, eins og þú veist manna best þá gerist það ekki oft
Oddný (IP-tala skráð) 22.8.2007 kl. 11:19
Vá! Loksins kom restin! Þetta er frábært - Get ekki beðið eftir næstu sögu.. og bókinni sem þú þarft að gefa út á endanum Þú hefur greinilega hæfileikana í þetta
Birna Dís , 23.8.2007 kl. 22:40
Ofsalega er þetta sorglegt.
Jóna Á. Gísladóttir, 24.8.2007 kl. 00:08
Jóna: ef þú ert að tala um söguþráðinn þá tók penninn bara algjörlega völdin og mér leið geggjað illa og fannst ég persónulega hafa myrt allt þetta fólk
en ef þér fannst sagan sorglega léleg þá..... takk samt fyrir lesturinn
Ólöf Anna , 24.8.2007 kl. 00:36
Ég ætla að giska á að Jóna hafi verið að tala um söguþráðinn
Oddný (IP-tala skráð) 24.8.2007 kl. 10:47
hrikalega var þetta sorgleg saga.....
....en góð!!
Hrönn Sigurðardóttir, 24.8.2007 kl. 18:40
hahahaha. Já ég var að tala um söguþráðinn. Það er svo gaman þegar penninn (lyklaborðið) tekur völdin. Hún er dulmögnuð þessi saga hjá þér. Ég las hana aftur þegar ég kom að endinum. Áttaði mig á að ég hafði ekki lesið rétt. Svolítið óþægileg. In your face ef ég má sletta. Vel gert.
Jóna Á. Gísladóttir, 26.8.2007 kl. 02:25
Þetta er rosaleg saga, er búin að lesa hana þrisvar. Þú hefur ansi gott vald á því að skapa ákveðin hughrif og sjokkera. Segir ekki of mikið, ekki of lítið. Frábært, stelpa!!! Hélt reyndar að ég hefði kommentað hjá þér strax á þessa sögu en líklega hef ég verið á mikilli hraðferð og bara gefið mér tíma til að lesa. Sorrí.
Guðríður Hrefna Haraldsdóttir, 29.8.2007 kl. 23:31
Hæ systa þetta er geðveikt skemtileg saga saga.Vonandi kemur þú með aðra sögu sem verður kannski ekki eins sorgleg .
Geiri (IP-tala skráð) 1.9.2007 kl. 17:27
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.