Alltaf að prófa eitthvað nýtt.

Langaði að gera eins og sumir eru að gera, blogga sögur. Ákvað að skella saman í eina.

 

Ég sit ein við gluggann í eldhúsinu með tebollann minn. Það er algjört hljóð fyrir utan suðið í ísskápnum og vinalegt tikkið í eldhúsklukkunni. Það er dimmt úti. Eina birtan er frá kertinu í glugganum og skíma af ljósastaurnum hinum megin við götuna. Himinninn er alsettur skýjum svo máninn getur ekki hjálpað ljósastaurnum að lýsa ljósi inn um gluggann minn. Ef máninn hefði krafta til að lýsa í gegnum skýin. Ef ljósastaurinn gæti gefið frá sér hljóð myndu þeir báðir, ljósastaurinn og máninn, láta mig vita af manneskjunni sem hljóðlaust var að nálgast húsið mitt bakdyramegin. Að mér sækir undarleg tilfinning. Tilfinning sem mér sem barn var kennt að væri bara garnagaul eða þreyta. En þessi tilfinning var sterkari en það. Eitthvað sem ég ekki sá né heyrði í var að gefa mér merki. Gefa mér merki um að hlusta, vera tilbúin, hlaupa.

433081_candle_light_1

framhald síðarDevil


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Birna Dís

Sko.. ég er hlynnt þessum sögubloggum.. En ekki þessum framhaldssögum! ég hef ekki þolinmæði í þetta - nú kíki ég á bloggið þitt á 5mín fresti til að athuga með framhaldið

Birna Dís , 9.8.2007 kl. 09:52

2 Smámynd: Kristín Katla Árnadóttir

Sko ég sagði að þú gætir verið rithöfundur góð saga ég mun fylgjast með.

Kristín Katla Árnadóttir, 9.8.2007 kl. 11:54

3 Smámynd: Brynjar Jóhannsson

Þetta er mjög vel skrifað hjá þér....  GÓ ON GÖRL

Brynjar Jóhannsson, 10.8.2007 kl. 01:00

4 identicon

Thu ert yndi. hlakka til ad sja thig! Sakna thin ofsalega mikid

Oddny (IP-tala skráð) 10.8.2007 kl. 03:54

5 Smámynd: Guðríður Hrefna Haraldsdóttir

Úúúúúú, spennandi! Hlakka til að lesa framhaldið, skáldið mitt!

Guðríður Hrefna Haraldsdóttir, 10.8.2007 kl. 19:50

6 Smámynd: Jóna Á. Gísladóttir

Komma soo....

Jóna Á. Gísladóttir, 12.8.2007 kl. 15:46

7 Smámynd: Birna Dís

Fer "síðar" ekki alveg að koma??

Birna Dís , 12.8.2007 kl. 16:34

8 Smámynd: Ólöf Anna

Dadam er i svitjod. kemur meira vonandi fljotlega

Ólöf Anna , 12.8.2007 kl. 18:35

9 Smámynd: Ómar Karlsson

Ég var að vonast til þess að það kæmi eitthvað blogg frá Svíþjóð, en auðvitað hefur þú nóg annað við tímann að gera. Haltu áfram að skemmta þér vel þarna úti ástin mín.

Ómar Karlsson, 13.8.2007 kl. 16:34

10 identicon

Get ekki loggad mig inn. svo geggjada restin verdur ad bida. skrifa hana ekki her i komentin. p.s. er buinn ad versla endalaust mikid og skemti mer rosalega vel.

olof anna (IP-tala skráð) 13.8.2007 kl. 18:10

11 identicon

Nú er ég komin heim og bíð spennt eftir að fá þig heim, hugsa að ég sé spenntari en Ómar! Næstum því amk

Ég sá svo margt úti sem hreinlega öskraði "ÓLÖF!!!" að ég hugsa að ég hafi keypt jafn mikið handa þér og mér! Hehehe  Hlakka sérstaklega til að gefa þér einn hlut... en þú færð ekki að vita hvað það er fyrr en þú kemur heim, haha

Oddný (IP-tala skráð) 14.8.2007 kl. 11:41

12 Smámynd: Jóna Á. Gísladóttir

Og kommma soooo.....

Jóna Á. Gísladóttir, 17.8.2007 kl. 00:43

13 identicon

Ef ég man rétt, þá átt þú að koma heim á morgun!  Þú verður að hringja í mig eða droppa við í nýju íbúðinni um leið og þú kemur, eða mátt kannski fá þér aðeins að borða fyrst ef þú ert svöng

Ég er ekki búin að sjá þig í MÁNUÐ! Drífa sig, koma svo!

Oddný (IP-tala skráð) 19.8.2007 kl. 18:02

14 Smámynd: Kristín Katla Árnadóttir

Þú þarft að komast ofar á lista hjá mér geri það í kvöld.

Kristín Katla Árnadóttir, 20.8.2007 kl. 10:47

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband