Mánudagur, 6. ágúst 2007
Draumurinn
Ég hef alltaf ætlað mér að skrifa bók. Eina bók. Veit ekki ennþá um hvað hún á að vera en skáldsaga skal það vera og nafnið mitt á kápunni. Ég hef oft fengið hugmyndir að sögu, aðalpersónum, aukapersónum og upphafi, en aldrei enda. Oft á dag fæ ég líka hugmyndir að bloggfærslum, smásögum, ljóðum, viðtalsefni, umfjöllunarefni og fréttum. Oftar en ekki er ég búinn að semja textann í huganum. En eins og svo margt annað í þessum hraða heimi týnist það, verður að engu gleymist og hverfur í huga fullan af tannlækna tímum, innkaupalistum og símanúmerum. Ég hef oft velt því fyrir mér að ganga um með upptökutæki eða blokk og blýant og skrifa niður þessar hugmyndir svo ég geti þá unnið úr þessu seinna eða allavegana svo þetta týnist ekki alveg jafn hratt. Hef bara aldrei látið verða að því. Kannski ég geri það í sumar geri svona smá tilraun og athuga hvort hugmyndirnar mínar eru eitthvað til að tala um eða vinna meira úr. Þó það væri ekki nema mér til ánægju og yndisauka.
Frá því að ég var lítil hefur mig langað til að verða fréttakona. Þegar vinkonur mínar litu upp til og vildu verða alveg eins og einhver söng-eða leikkona horfði ég á fréttirnar og vildi verða eins og Elín Hirst, Edda, eða Jóhanna Vigdís. Svo fóru hormónin að flæða í allt of miklu magni um líkamann minn og ég fékk þá flugu í höfuðið að ég gæti bara ekki verið fréttakona. Fyrir því voru þrjár ástæður: 1) Ég var ekki nógu góð í stafsetningu og gæti því aldrei skrifað flottan texta. 2) Ég væri svo ljót að ég gæti aldrei unnið í sjónvarpi. 3) Ég hefði svo ljóta rödd að ég gæti ekki verið í útvarpi. Þá eru nú ekki margir miðlar eftir ef einhver. Þar af leiðandi vissi ég ekkert hvaða stefnu ég ætti að taka og ráfaði um stefnulaus að reyna að finna eitthvað sem ég gæti hugsað mér að vinna við. Vissulega hefur þessi leit mín leitt mig á marga staði og ég hef lært fullt af hlutum og kynnst fólki sem ég hefði aldrei hitt. En nú hef ég fundið stefnuna og hægt og rólega minka sveiflurnar og ég nálagst ákvörðunar stað. Mikið ofboðslega er það mikill léttir að vita hvað maður vill. Að leita aftur í barnssálina og spyrja hana "hvað var það sem við ætluðum að verða" hlusta á svarið og láta drauminn sem hefur alltaf átt heima í hjartanu mínu rætast. Ég ætla að verða fréttakona og rithöfundur.
Athugasemdir
Ég dáist að því hvað þú ert einlæg í þínum skrifum.. Þú veist hvað þú villt ..þú segir tæpitungulaust að þér langar að verða fréttakona og rifhöfundur. það er frábært að þú vitir hvað þú villt og ég segi án þess að blikka augun að þá ertu virkilega heppinn því FLESTIR VITA EKKERT HVAÐ ÞEIR VILJA!
því vil ég spyrja þig einnar spurningar..!
hvað stoppar þig í að láta þá drauma þína verða að veruleika ? ...... Ég hef sjálfur skrifað eina bók og í gegnum tíðina hef ég látið það vera leiðarljós í gegnum líf mitt að ræta drauma mína.. Ég segi að ef þetta er ÞAÐ SEM ÞÚ VIRKILEGA VILLT ÞÁ ER ÞAÐ SEM ÞÚ FÆRÐ.. trúðu mér... mín ráð þín til þín er LIFÐU DRAUMA ÞÍNA...
Brynjar Jóhannsson, 6.8.2007 kl. 06:33
Vá. Brynjar er ekkert smá hvetjandi persónuleiki. Gott hjá honum. Takk fyrir bónorðið Ólöf Anna . Penni og skissubók er ómissandi hvert sem þú ferð. Og þá meina ég hvert sem þú ferð. Undirstaða þess að geta skrifað. Hefur allavega reynst þannig fyrir mig í þennan stutta tíma síðan ég uppgötvaði hana. Í guðs bænum ekki láta þér detta í hug að hugmynd af endi þurfi að vera til staðar áður en þú sest niður og byrjar að skrifa. Endirinn verður alltaf öðruvísi en þú ætlaðir í upphafi hvort sem er. You go girl. Drífa sig í nám tengt áhugamálinu.
Jóna Á. Gísladóttir, 6.8.2007 kl. 09:56
Piff - það þarf enginnn að kunna stafsetningu nú til dags. Við höfum púka. Það að þú sért ekki nógu falleg til að vera í sjónvarpi er bara bull - eyði ekki fleyri orðum í það :p Og ég man nú ekki nákvæmlega hvernig röddin í þér er - en ef þú hefur heyrt í eitthvað af þessu fólki sem er í útvarpinu þessa dagana þá held ég að þú ættir að sjá að það skiptir bara engu máli
Fyrir rúmu ári hélt ég að það yrði aldrei neitt úr mér - núna er ég komin inn í háskólanám og framtíðin er ekkert nema björt. Bara spurning um að kýla á það
Birna Dís , 6.8.2007 kl. 10:43
Coa Jónu og Birnu.
Þröstur Unnar, 6.8.2007 kl. 11:04
Lestu bloggið mitt Olla Anna - þessi færsla þín var eiginlega kveikjan á nýjustu færslunni minni
Birna Dís , 6.8.2007 kl. 11:11
Ég er vissum aðþú gætir skrifað bók. Eða verið frétta kona eða sjóvarpskona þú getur allt það er ég vissum.
Kristín Katla Árnadóttir, 6.8.2007 kl. 13:36
Þessi draumur þinn á eftir að rætast, ég er alveg viss um það. Hef tekið viðtöl við ýmsa rithöfunda, bæði í gegnum útvarpið og svo í Vikuna. Man ekki hver það var sem sagði að eitthvað tæki stjórnina af honum þegar hann væri byrjaður að skrifa og bókin skrifaði sig eiginlega sjálf og endirinn kæmi auðveldlega. Man ekki alveg hvernig hann orðaði þetta, það sem hann meinti eiginlega var að maður ætti að byrja og þá væri eftirleikurinn auðveldur! Byrjaðu stelpa, fáðu svo einhvern til að lesa gagnrýnið yfir, endurskrifaðu ef þú ert ekki 100% sátt sjálf! Láttu engan reka á eftir þér með að gefa út. Veit um rithöfund sem klúðraði orðspori sínu með því að kasta til höndunum með bók nr. 2. Sú fyrri var fín.
Úps, ég er farin að blogga hjá þér ... arggg. Líst rosalega vel á þessar pælingar þínar og greinilega aukið sjálfstraust! Áfram stelpa. Ég skal hjálpa þér við hvað sem er til að koma þér áfram í að láta drauminn rætast. (gurri@mi.is)
Guðríður Hrefna Haraldsdóttir, 6.8.2007 kl. 22:35
Gurrí fær mörg rokkprik fyrir frábært komment Nú bíðum við bara spennt eftir bókinni
Birna Dís , 7.8.2007 kl. 09:28
Thu getur gert allt sem thu aetlar ther elskan min. Eg VEIT thad. Thu ert miklu sterkari manneskja en thu heldur. Allt sem tharf er vilji og thu att nog af honum. Eins og eg hef oft sagt adur, byrjadu a bokinni, endirinn kemur seinna. (Afsakid stafsetninguna, islenska lyklabordid virkar ekki)
Sakna thin heilmikid! Lots of love, Oddny
Oddny (IP-tala skráð) 8.8.2007 kl. 03:52
Mér sýnist þú bara hafa allt til að bera
Elín Arnar, 8.8.2007 kl. 23:13
Sko maður tekur bara yrsta skrefið og um leið og það er tekið bíður það næsta. Lífið hefur einstakt lag á að búa til leiðina með mani. Man að ég tók ákvörðun um að fara að læra 37 ára gömul og fór með alla familíuna með mér...bara til að gera eitt ár í útlöndum því það var draumurinn. Svo´fór ég í listnám í skúlptúr í 3 ár og þaðan í masternám í Oxford. Ekki hafði ég minnstu hugmynd um hvað beið þegar ég lagði af stað..bara gerði það og treysti á að allt yrði æðislegt. Ég er með nokkrar bækur í kollinum og er að vinna að þeim sem og listsýningu og fleiru sem á hug minn allan. Það er bara þannig að þegar maður gerir það sem er ástríða manns og draumur kemur allt hitt.
Knús duglegust!!!
Katrín Snæhólm Baldursdóttir, 12.8.2007 kl. 23:48
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.