Mánudagur, 30. júlí 2007
Hamingjan og ég
Ég og hamingjan skildum aldrei hvort annað,
og eflaust má kenna það vestfirzkum framburði mínum,
en hún var svo dramblát og menntuð og sunnlenzk í sínum,
og sveitadreng vestan af landi var húsi hennar bannað.
Það hæfir ei neinum að tala um töp sína og hnekki,
og til hvaða gagns myndi verða svo heimskuleg iðja?
Samt þurfti ég rétt eins og hinir mér hjálpar að biðja,
en hamingjan sneri sér frá mér og gengdi mér ekki.
Og loksins varð sunnlenzkan eiginleg munni í mínum,
og málhreimur bernskunnar týndist í rökkur hins liðna.
Ég hélt, að við slíkt myndi þel hennar glúpna og þiðna,
en þá var hún orðin vestfirzk í framburði sínum.
Steinn Steinarr
Ég er svo þreytt. Ég á ekki orku dropa eftir, stundum langar mig til að gefast upp. En það er ekki í boði ætla ekki að gefast upp ekki eftir alla þessa vinnu og allan þennan sársauka.
Athugasemdir
Elsku hjartad mitt, eg vildi ad eg gaeti komid yfir i te og spjall, gefid ther knus og peppad thig upp. Eftir 2 vikur eda svo... Ast, ast og sakna thin!
Oddny (IP-tala skráð) 31.7.2007 kl. 04:05
Aldrei að gefast upp þótt lífið sé erfitt. Kveðja.
Kristín Katla Árnadóttir, 31.7.2007 kl. 15:56
Það kemur nú fyrir ALLAR þenkjandi manneskur að gefast upp á lífinu öðru hvoru. Ég hef nú margsinnis verið búin að fá nóg af þessari tilveru en samt alltaf risið upp aftur.... meistari megas sagði .. Það er gagnslaust að gefast upp..... ef þú pælir í setningunni... þá er gjörsamlega gagnslaust .. að gefast upp því þegar þú opnar augun á morgun.. þá finnur þú enn þá til og ert með sömu vandamál.... Svo elsku ólöf... ekki áfella sjálfri þér að vera mannleg eins og við hin... og kannski er bara málið að þú setur of miklar kröfur á sjálfa þig... Í það minnsta var það svoleiðis með mig.. og þegar ég slakaði á þeim kröfum.. fóru hlutinir að gerast...
Brynjar Jóhannsson, 31.7.2007 kl. 16:40
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.