Fyrr má nú aldeilis vera vanþakklætið.

bright_sunSumir eru svo innilega vanþakklátir að ég get ekki orðum bundist. Sumarið hér á landi er búið að vera yndislegt. Sólin leikið um okkur alla daga og gert okkur glöð og fallegri. Það kemur einn rigningadagur og innra eðli sumra kemur í ljós. Bullandi vanþakklæti.

Þannig var að í dag ákvað ég að fara út og athuga hvort grasið í garðinum væri ekki að jafna sig eftir illa meðferð vinnuskólans. Fyrir tæpri viku dreifði ég blákornum og grasfræjum svo grasinu liði betur. Einnig hef ég samviskusamlega farið út á hverju kvöldi og vökvað allan garðinn. Þannig fyrir hönd garðsins var ég ánægð að það væri komin rigning. Valhoppaði útí garð raulandi mér finnst rigningin góð lalalalala.

 GirlinFlowers

Þegar ég er að rýna í grasið sé ég 2 laufblöð liggjandi í grasinu. Í haustlitunum dimm rauðum og haustgulum. Stóra tréð í garðinum er farið í fýlu. Ég meina einn rigningardagur og það fer að fella lauf og láta eins og það sé haust. Það er náttúrulega ekkert nema frekja og vanþakklæti.

En fyrir þá sem höfðu áhyggjur þá heilsast grasinu mínu vel.gras


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Fjúkket... ég var næstum farin að gráta af áhyggjum af grasinu þegar þú loksins komst að aðal atriðinu, grasinu heilsast vel! ;)

Oddný (IP-tala skráð) 20.7.2007 kl. 23:17

2 Smámynd: Ólöf Anna

haha vissi að samúð landans er hjá grasinu mínu. Það er allt kertafleytingunni á tjörninni í gær að þakka að því líður betur.

Ólöf Anna , 20.7.2007 kl. 23:29

3 Smámynd: Jenný Anna Baldursdóttir

Tréð jafn andskoti vanþakklátt og Íslenska þjóðin. Hehe

Jenný Anna Baldursdóttir, 25.7.2007 kl. 23:23

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband