Að finna upp hjólið....

37006Eða allavegana að fatta hjólið aftur. Fengum hjól í láni hjá frænku minni meðan hún er erlendis í orlofi. Mikið rosalega er þetta skemmtilegur ferðamáti. Æðislegt að bruna eftir götunum. Já götunum þar sem hjólreiðastígar eru ekki margir í Rvík. Finna ferska loftið leika um andlitið og telja flugurnar sem þú kremur með andlitinu.classic-retro-kvk_litil Er nefnilega ekkert svo erfitt að hjóla. Kom mér á óvart hvað það er bara létt. Draumurinn er að fá dömu fjallahjól með körfu og bögglabera. Ohh er svo mikil draumóra dama að ég sé mig alveg fyrir mér hjóla heim með blómabúnt  og hatt í körfunni. Svo stoppa ég lít í kringum mig og flissa. Sting svo einu blóminu í hárið á mér og hjóla svo heim.

Hef haft miklar áhyggjur af unga fólkinu sem er að vinna með mér í sumar sem eru öll með I-poda í eyrunum. Það eitt er nú í lagi ef þetta væri ekki svona hátt stillt að það bergmálar um allar sveitir. Hef áhyggjur að þau verði hreinlega bara heyrnalaus um tvítugt.deaf

Er reyndar að spá í að fjárfesta mér í I-pod þegar ég fer út seinna í sumar. Langar rosalega í bleikan þar sem ég er voðalega bleik. Fyrir þá sem eru líka mikið fyrir bleikt bendi ég á að kíkja á http://www.pinktoolbox.co.uk/ . Langar rosalega í eins og 1 stk af hverju.InLoveiPod

 

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Það er eitthvað afar furðulegt en um leið töfrandi frelsi falið í því að geysast um á hjóli :)

Oddný (IP-tala skráð) 20.7.2007 kl. 13:33

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband