Tebollinn minn.

Ég stóð í verslun hér í höfuðborginni. Borg óttans. En það eina sem ég óttaðist þessa stundina var að velja. Í glerskáp fyrir framan mig stóðu þeir, í skipulagðri röð með jöfnu millibili. Allir eins í laginu en skreytir framandi litum, fallegum munstrum og hver öðrum fallegri. Ég opnaði skápinn varlega eins og ég ætti von á að hann myndi hrynja á mig. Varleg teygði ég hendina að miðhillunni. Eitt andartak hikaði ég. Á ég að þora? En ég setti í mig kjarkinn og hélt áfram. Teygði hendina hægt en örugglega þar til ég fann fyrir kínverska postulíninu ég greyp um arminn þegar ég fann ég hafði gott og öruggt grip tók ég bollan upp og lagði hann í lófann minn. Og þvílík stund þegar hann lagðist í lófann. Það var eins og hann hefði verið mótaður eftir lófanum mínum svo mjúklega passaði hann. Ég fann bragðið af rauðrunna teinu mínu og ímyndaði mér að ég sæti í sófanum heima með fallega tónlist og kertaljós. Leit svo á bollan og velti fyrir mér munstrinu fagur bláu munstri sem ég hefði getað hugsað mér að passaði inn í myndina mína af fullkomnum te tíma. Þá allt í einu sá ég að í munstrinu leyndist andlit. Andlit af kalli með gleraugu. Þetta andlit gat ég ekki hugsað mér að mundi stara á mig og dæma mig á meðan ég drykki te. Ég lagði bollan frá mér á undirskálina sem tilheyrði honum og hann henni, mótuð fyrir hvort annað. Ég byrjaði aftur að skoða og sá að á mörgum bollunum voru andlit. Ekkert þeirra gat ég hugsað mér að hafa á bollanum mínum. Þá sá ég hann. Með bleiku og brúnu munstri ekkert andlit heldur var fallegt S. Á fagurbleikri undirskálinni stóð með fallegu letri “silence”. Þögn er stór hluti af fullkomnum te tíma hjá mér og þetta orð átti sko heima á bollanum mínum. Ég valdi hann. Nú varð te tíminn minn fullkomnaður. Fullkomin te tími hjá mér er þegar ég er ein og á meðan teið er heitt hverfa allar áhyggjur heimsins úr huga mér. Í huganum ríkir algjör kyrrð. Kyrrð sem ég vildi að gæti enst að eilífu. En þegar teið er búið legg ég bollan frá mér á fagur bleika undirskálina sem á stendur “silence” og áhyggjur heimsins byrja að hlaðast upp að nýju en við þessa augnabliks hvíld er hugurinn óþreyttari og tilbúinn að leysa þær þrautir sem fyrir tebollann virtust óleysanlegar og óyfirstíganlega þungar en nú eru þær léttvægar og lausnin skýr.
mytee 
Bollinn minn

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Guðríður Hrefna Haraldsdóttir

Mmm, gæti hugsað mér að drekka oftar te eftir þessa ljúfu lýsingu. Á ýmis orku- og hollustute úr matvörubúðinni en hef aldrei lært að drekka þetta höfuga, dásamlega góða te sem vinkonur mínar, ruggustólakerlingarnar dásama svo mjög. Hvaða te er best að þínu mati? Og hvernig er best að hella upp á te?

Guðríður Hrefna Haraldsdóttir, 7.6.2007 kl. 16:34

2 identicon

Rauðrunna te er uppáhaldið eins og er. En kamilu te er alltaf best á kvöldin. Ég nota pressu könnuna til að hella upp á jurtate en sigtið sem fylgdi bollanum mínum nota ég í fínmalaða teið. Miðað við útsýnið þitt í himnaríki mæli ég með góðum bolla af rauðrunnatei, fallega tónlist og störu á hafið. Öfunda þig svo af himnaríki. 

Ólöf Anna Jóhannsóttir (IP-tala skráð) 7.6.2007 kl. 23:22

3 identicon

Þessi bolli er afskaplega fallegur. Hentar ekki síður í tedrykkju yfir góðu vinkonuspjalli eins og ég varð vör við um daginn. Takk fyrir spjallið elskan, mér leið miklu betur á eftir

Oddný (IP-tala skráð) 11.6.2007 kl. 19:18

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband