Halló heimur!

Hef dottið í það undanfarið að lesa blogg sem eru skráð hjá mbl.is þau sem ég hef lesið hef mér þótt að mestu leyti áhugaverð. Inn á milli eru nú náttúrlega blogg frá fólki sem stígur svo sem ekkert fast í sellurnar en þær síður er ég bara voðalega fljót að hætta að lesa. Hér (innan mbl.is) eru nú samt blogg sem ég les nánast daglega mér til ánægju, yndisauka og fróðleiks. Sumar les maður nú af skammarlega mikilli forvitni eins og hjá frægu/þekktu fólki, gömlum skólafélögum og gömlum  skotum. Þótt ekkert mikið sé að gerast á þessum bloggum les maður samt og reynir að lesa á milli línanna og oftar en ekki þá les maður vitlaust.

En to da point. Ég sem sagt ákvað að skrá mig hér inn á þetta blogg í þeirri veiku von að geta komið frá mér áhugaverðum texta um heima og geima, allt og ekkert, salt og pipar og lífið og tilveruna. Þá er það bara að fara að sníkja sér vini auðvitað voða leiðinlegt að hafa engan undir titlinum "bloggvinir"

fúff þarf að kynna mér betur púka-kostinn læt þennan út óyfirlesinn.


Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Hver þarf á púka að halda. piff.. ég rakst nú ekki á svo margar villur, þinns stendur þig bara vel ;) en því miður get ég ekki verið blogg vinur þinn.. auglýstu bara á mbl :D

Lilja (IP-tala skráð) 4.6.2007 kl. 09:37

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband