Húsið og ég

Haustið 2009 byrjaði ég í Ritlist í Háskóla Íslands. Námið snýst um að þjálfa nemendur í að skrifa texta og temja sér skapandi hugsun. Námið byggir á vinnusmiðjum og almennum kúrsum í bókmenntasögu og bókmenntafræði. 

Vikulega eða því næst skilum við inn verkefnum sem við höfum samið eftir lauslega gefnum fyrirmælum.

Hérna langar mig að birta það sem ég hef verið að skrifa og biðja ykkur kæru lesendur að skilja eftir smá orð um textann. Ég þarf að læra að taka gagnrýni svo endilega verið hreinskilin ( innan marka skynseminnar þó).

 

Hér er fyrsta verkefnið. Fyrirmælin voru -göngulag- 2500 orð.

 

Húsið  og ég

Þegar ég geng samhliða sólinni um Þingholtin á morgnana, rétt áður enfuglarnir byrja að syngja, heyri ég fótatak mitt óma. Það er líkt  og í hverju skrefi vilji það bjóðaheiminum  góðan dag og þakka fyrir að fáað slá taktinn enn á ný.

Þegar ég geng slæ ég taktinn meðfótunum. Jörðin spilar hljóminn.  Samanmyndum við göngulag.

Það er misjafn hljómur í hverjuhúsi,  í hverjum stíg,  takturinn í mér  er líka misjafn.  Á hverjum degi, á hverri  leið, íhverju húsi myndast nýtt göngulag.

Þegar ég geng inní húsin reyni ég aðhlusta eftir því hvernig húsinu líður. Kannski var mikið búið að rífast íhúsinu rétt áður en ég kom og húsið er hrætt, dregur sig í hlés og reynir aðláta sem minnst fyrir sér fara. Þá er húsið lágraddað og hljómurinn varlaheyrist.

 Í öðrum húsum ríkir gleði meðal íbúanna oghúsið tekur undir og brakar og ískrar í hverjum takti og hlær.

Verst finnst mér þó að koma inn íhúsið þar sem fyrsti eigandi þess dó. Þó að það sé langt síðan er húsið ennsorgmætt og grætur í hverjum takti sinn fyrsta íbúa sem dekraði við það svo velþegar það var bara ungt nýbyggt hús, ómálað og litlaust. Íbúinn blístraði samalagstúfinn  þegar hann málaði húsið áfallegum sumardögum, dyttaði að eldhúsinnréttingunni á haustkvöldum og kveiktiupp í arninum á köldum vetrarmorgnum. Þegar ég slæ taktinn í þessu húsi spilarþað þennan lagstúf og engist um af sorg og söknuði. Í dag syngur enginn í þessuhúsi né hugsar fallega um það. Í dag eru íbúarnir ólánsfólk sem hvorki ég néhúsið getum bjargað. 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband