Sól og borð

Alveg er ég viss um að sólin skein fyrir mig núna áðan. Ég fór á fætur á undan sólinni í morgun, þó ofurlítið of sein og rauk út, ekki klædd eftir veðri. Hélt að ég yrði úti og/eða mundi deyja úr vosbúð í morgun. En sú gula svaraði mér og skein svona líka fallega þegar ég var á leiðinni heim úr skólanum. Skólinn gengur vel, sagði mig úr heimspeki á mánudaginn. Ég er alveg viss um að tími sem ætlaður er til að kenna 16 ára krökkum rökhugsun sé ekki alveg mín krús af mjeði, á 24 árum á ég nú að vera búinn að læra þessa list að hugsa rökrétt.  Nú ef ekki þá efast ég um að kennara greyið geti ekki bjargað mér ef einhver. Það getur vel verið að ég fari í heimspeki í framtíðinni en ekki núna, ekki þarna. 

En getið þið hjálpað mér með eitt. Ég þarf að skilgreina hugtakið "borð" fyrir smámunasaman og kláran félagsfræðikennara þannig að skilgreiningin þarf að vera skotheld. Ekki er nóg að segja plata með 4 fótum. Þá fæ ég svör eins og er kollur þá borð, en hringborð með einn fót er það þá ekki borð. Hlutur sem maður getur setið við og lagt frá sér hluti á - er gólf, borð. Það sem hönnuðurinn segir að sé borð- get ég smíðað hús og sagt að þetta sé borð. Held svei mér þá að "borð" sé það sem samfélagið skilgreinir sem "borð". En ef í 100 ár eru Reykvíkingar búnir að nota ákveðin stein sem borð til að leggja frá sér gosglasið þegar þeir eru að borða pulsu er steinninn þá borð? Er það þá ekki lengur steinn. Nennir einhver að ræða við Aguste Comte fyrir mig þetta er allt honum að kenna.

 

Glass_Coffee_Table
druid-or-schist
AugusteComte

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Hrönn Sigurðardóttir

....hmmmmm hugtakið borð........?

Það hlýtur að vera það sem notað er í hvert sinn sem borð. Hvort sem það er steinn á morgun eða var fjöl í gær.... Ef ég nota það sem borð í dag þá er það borð í dag. Svo getur það orðið aftur steinn eða fjöl eða gólf eða hvað sem er þegar ég er búin að nota það fyrir borð. Jafnvel hnéð á mér getur gegnt hlutverki borðs um stundarsakir.

Hrönn Sigurðardóttir, 24.9.2008 kl. 19:45

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband