Nútið, fortíð og drama, and I like it.

Eins og ég hef sagt áður hef ég verið í ævilöngu þrjóskukasti og neitað að verða fullorðin. Þrjósku kastið hefur náð hámarki núna held ég. Meðan jafnaldrar mínir eru að klára B. gráður í háskóla sumir í eða jafnvel búnir með Masterinn, aðrir komnir með 1-3 börn búinn að kaupa sér íbúð og eru að fara að stækka við sig og kaupa eign númer 2 eða jafnvel 3, var ég að byrja í menntaskóla aftur. Mikið rosalega er freistandi að setja bara punkt hér og leyfa öllum að halda ég sé að taka menntaskólann aftur Grin En svo er nú ekki. Ég semsagt hætti í MS þegar ég var rúmlega hálfnuð í öðrum bekk. En stundum er lífið þannig að maður fær ekki að ráða og þarna réði ég engu um, ég veiktist og varð að hætta í skólanum. Þessi ákvörðun var frekar mikill léttir á þeim tíma ég hafði keyrt mig áfram á þrjóskunni alltof lengi. Í kjölfarið og fyrir fyndna tilviljun fékk ég vinnu á skíðasvæðinu í Bláfjöllum. Það er ein mín mesta lukka. Þar gat ég starfað allt að 12-13 klst á sólarhring í fersku fjallalofti og reynt á líkamann meðan hugurinn fékk smá hvíld, fyrir næstu átök. Þar lærði ég að vinna og lærði að meta fjöllin og útiveruna. Vann þar í 3 vetur og það er besti vinnustaður sem ég hef unnið á. Sakna þess en oft á tíðum að vera ekki þar.

Frá Bláfjöllum lá leiðin hlikjót og mis löng, með rándýru stoppi í Flugskóla Íslands, í Iðnskólann í Reykjavík. Þar komst ég að því að nám getur verið hin mesta og besta skemmtun. Ég kláraði Iðnskólann á 3 önnum og útskrifaðist sem Grafískur miðlari af upplýsinga og fjölmiðlafræðibraut. Með náminu vann ég í pökkun og prentsmiðju morgunblaðsins sem þýddi að ég vann oft á tíðum á nóttinni með skólanum. Þegar Iðnskólanum lauk var ég flutt að heiman og farin að leigja hér á Bergstaðastrætinu. Að byrja að búa kostar sitt þess þá heldur þegar maður er í skóla og þrátt fyrir stuðning og innbú frá mömmu og pabba var ég vel skuldug þegar ég var búinn í skólanum þar sem ég ásamt fjölda annarra missti vinnuna þegar morgunblaðið flutti upp í Hádegismóa. Ég reyndi að fá vinnu hjá þeim og nokkrum öðrum sem nemi til að geta klárað sveinsprófið mitt. En engan samning var að fá, "flott mappa en því miður..." hljómuðu svörin sem ég fékk.  Nema á einum stað þar var mér sagt að ef ég vild fá samning þyrfti ég virkilega að vilja vera best til að komast áfram. Ég vildi það en hann sá það greinilega ekki. Það var seinasta viðtalið sem ég fór í, þegar ég gekk út var ég búinn að fá nóg. Hversu ferskari getur maður verið en ný skriðin úr skólanum að leita að samning til að vinna í 1 ár á skítalaunum. Ég seti Grafíkina á hilluna um leið og ég var búinn að eignast hana fylltist vonleysi og fór að leita mér að láglauna störfum þess viss um að mér hentaði ekkert betur. Ég meina ég gat ekki klárað námið mitt því engin vildi mig í vinnu, hversu illa er hægt að brjóta niður sjálfstraustið sem var ekki mikið fyrir?

Ég fékk vinnu í IKEA. Þrátt fyrir að yfirmenn mínir hafi farið illa með mig að lokum hugsa ég alltaf vel til IKEA og ársins sem ég vann þar. Þar kynntist ég fullt af frábæru fólki meðal annars 1 af bestu vinkonum mínum og manninum sem ég er að fara að giftast næsta sumar. Eftir nokkrar tilraunir til að komast að því hver ég er komst ég að því að ég er ekki starfstitill. Ég er fjölhæf manneskja með margar dyr og glugga opna sem standa mér til boða að ganga í gegnum þegar ég er tilbúinn til þess.

En nóg af fortíðinni og að nútíðinni. Ég er semsagt byrjuð í menntaskóla aftur að ljúka því sem ég byrjaði á árið 2000 stúdentsprófinu. Ákvað að fara í fjölbrautarskólann við Ármúla og er þar að nema ýmiss fræði sem svo að lokum skila mér hinni virtu, fallegu, hvítu húfu sem tákn um visku mína og hæfileika. Án hennar er ég bara brandari fyrir Háskóla Íslands, umrenningur í augum Háskóla Reykjavíkur og ölmusa í huga Háskólans á Akureyri. Persóna mín verður færð upp á nýtt plan ég mun ganga beinni í baki, bera höfuðið hærra og taka axlirnar úr eyrunum. Hún (húfan) mun gera mig verðuga til að ræða við annað menntafólk og kannski, bara kannski, verða skoðanir mínar eitthvað annað en neyðaróp úr myrkri einstaklings sem á bara vínrauða húfu en ekki hvíta.

 

nerdGirl

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Þú ert frábær eins og þú ert!   Húfa er bara húfa,  ekki mælikvarði á hvers konar manneskja þú ert eða hversu mikils virði. Ekki gleyma því

Oddný (IP-tala skráð) 5.9.2008 kl. 00:21

2 Smámynd: Kristín Katla Árnadóttir

Þú er yndisleg Ólöf mín. gangi þér vel í lífinu og stórt knús

Kristín Katla Árnadóttir, 5.9.2008 kl. 11:41

3 identicon

Jæja þetta er mikil saga og sönn, þótt maður eigi ekki húfu eða hatt getu maður staðið teinréttur í samfélaginu og rifið kjaft bara ef maður er kurteis og réttsýnn.

Enn þú verður aldrei róleg fyrr enn þú færð húfu á hausinn og er það bara gott, þú klárar þetta verkefni með glans eins og allt sem þig langar að klára.

Svo koma önnur verkefni eftir þetta sem þú klárar líka með sóma.

haltu bar áfram að vera til og hafa gaman af því.

Pabbi gamli.

Pabbi (IP-tala skráð) 5.9.2008 kl. 21:25

4 identicon

Ánægð með þig stelpa þú rúllar þessu upp..

Lilja Borg (IP-tala skráð) 6.9.2008 kl. 01:20

5 identicon

já IKEA drullaði yfir okkur nokkur þarna ;) Það var gaman að vinna með þér og Salóme - gerðuð lífið mun bærilegra þarna!!

knús já og til hamingju með ykkur Ómar! Og allt byrjaði þetta í litlu partýi með sakleysislegum athugasemdum :)

Lára (IP-tala skráð) 15.9.2008 kl. 16:21

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband